Á málþingi Matís „Hvað verður í matinn“ sem fór fram í Hörpu á föstudaginn hvatti Ólavur Gregersen, sem hefur verið í fararbroddi í ræktun og nýtingu stórþörunga, Íslendinga til að sækja fram á þessu sviði. Frumkvöðullinn færeyski Ólavur Gregersen hefur komið upp stærðarinnar stórþörungarækt í Færeyjum og við strendur Kaliforníu. Fyrirtæki Ólavs, Ocean Rainforest, hefur vakið mikla eftirtekt víða um heim enda gæti stórþörungarækt og verðmætasköpun á því sviði gegnt lykilhlutverki við að skipta út hefðbundnum plastumbúðum og einnig til að stuðla að auknu fæðuöryggi um heim allan með því að nota þörunga í auknum mæli í matvæli og fóður. Stórþörungaræktun hefur auk þess eitt minnsta kolefnissporið í samanburði við aðra matvælaframleiðslu.

Bestu skilyrðin við strendur Íslands og Færeyja

„Við erum í El Dorado hvað varðar tækifæri í þessum heimshluta,“ segir Ólavur og bendir á að bestu skilyrðin til stórþörungaræktar séu einmitt við strendur Íslands og Færeyja. Hér sé kjörhitastig fyrir þessa ræktun og réttu næringarefnin í hafinu.

Norðmenn eru í auknum mæli farnir að huga að tækifærum í stórþörungarækt enda er þetta ört vaxandi geiri sem veltir milljörðum dollara og er spáð enn meiri vexti á næsta áratug. Sífellt fleiri framleiðendur eru farnir nýta hráefni úr stórþörungum í sína framleiðslu, en fyrir utan matvæli og fóður eru stórþörungar meðal annars nýttir í snyrtivörur, umbúðir, næringarefni, textíl, gæludýramat, áburð og fleira. Ólavur segir að Ísland og Færeyjar séu í lykilstöðu til að verða fremst þjóða í þörungarækt, enda eru hér öll réttu skilyrðin fyrir hendi og þekkingin mikil. Þá hefur stórþörungarækt ekki aðeins lítið kolefnisspor heldur hefur ræktunin jákvæð áhrif á viskterfi og líffjölbreytileika hafsins, stórþörungarnar binda kolefni og minnka sýrustig sjávar.

„Uppskölun á stórþörungarækt er lykilatriði í matvælaframleiðslu framtíðar og stórþörungar þurfa að vera í auknum mæli í matvælunum okkar,“ segir Ólavur. Þeir stuðli bæði að aukinni lýðheilsu almennings og dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu.

Á málþingi Matís „Hvað verður í matinn“ sem fór fram í Hörpu á föstudaginn hvatti Ólavur Gregersen, sem hefur verið í fararbroddi í ræktun og nýtingu stórþörunga, Íslendinga til að sækja fram á þessu sviði. Frumkvöðullinn færeyski Ólavur Gregersen hefur komið upp stærðarinnar stórþörungarækt í Færeyjum og við strendur Kaliforníu. Fyrirtæki Ólavs, Ocean Rainforest, hefur vakið mikla eftirtekt víða um heim enda gæti stórþörungarækt og verðmætasköpun á því sviði gegnt lykilhlutverki við að skipta út hefðbundnum plastumbúðum og einnig til að stuðla að auknu fæðuöryggi um heim allan með því að nota þörunga í auknum mæli í matvæli og fóður. Stórþörungaræktun hefur auk þess eitt minnsta kolefnissporið í samanburði við aðra matvælaframleiðslu.

Bestu skilyrðin við strendur Íslands og Færeyja

„Við erum í El Dorado hvað varðar tækifæri í þessum heimshluta,“ segir Ólavur og bendir á að bestu skilyrðin til stórþörungaræktar séu einmitt við strendur Íslands og Færeyja. Hér sé kjörhitastig fyrir þessa ræktun og réttu næringarefnin í hafinu.

Norðmenn eru í auknum mæli farnir að huga að tækifærum í stórþörungarækt enda er þetta ört vaxandi geiri sem veltir milljörðum dollara og er spáð enn meiri vexti á næsta áratug. Sífellt fleiri framleiðendur eru farnir nýta hráefni úr stórþörungum í sína framleiðslu, en fyrir utan matvæli og fóður eru stórþörungar meðal annars nýttir í snyrtivörur, umbúðir, næringarefni, textíl, gæludýramat, áburð og fleira. Ólavur segir að Ísland og Færeyjar séu í lykilstöðu til að verða fremst þjóða í þörungarækt, enda eru hér öll réttu skilyrðin fyrir hendi og þekkingin mikil. Þá hefur stórþörungarækt ekki aðeins lítið kolefnisspor heldur hefur ræktunin jákvæð áhrif á viskterfi og líffjölbreytileika hafsins, stórþörungarnar binda kolefni og minnka sýrustig sjávar.

„Uppskölun á stórþörungarækt er lykilatriði í matvælaframleiðslu framtíðar og stórþörungar þurfa að vera í auknum mæli í matvælunum okkar,“ segir Ólavur. Þeir stuðli bæði að aukinni lýðheilsu almennings og dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu.