Valur Pétursson, skipstjóri á Huldu Björnsdóttur GK, nýjum togara sem smíðaður var fyrir Þorbjörn í Grindavík og gerður er út af Útgerðarfélaginu Ganta ehf., kom til hafnar eftir lengsta túr skipsins til þessa eftir veiðiferð austur fyrir land. Hann segir skipið koma vel út og aflann hafa verið góðan. Enn sé þó verið að fínstilla búnaðinn um borð og áhöfnin að venjast honum.