„Við erum á því að þegar skipið er komið og orðið áþreifanlegt og fólk áttar sig á þýðingu þess fyrir samfélagið munum við fá innspýtingu,“ segir formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, sem fékk nýtt og glæsilegt björgunarskip í hendurnar um síðustu helgi.
Í haust eða í janúar hefst starfsemi í nýrri fiskvinnslu Ganta ehf. í Grindavík sem hyggst vinna léttsaltaðan og frystan fisk. Helgi Hrafn Emilsson þjónustustjóri segir bæjarbúa spennta fyrir framtíðinni og síður en svo í þeim stellingum að leggja árar í bát.