Loðnuleysi á árinu setur mark sitt á uppsjávarhluta íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Af þessum sökum og líka vegna makrílvertíðar sem fór aldrei á almennilegt flug, hefur minna borist af uppsjávarfiski til vinnslunnar á þessu ári en því síðasta. Í Eyjum líta menn samt björtum augum til upphafs síldarvertíðar fyrir austan land.
„Við erum að fara úr 100 þúsund tonnum í fyrra í líklega 50-55 þúsund tonn á þessu ári. Það var auðvitað engin loðna í vetur en við höfðum kolmunna. Ekkert af honum fer til vinnslu heldur alfarið í mjöl og lýsi,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Kvóti Vinnslustöðvarinnar í kolmunna er 24 þúsund og enn standa út af um 2 þúsund tonn sem stefnt er á að veiða í haust.
Makríllinn endasleppur
„Það skiptir náttúrulega miklu og hefur mikil áhrif að hafa enga loðnu. Makríllinn var síðan eins og hann var. Hann var mjög endasleppur. Veiðarnar gengu ágætlega til að byrja með en svo datt botninn dálítið úr veiðinni. Það sem við veiddum var að megninu til innan íslensku lögsögunnar. Það þarf mikið að hafa fyrir því að sækja makrílinn í Síldarsmuguna og héðan úr Eyjum og þangað er eins og hálfs sólarhrings keyrsla.“
Veiðar á norsk-íslenskri síld eru að hefjast þessa dagana og hafa þrjú uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE, Huginn VE og Sighvatur VE, þegar landað síld. Þegar rætt var við Sindra var verið að taka við þriðja farminum, að þessu sinni úr Sighvati VE. Hvert skipanna kom með um 700 tonn.
Fínasta síld
„Þetta er fín síld. Hefðbundin norsk-íslensk síld, um 380 grömm að meðalþyngd. Hún fer öll í mannvinnslu, það er að segja í heilfrystingu, flökun eða flapsa. Við erum nokkuð bjartsýnir fyrir þessa vertíð þótt þetta sé rétt að fara í gang.“ Þegar Sindri leggur mat á uppsjávarárið það sem af er almanaksárinu segir hann muna gríðarlega um að engin loðna veiddist. Menn hafi svo sem upplifað loðnuleysisár áður en almennt megi segja að þetta sé með lakari uppsjávarveiðiárum mjög lengi. „En hafa ekki alltaf verið sveiflur í þessu?“
Loðnuleysi á árinu setur mark sitt á uppsjávarhluta íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Af þessum sökum og líka vegna makrílvertíðar sem fór aldrei á almennilegt flug, hefur minna borist af uppsjávarfiski til vinnslunnar á þessu ári en því síðasta. Í Eyjum líta menn samt björtum augum til upphafs síldarvertíðar fyrir austan land.
„Við erum að fara úr 100 þúsund tonnum í fyrra í líklega 50-55 þúsund tonn á þessu ári. Það var auðvitað engin loðna í vetur en við höfðum kolmunna. Ekkert af honum fer til vinnslu heldur alfarið í mjöl og lýsi,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Kvóti Vinnslustöðvarinnar í kolmunna er 24 þúsund og enn standa út af um 2 þúsund tonn sem stefnt er á að veiða í haust.
Makríllinn endasleppur
„Það skiptir náttúrulega miklu og hefur mikil áhrif að hafa enga loðnu. Makríllinn var síðan eins og hann var. Hann var mjög endasleppur. Veiðarnar gengu ágætlega til að byrja með en svo datt botninn dálítið úr veiðinni. Það sem við veiddum var að megninu til innan íslensku lögsögunnar. Það þarf mikið að hafa fyrir því að sækja makrílinn í Síldarsmuguna og héðan úr Eyjum og þangað er eins og hálfs sólarhrings keyrsla.“
Veiðar á norsk-íslenskri síld eru að hefjast þessa dagana og hafa þrjú uppsjávarskip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE, Huginn VE og Sighvatur VE, þegar landað síld. Þegar rætt var við Sindra var verið að taka við þriðja farminum, að þessu sinni úr Sighvati VE. Hvert skipanna kom með um 700 tonn.
Fínasta síld
„Þetta er fín síld. Hefðbundin norsk-íslensk síld, um 380 grömm að meðalþyngd. Hún fer öll í mannvinnslu, það er að segja í heilfrystingu, flökun eða flapsa. Við erum nokkuð bjartsýnir fyrir þessa vertíð þótt þetta sé rétt að fara í gang.“ Þegar Sindri leggur mat á uppsjávarárið það sem af er almanaksárinu segir hann muna gríðarlega um að engin loðna veiddist. Menn hafi svo sem upplifað loðnuleysisár áður en almennt megi segja að þetta sé með lakari uppsjávarveiðiárum mjög lengi. „En hafa ekki alltaf verið sveiflur í þessu?“