Smíði er hafin á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum Samskipa sem sigla munu á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Stálskurðarathöfn, sem markar formlegt upphaf smíði skipa með því að byrjað er að sníða stál til skipagerðarinnar, fór fram í gærmorgun, 29. febrúar, í Cochin skipasmíðastöðinni í Kochi á Indlandi.

Streymt var frá athöfninni í fjölmennum viðburði í Rotterdam þar sem tímamótunum var fagnað. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars fulltrúar frá Rotterdamhöfn, sem er stærsta höfn Evrópu og ein af stærstu flutningaskipahöfnum heims.

Þegar fyrsta stálið er skorið til smíði nýrra skipa markar það upphafið að skipasmíðinni og er alla jafna fagnað því þá er loks komið að verkinu sjálfu eftir langan undirbúning. Líkja má athöfninni við það þegar hornsteinn bygginga er lagður. Gert er ráð fyrir að smíði skipanna taki tvö ár.

Fyrsta stálið skorið í ný vetnisskip Samskipa á Indlandi.
Fyrsta stálið skorið í ný vetnisskip Samskipa á Indlandi.

„Þau tímamót að smíði skipanna sé nú hafin eftir langt hönnunarferli er Samskipum sérstakt fagnaðarefni. Samskip leggja sig fram um að laga sig að breyttum tímum og áherslum í málum tengdum umhverfi og sjálfbærni og stefna að algjöru kolefnishlutleysi í rekstri sínum. Notkun sjálfbærra orkugjafa er nauðsynlegur áfangi á þeirri leið,“ segir í frétt frá Samskipum .

„Sjálfbærni er samofin kjarnastefnu Samskipa sem hefur markmið sín í þeim efnum að leiðarljósi hvarvetna í starfseminni. Með smíði Seashuttle flutningaskipanna færa Samskip sig í átt að útblásturlausum skipaflutningum, en Samskip hafa sett markið á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Samskip hófu þessa vegferð með skipum sem ganga fyrir náttúrugasi, eða LNG. Á lengri siglingaleiðum, eins og til Íslands, ætla Samskip líka að vera í fararbroddi og stefna að upptöku nýjustu og bestu tækni um leið og hægt er,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.

250.000 tonn af CO2 sparast

Vetnisknúnu flutningaskipin Seashuttle koma til með að flytja vörur milli Noregs og Hollands og verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án mengandi útblásturs. Áætlað er að með notkun vetnisins sparist hjá hvoru skipi útblástur sem nemur um 25.000 tonnum CO2. Þá verða skipin útblásturslaus í viðkomuhöfn með notkun grænnar landorku.

Smíði vetnisknúinna flutningaskipa Samskipa er hluti af brautryðjendaverkefninu Seashuttle. Smíðin er eitt af metnaðarfullum umhverfisverkefnum Samskipa og unnið í samstarfi við græna fjármögnunaráætlun norskra stjórnvalda sem miða að útblásturslausum flutningum með notkun nýrra sjálfbærra tæknilausna.

Hér er hlekkur á myndbandið sem sýnir athöfnina: https://www.youtube.com/watch?v=YmtB3DVvvV0

Smíði er hafin á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum Samskipa sem sigla munu á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Stálskurðarathöfn, sem markar formlegt upphaf smíði skipa með því að byrjað er að sníða stál til skipagerðarinnar, fór fram í gærmorgun, 29. febrúar, í Cochin skipasmíðastöðinni í Kochi á Indlandi.

Streymt var frá athöfninni í fjölmennum viðburði í Rotterdam þar sem tímamótunum var fagnað. Viðstaddir athöfnina voru meðal annars fulltrúar frá Rotterdamhöfn, sem er stærsta höfn Evrópu og ein af stærstu flutningaskipahöfnum heims.

Þegar fyrsta stálið er skorið til smíði nýrra skipa markar það upphafið að skipasmíðinni og er alla jafna fagnað því þá er loks komið að verkinu sjálfu eftir langan undirbúning. Líkja má athöfninni við það þegar hornsteinn bygginga er lagður. Gert er ráð fyrir að smíði skipanna taki tvö ár.

Fyrsta stálið skorið í ný vetnisskip Samskipa á Indlandi.
Fyrsta stálið skorið í ný vetnisskip Samskipa á Indlandi.

„Þau tímamót að smíði skipanna sé nú hafin eftir langt hönnunarferli er Samskipum sérstakt fagnaðarefni. Samskip leggja sig fram um að laga sig að breyttum tímum og áherslum í málum tengdum umhverfi og sjálfbærni og stefna að algjöru kolefnishlutleysi í rekstri sínum. Notkun sjálfbærra orkugjafa er nauðsynlegur áfangi á þeirri leið,“ segir í frétt frá Samskipum .

„Sjálfbærni er samofin kjarnastefnu Samskipa sem hefur markmið sín í þeim efnum að leiðarljósi hvarvetna í starfseminni. Með smíði Seashuttle flutningaskipanna færa Samskip sig í átt að útblásturlausum skipaflutningum, en Samskip hafa sett markið á kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Samskip hófu þessa vegferð með skipum sem ganga fyrir náttúrugasi, eða LNG. Á lengri siglingaleiðum, eins og til Íslands, ætla Samskip líka að vera í fararbroddi og stefna að upptöku nýjustu og bestu tækni um leið og hægt er,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa.

250.000 tonn af CO2 sparast

Vetnisknúnu flutningaskipin Seashuttle koma til með að flytja vörur milli Noregs og Hollands og verða meðal fyrstu gámaflutningaskipa heims á skemmri flutningsleiðum sem ganga á grænu vetni án mengandi útblásturs. Áætlað er að með notkun vetnisins sparist hjá hvoru skipi útblástur sem nemur um 25.000 tonnum CO2. Þá verða skipin útblásturslaus í viðkomuhöfn með notkun grænnar landorku.

Smíði vetnisknúinna flutningaskipa Samskipa er hluti af brautryðjendaverkefninu Seashuttle. Smíðin er eitt af metnaðarfullum umhverfisverkefnum Samskipa og unnið í samstarfi við græna fjármögnunaráætlun norskra stjórnvalda sem miða að útblásturslausum flutningum með notkun nýrra sjálfbærra tæknilausna.

Hér er hlekkur á myndbandið sem sýnir athöfnina: https://www.youtube.com/watch?v=YmtB3DVvvV0