Stofnvísitala þorsks er svipuð og undanfarin þrjú ár og er yfir meðaltali áranna 1996-2024. Meðalþyngdir flestra árganga þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2024. Þetta er meðal niðurstaðna úr mælingum Hafrannsóknastofnunar í september og október.
„Með frjálsum veiðum og eðlilegri gjaldtöku, eins og 100 krónur á kíló, gætum við auðveldlega sýnt fram á að strandveiðar eru bæði hagkvæmar og sjálfbærar,“ skrifar Þórólfur Júlían Dagsson í aðsendri grein sem ber heitið Svar við staðhæfingu SFS um að strandveiðar séu óhagkvæmar og ósjálfbærar.