Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast á Vinnslustöðvarreitnum í Vestmannaeyjum við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum. Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar.

Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar. Saltfiskvinnsla verður á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð.

Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar, segir á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að saltfiskvinnsla hefjist í nýja húsinu á vetrarvertíð 2025.

„Við erum núna að hreinsa út úr húsunum og byrjum að rífa þökin einhvern næstu daga. Gamlir útveggir þróarinnar verða notaðir áfram en steypt nýtt milligólf og öðru breytt eins og þurfa þykir,“ er haft eftir Willum.

Áfram er sögð sú ákvörðun að fresta um óákveðinn tíma að rífa bolfiskvinnsluhúsið en ný tíðindi séu hins vegar að ráðist verði í nýbyggingu þar sem loðnuþrærnar eru og saltfiskvinnslan færist þangað.

Nánar má lesa um málið á vsv.is.

Framkvæmdir eru í þann veginn að hefjast á Vinnslustöðvarreitnum í Vestmannaeyjum við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum. Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar.

Alls verður nýbyggingin um 5.600 fermetrar. Saltfiskvinnsla verður á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð.

Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar, segir á vef fyrirtækisins að stefnt sé að því að saltfiskvinnsla hefjist í nýja húsinu á vetrarvertíð 2025.

„Við erum núna að hreinsa út úr húsunum og byrjum að rífa þökin einhvern næstu daga. Gamlir útveggir þróarinnar verða notaðir áfram en steypt nýtt milligólf og öðru breytt eins og þurfa þykir,“ er haft eftir Willum.

Áfram er sögð sú ákvörðun að fresta um óákveðinn tíma að rífa bolfiskvinnsluhúsið en ný tíðindi séu hins vegar að ráðist verði í nýbyggingu þar sem loðnuþrærnar eru og saltfiskvinnslan færist þangað.

Nánar má lesa um málið á vsv.is.