Uppsjávarflotinn er núna við veiðar á makríl við miðlínuna milli Íslands og Færeyja en undirbúningur er engu að síður hafinn fyrir komandi loðnuvertíð, og það án þess að nokkur viti nákvæmlega hvernig ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um loðnuveiðar 2023/2034 kemur til með að líta út. Hlutur Íslands í útgefnu aflamarki í loðnu frá matvælaráðuneytinu í febrúar á þessu ári var tæp 330 þúsund tonn og hafði þá hluturinn verið hækkaður um 147 þúsund tonn. Óvissa er því alltaf mikil en í Vestmannaeyjum er farið að huga að yfirferð á loðnunótum. Hampiðjan lauk nýlega við að yfirfæra og bæta loðnunót fyrir Sighvat Bjarnason VE og önnur verkefni af sama toga bíða í hrönnum.
Uppsjávarflotinn er núna við veiðar á makríl við miðlínuna milli Íslands og Færeyja en undirbúningur er engu að síður hafinn fyrir komandi loðnuvertíð, og það án þess að nokkur viti nákvæmlega hvernig ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um loðnuveiðar 2023/2034 kemur til með að líta út. Hlutur Íslands í útgefnu aflamarki í loðnu frá matvælaráðuneytinu í febrúar á þessu ári var tæp 330 þúsund tonn og hafði þá hluturinn verið hækkaður um 147 þúsund tonn. Óvissa er því alltaf mikil en í Vestmannaeyjum er farið að huga að yfirferð á loðnunótum. Hampiðjan lauk nýlega við að yfirfæra og bæta loðnunót fyrir Sighvat Bjarnason VE og önnur verkefni af sama toga bíða í hrönnum.