Bræðurnir Einar og Jón Gauti Dagbjartssynir gera út handfærabátinn Grindjána GK 169 með góðum árangri. Aflanum landa þeir á fiskmarkaðnum í Grindavík. Þeir skiptast á að róa og í byrjun vikunnar að afloknu hrygningarstoppi fór Jón Gauti við þriðja mann í róður úti fyrir Hópsnesi. Afraksturinn var um 1,8 tonn eftir um sex klukkustundir á veiðum.