„Það er alveg ótrúlegur áhugi fyrir Íslandi og við þurfum einfaldlega virkilega að rækta þessi samskipti,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi Íslenska sjávarklasans, sem í síðustu viku tók á móti He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, og hitti einnig indverskan ráðuneytisstjóra til að ræða aðferðafræði Íslendinga í sjávarútvegi. Kínverska sendiráðið segir mikla möguleika í samstarfi Kína og Íslands á þessu sviði.
Sævar M. Birgisson hjá Skipasýn ehf. gerir athugasemdir við frétt í Fiskifréttum í síðustu viku þar sem rætt er við Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóra hjá Matís, um niðurstöður greiningar á olíunotkun nýrra og tæknilegri skipa í togveiðiflotanum á Íslandi. „Það að fá nýtt skip er ekkert frekar að verða til þess að olíunotkun eða kolefnisspor lækki,“ er þar meðal annars haft eftir Jónasi.