Samstæða Hraðfrystihúss Hellissands er öflugt útgerðar- og fiskvinnslufyrir[1]tæki sem gerir út þrjá báta og vinnslu í Rifi. Á síðasta ári seldi það frá sér línuskipið Örvar sem nú heitir Núpur BA og er gerður út af Odda á Patreksfirði. Rögnvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri HH, segir það alltaf til skoðunar hvort nýju skipi verði bætt í flotann

HH veiddi á síðasta kvótaári rúm 5.000 tonn á ári, þar af voru Rifsnes SH og Örvar með rúm 2.000 tonn hvor, Gunnar Bjarnason SH með tæp 490 tonn og Esjar SH með rúm 540 tonn en í gegnum vinnsluna, þar sem tæplega 50 manns vinna, fara tæp 5.200 tonn.

Nánast allt ferskfiskur

Nánast allt sem er unnið í húsinu fer sem ferskfiskur á markað, aðallega til meginlands Evrópu og Bandaríkjanna. Afurðaverð lækkað milli ára „Síðasta ár var gjöfult og reksturinn hefur gengið vel hjá okkur í töluvert langan tíma. Fiskverð hefur verið í hæstu hæðum en það hefur samt lækkað talsvert núna á milli ára. Febrúarmánuður er stærsti mánuðurinn á þessu kvótaári í magni en ekki verðmætum. Kostnaðarliðir hafa hækkað mikið eins og launakostnaður, umbúðir og öll aðföng en á sama tíma er afurðaverð að lækka. Þetta er það sem allir eru að glíma við og þar kemur margt til eins og stríðið í Úkraínu en áður var það heimsfaraldurinn,“ segir Rögnvaldur.

Rifsnes SH veiddi á síðasta kvótaári rúm 2 þúsund tonn.
Rifsnes SH veiddi á síðasta kvótaári rúm 2 þúsund tonn.

Afurðaverð í þorski lækkað um 7%

Afurðaverð HH í þorski hefur lækkað um 7% á milli ára og sama tíma hafa aðföng og launakostnaður aukist. Það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra hefur afurðaverð í ýsu lækkað um 16%.

„Við misstum ákveðna samninga inn á Bretlandsmarkað sem við höfðum fyrstu fimm mánuðina í fyrra. Þessum samningum höfum við ekki náð aftur og ástæðan er bara sú að það er bullandi kreppa í Bretlandi og kaupgetan hefur hrunið.“

Samkeppni við gámaútflutning

Eftir að dró úr fiskvinnslu í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna hefur Hraðfrystihús Hellissands átt samstarf við grindvísk fyrirtæki og þjónustað upp að vissu marki sameiginlega kúnna þeirra í Evrópu. HH hefur þá unnið fisk frá Grindvíkingum inn á þennan markað og þannig hefur talsvert magn farið í gegnum vinnsluna í Rifi. Rögnvaldur kveðst forðast að kaupa fisk á markaði og gerir það helst ekki nema nauðsynlegt sé til að uppfylla samninga við erlenda kaupendur. Stærstu kaupendur í fiskmörkuðum séu milliliðir sem selji fiskinn óunnin til fiskvinnslufyrirtækja í Póllandi, Lettlandi og Litháen, og umsvif þeirra á fiskmörkuðum hafi leitt til verðhækkana sem erfitt sé að eiga við.