Brátt sér fyrir endann á veiðum og vinnslu á norsk-íslenskri síld hjá Vinnslustöðinni. Von er á Gullbergi VE með síðasta farminn á þessari vertíð, að því er fram kemur á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
„Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Enn fremur segir hann að nú sé verið að vinna afla úr Sighvati Bjarnasyni.
„Síðan er Gullberg að koma með síðasta farminn á þessari vertíð. Þá erum við búnir að taka um 6.500 tonn af NÍ síld. Við erum að flapsa, flaka og heilfrysta þessa síld.“
Hvað framhaldið varðar segir Sindri að næst sé reiknað með að fara í íslensku sumargotssíldina í lok október. „Einnig þurfum við að ná í smá kolmunna sem við eigum eftir og reiknum með að fara í það í október.“
Jólasíldin í fínu ferli
Benóný Þórisson, framleiðslustjóri er ánægður með síldina. Spurður um gæðin, stendur ekki á svari. „Mjög góð. Frábær fiskur. Lítil áta. Stór, góður í flökun, góður í frystingu. Góður í alla staði.“
Hefur vinnslan bara gengið smurt fyrir sig?
„Já, hún er búin að ganga mjög vel svona heilt yfir.“
Benóný segir að verið sé að vinna um það bil 370-380 tonn á sólarhring í síldinni. „Það fer allt í gegnum vinnsluna, afskurðurinn fer svo í bræðsluna.“
Aðspurður um jólasíldina segir hann að hún sé komin í pækil og er hún að verkast. „Við getum orðað það þannig að hún sé í fínu ferli. Í edik pækli næstu 30 dagana og svo fer hún í dósir.“
Brátt sér fyrir endann á veiðum og vinnslu á norsk-íslenskri síld hjá Vinnslustöðinni. Von er á Gullbergi VE með síðasta farminn á þessari vertíð, að því er fram kemur á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.
„Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Enn fremur segir hann að nú sé verið að vinna afla úr Sighvati Bjarnasyni.
„Síðan er Gullberg að koma með síðasta farminn á þessari vertíð. Þá erum við búnir að taka um 6.500 tonn af NÍ síld. Við erum að flapsa, flaka og heilfrysta þessa síld.“
Hvað framhaldið varðar segir Sindri að næst sé reiknað með að fara í íslensku sumargotssíldina í lok október. „Einnig þurfum við að ná í smá kolmunna sem við eigum eftir og reiknum með að fara í það í október.“
Jólasíldin í fínu ferli
Benóný Þórisson, framleiðslustjóri er ánægður með síldina. Spurður um gæðin, stendur ekki á svari. „Mjög góð. Frábær fiskur. Lítil áta. Stór, góður í flökun, góður í frystingu. Góður í alla staði.“
Hefur vinnslan bara gengið smurt fyrir sig?
„Já, hún er búin að ganga mjög vel svona heilt yfir.“
Benóný segir að verið sé að vinna um það bil 370-380 tonn á sólarhring í síldinni. „Það fer allt í gegnum vinnsluna, afskurðurinn fer svo í bræðsluna.“
Aðspurður um jólasíldina segir hann að hún sé komin í pækil og er hún að verkast. „Við getum orðað það þannig að hún sé í fínu ferli. Í edik pækli næstu 30 dagana og svo fer hún í dósir.“