Í haust eða í janúar hefst starfsemi í nýrri fiskvinnslu Ganta ehf. í Grindavík sem hyggst vinna léttsaltaðan og frystan fisk. Helgi Hrafn Emilsson þjónustustjóri segir bæjarbúa spennta fyrir framtíðinni og síður en svo í þeim stellingum að leggja árar í bát.