Slow Food-samtök á Íslandi og í þremur öðrum löndum vinna nú að því að fá skreið og harðfisk á heimsminjaskrá yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Dóra Svavarsdóttir, formaður Slow Food Reykjavík, lýsir eftir framleiðendum hér á landi og sögum sem tengjast hertum fiski.
„Mikill áhugi er á íslensku sjávarfangi sem áður og hefur enginn markaður stækkað eins hratt á síðustu árum en Kína og hefur nú neyslan náð yfir 34 kg á hvern íbúa,“ segir á vef Vinnslustöðvarinnar sem sækir sjávarútvegssýningu sem hófst í Qingdao í Kína í dag.