Umræða er nú meðal forsvarsmanna útgerða um að ávallt verði gefnar út lágmarksheimildir til loðnuveiða óháð mælingum Hafrannsóknastofnunarinnar. Það verði gert til að tryggja stöðu Íslendinga á mörkuðum erlendis. Forstjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum segir mikla óvissu vera í loðnumælingum og telur áhættuna sem fólgin væri í lágmarkskvóta vera afar litla.