Davíð Freyr Jónsson hefur haft veg og vanda af nýsköpunarstarfi Royal Iceland og sjálfur hóf hann tilraunaveiðar á grjótkrabba árið 2010. Royal Iceland hefur keypt grjótkrabba til vinnslu af sjómönnum. Á síðasta ári voru keypt tæp 15 tonn og úr þeim urðu um 2,5 tonn að afurðum. Veiðin var þó mun minni en árið 2022 þegar hún var 80 tonn, enda færri sjómenn sem stunduðu krabbaveiðar.

Davíð Freyr segir að síðastliðin þrjú ár hafi Royal Iceland haldið sig til hlés frá veiðunum, þar sem fleiri aðilar hafi sýnt þeim áhuga. Það hafi gefið fyrirtækinu svigrúm til að einbeita sér að þróun vinnslunnar.

Öfug veiðigjöld

„Veiðarnar eru frjálsar og það hefur gengið illa að fá ráðuneytið til að marka einhverja framtíðarsýn í stjórnun þessara veiða. Gildruveiðar eiga sér litla sem enga sögu hér við land. Þekking á veiðum og skipakostur eru því í raun ekki til og hefur það verið stór hindrun við þróun nýtingar á þessari tegund. Til mikils er ætlast af þeim sjómönnum sem eiga að fjárfesta í búnaði og reka skip með tapi á meðan menn ná tökum á veiðunum, þegar meðbyr er enginn né vísbendingar um hvað tekur við þegar og ef þeim tekst að koma fótum undir reksturinn. Eðlilega horfa menn frekar til félagslegra úrræða eins og strandveiða og leitast við að fá auknar heimildir, þar sem flestar stærðir eru þekktar í því tilfelli. Að róa á sömu mið skapar hins vegar engin ný verðmæti eða störf líkt og krabbaveiðar geta gert. Það sem ég óttast mest er að í skugga alkuls á leigumarkaði fyrir veiðiheimildir í bolfiski sem nú er komið til að vera munum við Íslendingar tapa stærstum hluta af smærri útgerðaraðilum okkar sem hafa gert út á ársgrundvelli. Til að sporna gegn þessu þarf matvælaráðuneytið að gera tvennt; marka veiðunum skýra stefnu og gefa þessum útgerðaraðilum fyrirsjáanleika sem er grundvöllur allrar fiskveiðistjórnunar sem þessir aðilar eru hlunnfarnir um. Auk þess væri eðlilegast að þeir nytu öfugra veiðigjalda, þ.e. fengju meðgreiðslu með hverju kílói um eitthvert skeið til að aðstoða þá við þróun um leið tryggja nýtingu á auðlindinni til langframa. Í dag eru krabbaveiðar eins og atvinnuauglýsing þar sem vinnutíminn er langur, launin eru óþekkt og réttindin engin. Eini aðilinn sem getur breytt þessu til betri vegar er ráðherra en við höfum mýmörg dæmi þar sem nýjar tegundir verða að blómlegum atvinnugreinum sé regluverkið hvetjandi,“ segir Davíð Freyr.

Grjótkrabbi er herramannsmatur.
Grjótkrabbi er herramannsmatur.

Aldarfjórðung í íslensku lífríki

Leiddar hafa verið líkur að því að grjótkrabbi, sem er norður[1]amerísk krabbategund, hafi borist hingað til lands með kjölfestuvatni flutningaskips rétt fyrir aldamótin 2000. Pálmi Dungal kafari fann fyrsta fullorðna grjótkrabbann árið 2006 í Hvalfirði. Hann hefur hvergi fundist utan náttúrulegra heim[1]kynna sinna nema hér við Ísland. Nú hefur hann breiðst út um 80% allrar strandlengju Íslands og er í miklu magni á vöktunarsvæðum Náttúru[1]stofu Suðvesturlands og Rannsókna[1]seturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum í Faxaflóa. Árleg vöktun grjótkrabba á vegum þessara aðila leiddi í ljós að grjótkrabba vex ásmegin í íslenskri náttúru og var hann 95% alls afla í gildruveiðum sumarið 2019.

Davíð Freyr Jónsson hefur haft veg og vanda af nýsköpunarstarfi Royal Iceland og sjálfur hóf hann tilraunaveiðar á grjótkrabba árið 2010. Royal Iceland hefur keypt grjótkrabba til vinnslu af sjómönnum. Á síðasta ári voru keypt tæp 15 tonn og úr þeim urðu um 2,5 tonn að afurðum. Veiðin var þó mun minni en árið 2022 þegar hún var 80 tonn, enda færri sjómenn sem stunduðu krabbaveiðar.

Davíð Freyr segir að síðastliðin þrjú ár hafi Royal Iceland haldið sig til hlés frá veiðunum, þar sem fleiri aðilar hafi sýnt þeim áhuga. Það hafi gefið fyrirtækinu svigrúm til að einbeita sér að þróun vinnslunnar.

Öfug veiðigjöld

„Veiðarnar eru frjálsar og það hefur gengið illa að fá ráðuneytið til að marka einhverja framtíðarsýn í stjórnun þessara veiða. Gildruveiðar eiga sér litla sem enga sögu hér við land. Þekking á veiðum og skipakostur eru því í raun ekki til og hefur það verið stór hindrun við þróun nýtingar á þessari tegund. Til mikils er ætlast af þeim sjómönnum sem eiga að fjárfesta í búnaði og reka skip með tapi á meðan menn ná tökum á veiðunum, þegar meðbyr er enginn né vísbendingar um hvað tekur við þegar og ef þeim tekst að koma fótum undir reksturinn. Eðlilega horfa menn frekar til félagslegra úrræða eins og strandveiða og leitast við að fá auknar heimildir, þar sem flestar stærðir eru þekktar í því tilfelli. Að róa á sömu mið skapar hins vegar engin ný verðmæti eða störf líkt og krabbaveiðar geta gert. Það sem ég óttast mest er að í skugga alkuls á leigumarkaði fyrir veiðiheimildir í bolfiski sem nú er komið til að vera munum við Íslendingar tapa stærstum hluta af smærri útgerðaraðilum okkar sem hafa gert út á ársgrundvelli. Til að sporna gegn þessu þarf matvælaráðuneytið að gera tvennt; marka veiðunum skýra stefnu og gefa þessum útgerðaraðilum fyrirsjáanleika sem er grundvöllur allrar fiskveiðistjórnunar sem þessir aðilar eru hlunnfarnir um. Auk þess væri eðlilegast að þeir nytu öfugra veiðigjalda, þ.e. fengju meðgreiðslu með hverju kílói um eitthvert skeið til að aðstoða þá við þróun um leið tryggja nýtingu á auðlindinni til langframa. Í dag eru krabbaveiðar eins og atvinnuauglýsing þar sem vinnutíminn er langur, launin eru óþekkt og réttindin engin. Eini aðilinn sem getur breytt þessu til betri vegar er ráðherra en við höfum mýmörg dæmi þar sem nýjar tegundir verða að blómlegum atvinnugreinum sé regluverkið hvetjandi,“ segir Davíð Freyr.

Grjótkrabbi er herramannsmatur.
Grjótkrabbi er herramannsmatur.

Aldarfjórðung í íslensku lífríki

Leiddar hafa verið líkur að því að grjótkrabbi, sem er norður[1]amerísk krabbategund, hafi borist hingað til lands með kjölfestuvatni flutningaskips rétt fyrir aldamótin 2000. Pálmi Dungal kafari fann fyrsta fullorðna grjótkrabbann árið 2006 í Hvalfirði. Hann hefur hvergi fundist utan náttúrulegra heim[1]kynna sinna nema hér við Ísland. Nú hefur hann breiðst út um 80% allrar strandlengju Íslands og er í miklu magni á vöktunarsvæðum Náttúru[1]stofu Suðvesturlands og Rannsókna[1]seturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum í Faxaflóa. Árleg vöktun grjótkrabba á vegum þessara aðila leiddi í ljós að grjótkrabba vex ásmegin í íslenskri náttúru og var hann 95% alls afla í gildruveiðum sumarið 2019.