Togararnir Asanda (áður Siglfirðingur SI) og Stella Karina (áður Svalbarði SI) eru byrjaðir á rækjuveiðum hinum megin á hnettinum – nánar tiltekið í rússneskri lögsögu í Okotskhafi við austurströnd Rússlands. Skipin komu á miðin fvrir um það bil mánuði og hafa aflabrögðin verið slök það sem af er miðað við það sem tíðkast hefur undanfarin ár, að því er Hörður Hólm, skipstjóri á Stellu Karinu, sagði í Fiskifréttum 3. maí 2002. Það er hins vegar bót í máli að rækjan er mjög stór og verðmæt, á bilinu 40-100 stykki í kílói í móttökunni, og fer allur aflinn í eins kílós pakkningar.
„Við erum komin í mjög góða stöðu hér á markaðnum,“ segir Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Novo Foods sem haslað hefur sér völl í sölu á sjávarfangi í Frakklandi. Hann segir of snemmt að meta möguleg áhrif tollastríðs, sem Bandaríkin hafa efnt til, á starfsemi fyrirtækisins.