Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar vél verður tekin í notkun hjá Ísfélaginu í þessari viku.
Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar. „Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar,“ segir á vsv.is þar sem haft er eftir Sigurgeiri B. Kristgeirsssyni framkvæmdastjóra að hann játi fúslega að hafa verið býsna efins um að það sem úr krananum rynni myndi reynast sæmilega drykkjarhæft. Vatnið væri hins vegar frábærlega gott.
Miðflóttaaflið tekið í gagnið
„Sjónum er dælt upp úr 20 metra djúpri borholu, hann hreinsaður með síum og rennur sem hreint drykkjarvatn í geyma til að nota síðan í fiskvinnslunni. Við vatnsframleiðsluna fellur til saltur lögur, saltpækill, sem mögulega er verðmæt hliðarafurð til notkunar í saltfiskvinnslu VSV. Sýni verða tekin og þau rannsökuð frekar með þetta í huga á næstu dögum,“ er ferlinu lýst á vsv.is.
„Upp í hugann kemur skilvinda á sveitabæjum fyrr á tímum, tækni sem beitt var til að skilja að rjóma og áfir í mjólk. Þetta gerðist með miðflóttaafli en vatn og salt er aðskilið með síum í græjum Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins.“
Ísfélagið fékk einn gáminn
Þá segir frá því að Vinnslustöðin hafi fyrr í vetur keypt þrjá gáma með sjóhreinsibúnaði og selt Ísfélaginu einn þeirra. „Ef allir þrír gámarnir væru virkjaðir samtímis, og samskonar búnaður Laxeyjar líka, færi það langt með að anna allri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum og það þó að uppsjávarvinnsla væri í gangi,“ segir í frásögninni. Búnaðurinn sé rafdrifinn, noti lítinn straum og sé því ekki dýr í rekstri.
„Gámarnir sem Vinnslustöðin keypti eru frá hollensku fyrirtæki, Hatenboer Water, sem hefur yfir 100 ára reynslu af framleiðslu búnaðar til vatnsframleiðslu og dreifingar. Willum Andersen hafði frumkvæði að því að leita að búnaðinum erlendis og semja um kaupin fyrir hönd VSV.“
Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar vél verður tekin í notkun hjá Ísfélaginu í þessari viku.
Þetta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar. „Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar,“ segir á vsv.is þar sem haft er eftir Sigurgeiri B. Kristgeirsssyni framkvæmdastjóra að hann játi fúslega að hafa verið býsna efins um að það sem úr krananum rynni myndi reynast sæmilega drykkjarhæft. Vatnið væri hins vegar frábærlega gott.
Miðflóttaaflið tekið í gagnið
„Sjónum er dælt upp úr 20 metra djúpri borholu, hann hreinsaður með síum og rennur sem hreint drykkjarvatn í geyma til að nota síðan í fiskvinnslunni. Við vatnsframleiðsluna fellur til saltur lögur, saltpækill, sem mögulega er verðmæt hliðarafurð til notkunar í saltfiskvinnslu VSV. Sýni verða tekin og þau rannsökuð frekar með þetta í huga á næstu dögum,“ er ferlinu lýst á vsv.is.
„Upp í hugann kemur skilvinda á sveitabæjum fyrr á tímum, tækni sem beitt var til að skilja að rjóma og áfir í mjólk. Þetta gerðist með miðflóttaafli en vatn og salt er aðskilið með síum í græjum Vinnslustöðvarinnar og Ísfélagsins.“
Ísfélagið fékk einn gáminn
Þá segir frá því að Vinnslustöðin hafi fyrr í vetur keypt þrjá gáma með sjóhreinsibúnaði og selt Ísfélaginu einn þeirra. „Ef allir þrír gámarnir væru virkjaðir samtímis, og samskonar búnaður Laxeyjar líka, færi það langt með að anna allri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum og það þó að uppsjávarvinnsla væri í gangi,“ segir í frásögninni. Búnaðurinn sé rafdrifinn, noti lítinn straum og sé því ekki dýr í rekstri.
„Gámarnir sem Vinnslustöðin keypti eru frá hollensku fyrirtæki, Hatenboer Water, sem hefur yfir 100 ára reynslu af framleiðslu búnaðar til vatnsframleiðslu og dreifingar. Willum Andersen hafði frumkvæði að því að leita að búnaðinum erlendis og semja um kaupin fyrir hönd VSV.“