Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt í gærkvöld við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í sjávarútvegi.
„Samherji reisti eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík, þar sem fyrirtækið framleiðir hágæða afurðir fyrir alþjóðlega markaði,“ segir í tilkynningu frá IceFish um verðlaunin sem afhent voru Samherja.
Verðlaunin undirstrika að vel hefur til tekist
Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir gæðastjóri Samherja tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Samherja.
„Við erum afskaplega stolt af þessum verðlaunum. Um þessar mundir eru fjögur ár síðan við hófum vinnslu í nýja húsinu og fullyrðum að um sé að ræða eina fullkomnustu bolfiskvinnslu í heiminum. Búnaðurinn er að mestu íslenskur og hönnun og útfærsla á mörgum þáttum starfseminnar er ný af nálinni. Húsið hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og þessi verðlaun undirstrika að okkur hefur greinilega tekist vel til,“ segir Gestur Geirsson.
Öflugt gæðaeftirlit á öllum stigum starfseminnar
„Vinnslan á Dalvík er glæsilegt dæmi um nýsköpun, frumkvöðlastarf og góðan aðbúnað. Allt kapp er lagt á að uppfylla kröfur viðskiptavina og því er fylgst vel með framleiðslunni á öllum stigum. Þessi verðlaun eru kærkomin og sýna vel að við erum framarlega á heimsvísu,“ segir Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir gæðastjóri Samherja.
Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru veitt í gærkvöld við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi árangur í sjávarútvegi.
„Samherji reisti eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús heims á Dalvík, þar sem fyrirtækið framleiðir hágæða afurðir fyrir alþjóðlega markaði,“ segir í tilkynningu frá IceFish um verðlaunin sem afhent voru Samherja.
Verðlaunin undirstrika að vel hefur til tekist
Gestur Geirsson framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir gæðastjóri Samherja tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Samherja.
„Við erum afskaplega stolt af þessum verðlaunum. Um þessar mundir eru fjögur ár síðan við hófum vinnslu í nýja húsinu og fullyrðum að um sé að ræða eina fullkomnustu bolfiskvinnslu í heiminum. Búnaðurinn er að mestu íslenskur og hönnun og útfærsla á mörgum þáttum starfseminnar er ný af nálinni. Húsið hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim og þessi verðlaun undirstrika að okkur hefur greinilega tekist vel til,“ segir Gestur Geirsson.
Öflugt gæðaeftirlit á öllum stigum starfseminnar
„Vinnslan á Dalvík er glæsilegt dæmi um nýsköpun, frumkvöðlastarf og góðan aðbúnað. Allt kapp er lagt á að uppfylla kröfur viðskiptavina og því er fylgst vel með framleiðslunni á öllum stigum. Þessi verðlaun eru kærkomin og sýna vel að við erum framarlega á heimsvísu,“ segir Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir gæðastjóri Samherja.