„Mikilvægt er að faglega sé staðið að þessari uppbyggingu og í dag væri aldrei hægt að fá leyfi fyrir nýrri atvinnustarfsemi á landi með 6-10 nýjum störfum á skilgreindu ofanflóðahættusvæði,“ segir fulltrúi sem varð undir í heimastjórn Seyðisfjarðar.
„Mikilvægt er að faglega sé staðið að þessari uppbyggingu og í dag væri aldrei hægt að fá leyfi fyrir nýrri atvinnustarfsemi á landi með 6-10 nýjum störfum á skilgreindu ofanflóðahættusvæði,“ segir fulltrúi sem varð undir í heimastjórn Seyðisfjarðar.
Umhverfisfulltrúi Langanesbyggðar segir að vonandi fylgi aðgerðaáætlun í kjölfar rannsóknar á mengun frá gömlu ratsjárstöðinni á Heiðarfjalli. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að verkefni sem stofnuninni hafi verið falið sé lokið. Ekki liggi fyrir hvort framhald verði á.
„Ég verð núna stoltur eldri borgari sem hefur aldrei þegið bætur af nokkru tagi frá samfélaginu,“ segir Guðjón Guðjónsson, skipstjóri hjá FISK Seafood, sem er nú alkominn í land eftir langan og farsælan feril til sjós. Rætt er við Guðjón á vefsíðu Fisk.
„Við sjáum fyrir okkur að það þurfi að vera svolítinn tíma því það getur ýmislegt gerst, loðnan gæti tafist og verið misjafnlega lengi að koma sér inn á svæðið,“ segir Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
„Að upplifa stuðning og jákvæðni fyrir því að auka öryggi og starfsánægju fyrirtækisins í heild eflir mann í því sem maður er að vinna að,“ segir Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði.
Sveitarstjórn Langanesbyggðar segir 70 prósent skerðingu á byggðakvóta til Þórshafnar brjóta í bága við reglugerð og fer fram á leiðréttingu frá matvælaráðráðuneytinu. „Það var búið að rota Bakkafjörð áður með því að setja grásleppu i kvóta,“ segir sveitarstjórinn.