Skip Samherja á Akureyri hafa aflað vel á undanförnum vikum, auk þess sem eftirspurn afurða hefur verið góð. Afköstin í vinnsluhúsum félagsins á Dalvík og Akureyri hafa þar af leiðandi verið í hámarki, sem þýðir að mikið hefur mætt á starfsfólki. Frá þessu er sagt á heimasíðu Samherja.

Sjá vinnslulínum fyrir nægu hráefni

Til að nægt hráefni sé til staðar er vinnsla hefst klukkan átta á morgnana, mæta starfsmenn í móttökum húsanna mun fyrr en aðrir starfsmenn. Þeirra hlutverk er að tryggja vinnslulínunum nægt hráefni.

Starfsmenn í móttöku ÚA á Akureyri eru fjórir, tveir þeirra sjá um hausavélarnar og tveir eru á lyfturum. Magnús Páll Steindórsson er á lyftara í móttöku ÚA en hann hefur starfað hjá ÚA í um 35 ár.

Móttaka ÚA í dag, þar hófst vinna klukkan fjögur í nótt. Magnús Páll Steindórsson er á lyftaranum.
Móttaka ÚA í dag, þar hófst vinna klukkan fjögur í nótt. Magnús Páll Steindórsson er á lyftaranum.

Gott hráefni

Við byrjuðum klukkan fjögur í morgun og höfum gert það síðustu daga og mér heyrist menn bara vera sáttir með það. Á árum áður var algengara að móttakan þyrfti að byrja svona snemma, enda er lykilatriði að byggja upp góðan lager fyrir línurnar áður en vinnsla hefst og það tekst í lang flestum tilvikum. Þetta er mátulega stór og góður fiskur sem skipin eru að koma með, sem hefur mikla þýðingu fyrir alla þætti vinnslunnar,“ segir Magnús Páll.

Jónas Björnsson önnum kafinn á hausaravélinni
Jónas Björnsson önnum kafinn á hausaravélinni

Slappar af yfir jólin eftir törnina

„Já já, það er hörku góð stemning í húsinu þegar svona mikið er að gera. Hérna eru margir starfsmenn með langan starfsaldur og þess vegna góða reynslu, sem skiptir auðvitað miklu máli í svona törn. Vinnudeginum lýkur venjulega klukkan fjögur og er vinnudagurinn því tólf klukkustundir hjá okkur í móttökunni. Ég lít á þetta sem skemmtilegt verkefni og svo slappar maður bara af yfir jólin eftir þessa törn. Þetta er sem sagt allt saman í fínasta lagi og bara gaman,“ segir Magnús Páll Steindórsson starfsmaður í móttöku ÚA.

Andrei Hanzin, Jónas Björnsson, Arnic Vincent Mortales Parez, Magnús Páll Steindórsson.
Andrei Hanzin, Jónas Björnsson, Arnic Vincent Mortales Parez, Magnús Páll Steindórsson.