Lausfrystibúnaður er þegar til staðar hjá útgerðarfyrirtækinu Ganta í Grindavík þótt annan vinnslubúnað skorti enn. Til skoðunar er að fá verktaka til að hefja vinnslu til reynslu þar til félagið ræður eigið fólk sem hefja á störf eftir áramót.
Rekstrarstjóri uppsjávarfrystihúss Eskju segir mikla ánægju með makrílvertíðina sem nú er að ljúka, bæði með gæði hráefnisins og það að ná að klára kvótann. Stefnt sé að tveimur síldartúrum í næstu viku.
Ný lausn frá iTUB dregur úr plastnotkun, kolefnislosun og kostnaði við flutning á heilum laxi.