EFTIR EVU SIGRÚNU GUÐJÓNSDÓTTUR

Við smábátahöfnina á Kársnesi í Kópavogi er að finna fiskvinnsluna Íslenskt sjávarfang. Íslenskt sjávarfang, hér eftir nefnt ÍS, hóf starfsemi sína sem lítið fiskvinnslufyrirtæki sem sinnti eingöngu innanlandsmarkaði. Eftir íslenska efnahagshrunið árið 2008 breyttist starfsemin alfarið í útflutning. Samkvæmt Hannesi Þór Jónssyni, vinnslustjóra og eiganda fiskvinnslunnar, vegnaði fyrirtækinu vel á innanlandsmarkaði.

„Við vorum stærstir á innanlandsmarkaðnum en hörfuðum eftir hrun, það borgaði sig ekki.“

Nú er fyrirtækið meðal stærstu framleiðenda á Íslandi á ferskum fiski og sér um að veita Ameríku, Kanada og Evrópu hið víðfræga íslenska fiskmeti, þorsk, ýsu og ufsa. Starfshópurinn sem sér til þess að áðurnefndar heimsálfur fái að bragða á íslenskum þorski kemur einnig frá ólíkum heimsálfum. Hjá ÍS starfa um 100 manns af átta þjóðernum og þar af eru aðeins þrír Íslendingar. Starfsfólkið kemur meðal annars frá Póllandi, Litháen, Úkraínu, Portúgal, Angóla og Brasilíu.

Samgöngudeilihagkerfi

Alþjóðlegur og duglegur hópur fólks byrjar vinnudaginn snemma, eða klukkan fimm að morgni og lýkur honum rúmlega þrjú. En til þess að auðvelda samgöngur og auka aðgengi hefur ÍS komið á fót samgöngudeilihagkerfi fyrir starfsfólkið. Fyrirtækið sér um að útvega bíla, bensín og bílstjóra til að ferja fólkið sitt til og frá vinnu. Samkvæmt Hannesi eru það bílstjórar á vegum ÍS sem sækja fólk og keyra það til og frá vinnu.

„Það eru allir keyrðir til og frá vinnu – allt á okkar vegum – ef einhver er uppi í Breiðholti þá tekur hann nærumhverfi sitt – einn á bílnum, við sköffum bíl og bensín og greiðum bílstjóranum.“

Þegar blaðamaður leit inn á vinnslustöðina var mikið líf og nóg af fiski að verka. Fólkið í fiskvinnslunni hefur hópað sig niður á borð eftir þjóðernum og nær þannig að hámarka félagslegu þörfina með því að geta spjallað yfir verkefnunum. Samkvæmt Hannesi er starfsaldur hár og starfsánægja mikil. Því þakkar hann meðal annars þeim kjörnum og fjölskyldu[1]engslum sem hafa myndast milli starfsfólks.

Oleg Dolgopolov, læknir í fiskvinnslu

Á úkraínsku stöðinni starfar hinn 52 ára gamli Oleg Dolgopolov sem hóf störf hjá ÍS fyrir tveimur árum. Oleg, sem kemur frá Volochyok í vesturhluta Úkraínu, á glæstan starfsferil að baki sem læknir á bráðamóttöku. Í dag er hann starfsmaður ÍS þar sem hann verkar fisk. Oleg og konan hans flúðu innrásina í Úkraínu til Íslands fyrir tveimur árum en heimsóttu Ísland þó fyrst fyrir 10 árum þegar dóttir þeirra, Alina, flutti til Íslands til að stunda nám. Alina talar reiprennandi íslensku og kom spyrli til aðstoðar sem túlkur. Henni var létt þegar foreldrar hennar settust að á Íslandi enda kvíðvænlegir tímar að baki þar sem hún vissi stundum ekki hvort þau myndu svara henni þann daginn sem hún hringdi.

Oleg Dolgopolov.
Oleg Dolgopolov.

„Það var mjög erfitt fyrir pabba að yfirgefa heimilið sitt og ferilinn sinn en á sama tíma var mikil huggun fyrir hann og mömmu að vera komin á friðsælan stað með fjölskyldunni sinni sem og að vera með öruggt starf.“

Hún lýsir pabba sínum sem lífsglöðum manni sem getur ekki hætt að tala. Kaldhæðnislega segir hún þó að vandinn liggi í tungumálinu – foreldrar hennar geti ekki starfað i heilbrigðisgeiranum vegna tungumálaörðugleika. En móðir Alinu og eiginkona Olegs á einmitt 30 ára feril að baki sem hjartaskurðlæknir í Úkraínu en starfar í dag sem ræstitæknir á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Oleg og kona hans tala ekki ensku og hafa því ekki möguleika á því að starfa sem læknar á Íslandi, allavega ekki enn sem komið. Planið þeirra er að læra íslensku til þess að eiga möguleika á að viðhalda sinni færni og þekkingu á sviði læknavísinda. En hvað finnst vinnslustjóranum Hannesi um það að vera með svo hámenntaðan mann í fiskvinnslustörfum?

„Mér finnst það auðvitað leiðinlegt hans vegna – ég er hins vegar að fá góðan starfsmann – rosalega klár náungi – maður finnur það bara strax – í öllum samskiptum og svona – hann stúderar hlutina sem hann er með í höndunum – hefur gaman af því að laga og hafa hlutina í lagi – það er gaman að vinna með honum.“

Blendnar tilfinningar

Samkvæmt Oleg er úkraínska samfélagið á Íslandi náið og samheldið og einmitt fyrir tilstuðlan þess fékk Oleg starfið hjá ÍS. Stöðuna sá hann auglýsta inni á lokuðum hópi á Facebook sem hefur að geyma úkraínskt fólk, búsett á Íslandi. Spurður út í þau stóru verkefni sem þau hjónin hafa þurft að ganga í gegnum verður Oleg meyr og það er ekki laust við að tár falli. Þær séu blendnar tilfinningarnar sem fylgi því að flýja heimilið sitt, segja upp starfsframa sínum en á sama tíma flytja í öruggt skjól og fá öruggt starf. Hannes hefur þetta að segja:

„Þetta eru svo miklar tilfinningar,“ – hann var orðinn klökkur – „ég spyr mig hvers vegna ég er hér á Íslandi en ekki bara í fremstu víglínu – að keyra sjúkrabíl – er með samviskubit.“

Þau frá Úkraínu sem koma á flótta frá stríðinu – eru flott og duglegt fólk – fólk sem ætlar að standa sig vel – fyrst inn á morgnana og alltaf að – og öll mjög þakklát fyrir að það sé verið að aðstoða þau. Oleg ítrekar þakklæti sitt til íslensku þjóðarinnar, hversu góðar móttökur hann og kona hans hafa fengið frá Íslendingum og jafnframt hjá ÍS en að það sé átakanlegt að þurfa að yfirgefa land sitt og gefa starfsframa sinn upp á bátinn. Oleg sinnir starfi sínu hjá ÍS vel en talar um að hápunktur dagsins sé alltaf að vinnudegi loknum þegar hann fær að hitta barnabörnin sem hann er duglegur að sinna.

Alda

Á portúgölsku starfsstöðinni er að finna Öldu M. Rosarío Cordeiro Jorge sem hóf störf hjá ÍS fyrir 13 árum síðan eða allt frá því að hún flutti til Íslands frá Portúgal. Í Portúgal rak Alda skóverksmiðju til fjölda ára en þurfti að setja í lás vegna krefjandi rekstrarumhverfis. Sú ákvörðun reyndist henni mjög erfið.

Alda M. Rosario Cordeiro Jorge.
Alda M. Rosario Cordeiro Jorge.

„Það var mjög erfitt til að byrja með, en ég áttaði mig á á því að reksturinn var ekki að ganga upp, en það var fljótt að venjast með tímanum. Ég hugsa stundum um að fara aftur til baka, þar sem ég á allar vélarnar enn þá til, en mér finnst sú áhætta ekki þess virði, ég er ánægð með kaup og kjör hjá ÍS.“

Rétt eins og Oleg, átti Alda ættingja hér á Íslandi sem varð til þess að hún fluttist hingað búferlum í von um betra líf. Lýsir Alda þeim góðu móttökum sem hún fékk hér á Íslandi ásamt þeim opnu örmum sem Hannes og félagar hjá ÍS veittu henni. Í dag er Alda hæstánægð í starfi hjá ÍS og talar hún um að skemmtilegast og auðveldast sé að verka þorskinn. Þorskurinn hér á landi sé á pari við þann portúgalska og henti hann sérstaklega vel til matreiðslu á þjóðarréttinum „bacalao“. Ekki komi að sök að starfsfólkið fái fiskinn á góðu verði. Vinnudagarnir líði hratt, þar sem það er nóg af verkefnum og nóg af skemmtilegu fólki til að spjalla við yfir vinnunni. Það sem henni finnst hvað mest heillandi við fyrirtækjamenninguna hjá ÍS er það hve þægilegt andrúmsloft ríkir, ákveðinn „þetta reddast“ bragur yfir hlutunum sem hún telur lýsa Íslendingum ágætlega. Í Portúgal sé töluvert meiri streita og pressa á starfsfólki, þar ríki meiri fjarlægð á milli yfirmanna og undirmanna en tíðkist hér á landi.

Eins og hver önnur vinna

Marzena Leokadia Rutkowska hefur starfað fyrir ÍS í 15 ár og starfar sem yfirmaður fjölda fiskvinnslufólks, enda harðdugleg og reynd að sögn vinnslustjórans. Marzena er á leiðinni í pásu þegar blaðamaður nær stuttu spjalli við hana. Fólkið streymir út af vinnslustöðinni og fær sér kaffi og nesti. Pásan er ekki löng en vel nýtt. Að sögn Marzenu eru verkefni hennar af ýmsum toga. Hún fer fyrir fjölmennasta hópnum hjá ÍS, Pólverjum. Hún er 52 ára og miklar langa vinnudaga sem hefjast snemma á morgnana ekki fyrir sér.

„Þetta er bara eins og hver önnur vinna, maður mætir og sinnir verkefnum sínum og síðan lýkur vinnudeginum.“

Marzena Leokadia Rutkowska.
Marzena Leokadia Rutkowska.

Að sögn Hannesar eru það nýjar áskoranir sem mæta honum daglega sem vinnslustjóra sem gera vinnudagana skemmtilega. Hann telur sig heppinn með sinn fjölbreytta starfshóp sem skapar verðmætin fyrir Íslenskt sjávarfang.

EFTIR EVU SIGRÚNU GUÐJÓNSDÓTTUR

Við smábátahöfnina á Kársnesi í Kópavogi er að finna fiskvinnsluna Íslenskt sjávarfang. Íslenskt sjávarfang, hér eftir nefnt ÍS, hóf starfsemi sína sem lítið fiskvinnslufyrirtæki sem sinnti eingöngu innanlandsmarkaði. Eftir íslenska efnahagshrunið árið 2008 breyttist starfsemin alfarið í útflutning. Samkvæmt Hannesi Þór Jónssyni, vinnslustjóra og eiganda fiskvinnslunnar, vegnaði fyrirtækinu vel á innanlandsmarkaði.

„Við vorum stærstir á innanlandsmarkaðnum en hörfuðum eftir hrun, það borgaði sig ekki.“

Nú er fyrirtækið meðal stærstu framleiðenda á Íslandi á ferskum fiski og sér um að veita Ameríku, Kanada og Evrópu hið víðfræga íslenska fiskmeti, þorsk, ýsu og ufsa. Starfshópurinn sem sér til þess að áðurnefndar heimsálfur fái að bragða á íslenskum þorski kemur einnig frá ólíkum heimsálfum. Hjá ÍS starfa um 100 manns af átta þjóðernum og þar af eru aðeins þrír Íslendingar. Starfsfólkið kemur meðal annars frá Póllandi, Litháen, Úkraínu, Portúgal, Angóla og Brasilíu.

Samgöngudeilihagkerfi

Alþjóðlegur og duglegur hópur fólks byrjar vinnudaginn snemma, eða klukkan fimm að morgni og lýkur honum rúmlega þrjú. En til þess að auðvelda samgöngur og auka aðgengi hefur ÍS komið á fót samgöngudeilihagkerfi fyrir starfsfólkið. Fyrirtækið sér um að útvega bíla, bensín og bílstjóra til að ferja fólkið sitt til og frá vinnu. Samkvæmt Hannesi eru það bílstjórar á vegum ÍS sem sækja fólk og keyra það til og frá vinnu.

„Það eru allir keyrðir til og frá vinnu – allt á okkar vegum – ef einhver er uppi í Breiðholti þá tekur hann nærumhverfi sitt – einn á bílnum, við sköffum bíl og bensín og greiðum bílstjóranum.“

Þegar blaðamaður leit inn á vinnslustöðina var mikið líf og nóg af fiski að verka. Fólkið í fiskvinnslunni hefur hópað sig niður á borð eftir þjóðernum og nær þannig að hámarka félagslegu þörfina með því að geta spjallað yfir verkefnunum. Samkvæmt Hannesi er starfsaldur hár og starfsánægja mikil. Því þakkar hann meðal annars þeim kjörnum og fjölskyldu[1]engslum sem hafa myndast milli starfsfólks.

Oleg Dolgopolov, læknir í fiskvinnslu

Á úkraínsku stöðinni starfar hinn 52 ára gamli Oleg Dolgopolov sem hóf störf hjá ÍS fyrir tveimur árum. Oleg, sem kemur frá Volochyok í vesturhluta Úkraínu, á glæstan starfsferil að baki sem læknir á bráðamóttöku. Í dag er hann starfsmaður ÍS þar sem hann verkar fisk. Oleg og konan hans flúðu innrásina í Úkraínu til Íslands fyrir tveimur árum en heimsóttu Ísland þó fyrst fyrir 10 árum þegar dóttir þeirra, Alina, flutti til Íslands til að stunda nám. Alina talar reiprennandi íslensku og kom spyrli til aðstoðar sem túlkur. Henni var létt þegar foreldrar hennar settust að á Íslandi enda kvíðvænlegir tímar að baki þar sem hún vissi stundum ekki hvort þau myndu svara henni þann daginn sem hún hringdi.

Oleg Dolgopolov.
Oleg Dolgopolov.

„Það var mjög erfitt fyrir pabba að yfirgefa heimilið sitt og ferilinn sinn en á sama tíma var mikil huggun fyrir hann og mömmu að vera komin á friðsælan stað með fjölskyldunni sinni sem og að vera með öruggt starf.“

Hún lýsir pabba sínum sem lífsglöðum manni sem getur ekki hætt að tala. Kaldhæðnislega segir hún þó að vandinn liggi í tungumálinu – foreldrar hennar geti ekki starfað i heilbrigðisgeiranum vegna tungumálaörðugleika. En móðir Alinu og eiginkona Olegs á einmitt 30 ára feril að baki sem hjartaskurðlæknir í Úkraínu en starfar í dag sem ræstitæknir á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Oleg og kona hans tala ekki ensku og hafa því ekki möguleika á því að starfa sem læknar á Íslandi, allavega ekki enn sem komið. Planið þeirra er að læra íslensku til þess að eiga möguleika á að viðhalda sinni færni og þekkingu á sviði læknavísinda. En hvað finnst vinnslustjóranum Hannesi um það að vera með svo hámenntaðan mann í fiskvinnslustörfum?

„Mér finnst það auðvitað leiðinlegt hans vegna – ég er hins vegar að fá góðan starfsmann – rosalega klár náungi – maður finnur það bara strax – í öllum samskiptum og svona – hann stúderar hlutina sem hann er með í höndunum – hefur gaman af því að laga og hafa hlutina í lagi – það er gaman að vinna með honum.“

Blendnar tilfinningar

Samkvæmt Oleg er úkraínska samfélagið á Íslandi náið og samheldið og einmitt fyrir tilstuðlan þess fékk Oleg starfið hjá ÍS. Stöðuna sá hann auglýsta inni á lokuðum hópi á Facebook sem hefur að geyma úkraínskt fólk, búsett á Íslandi. Spurður út í þau stóru verkefni sem þau hjónin hafa þurft að ganga í gegnum verður Oleg meyr og það er ekki laust við að tár falli. Þær séu blendnar tilfinningarnar sem fylgi því að flýja heimilið sitt, segja upp starfsframa sínum en á sama tíma flytja í öruggt skjól og fá öruggt starf. Hannes hefur þetta að segja:

„Þetta eru svo miklar tilfinningar,“ – hann var orðinn klökkur – „ég spyr mig hvers vegna ég er hér á Íslandi en ekki bara í fremstu víglínu – að keyra sjúkrabíl – er með samviskubit.“

Þau frá Úkraínu sem koma á flótta frá stríðinu – eru flott og duglegt fólk – fólk sem ætlar að standa sig vel – fyrst inn á morgnana og alltaf að – og öll mjög þakklát fyrir að það sé verið að aðstoða þau. Oleg ítrekar þakklæti sitt til íslensku þjóðarinnar, hversu góðar móttökur hann og kona hans hafa fengið frá Íslendingum og jafnframt hjá ÍS en að það sé átakanlegt að þurfa að yfirgefa land sitt og gefa starfsframa sinn upp á bátinn. Oleg sinnir starfi sínu hjá ÍS vel en talar um að hápunktur dagsins sé alltaf að vinnudegi loknum þegar hann fær að hitta barnabörnin sem hann er duglegur að sinna.

Alda

Á portúgölsku starfsstöðinni er að finna Öldu M. Rosarío Cordeiro Jorge sem hóf störf hjá ÍS fyrir 13 árum síðan eða allt frá því að hún flutti til Íslands frá Portúgal. Í Portúgal rak Alda skóverksmiðju til fjölda ára en þurfti að setja í lás vegna krefjandi rekstrarumhverfis. Sú ákvörðun reyndist henni mjög erfið.

Alda M. Rosario Cordeiro Jorge.
Alda M. Rosario Cordeiro Jorge.

„Það var mjög erfitt til að byrja með, en ég áttaði mig á á því að reksturinn var ekki að ganga upp, en það var fljótt að venjast með tímanum. Ég hugsa stundum um að fara aftur til baka, þar sem ég á allar vélarnar enn þá til, en mér finnst sú áhætta ekki þess virði, ég er ánægð með kaup og kjör hjá ÍS.“

Rétt eins og Oleg, átti Alda ættingja hér á Íslandi sem varð til þess að hún fluttist hingað búferlum í von um betra líf. Lýsir Alda þeim góðu móttökum sem hún fékk hér á Íslandi ásamt þeim opnu örmum sem Hannes og félagar hjá ÍS veittu henni. Í dag er Alda hæstánægð í starfi hjá ÍS og talar hún um að skemmtilegast og auðveldast sé að verka þorskinn. Þorskurinn hér á landi sé á pari við þann portúgalska og henti hann sérstaklega vel til matreiðslu á þjóðarréttinum „bacalao“. Ekki komi að sök að starfsfólkið fái fiskinn á góðu verði. Vinnudagarnir líði hratt, þar sem það er nóg af verkefnum og nóg af skemmtilegu fólki til að spjalla við yfir vinnunni. Það sem henni finnst hvað mest heillandi við fyrirtækjamenninguna hjá ÍS er það hve þægilegt andrúmsloft ríkir, ákveðinn „þetta reddast“ bragur yfir hlutunum sem hún telur lýsa Íslendingum ágætlega. Í Portúgal sé töluvert meiri streita og pressa á starfsfólki, þar ríki meiri fjarlægð á milli yfirmanna og undirmanna en tíðkist hér á landi.

Eins og hver önnur vinna

Marzena Leokadia Rutkowska hefur starfað fyrir ÍS í 15 ár og starfar sem yfirmaður fjölda fiskvinnslufólks, enda harðdugleg og reynd að sögn vinnslustjórans. Marzena er á leiðinni í pásu þegar blaðamaður nær stuttu spjalli við hana. Fólkið streymir út af vinnslustöðinni og fær sér kaffi og nesti. Pásan er ekki löng en vel nýtt. Að sögn Marzenu eru verkefni hennar af ýmsum toga. Hún fer fyrir fjölmennasta hópnum hjá ÍS, Pólverjum. Hún er 52 ára og miklar langa vinnudaga sem hefjast snemma á morgnana ekki fyrir sér.

„Þetta er bara eins og hver önnur vinna, maður mætir og sinnir verkefnum sínum og síðan lýkur vinnudeginum.“

Marzena Leokadia Rutkowska.
Marzena Leokadia Rutkowska.

Að sögn Hannesar eru það nýjar áskoranir sem mæta honum daglega sem vinnslustjóra sem gera vinnudagana skemmtilega. Hann telur sig heppinn með sinn fjölbreytta starfshóp sem skapar verðmætin fyrir Íslenskt sjávarfang.