„Við ætlum að smíða vél sem getur sprautað hrogn á miklum hraða og við iðnaðaraðstæður,“ segir Saulius Genutis sem ásamt samstarfsmanni sínum, Adrian Frey Rodriguez, fékk 23.250.000 króna styrk úr Matvælasjóði í úthlutun þessa árs.

Verkefni þeirra ber yfirskriftina: Sjálfvirk hrognasprautunarvél fyrir eldislax.

„Nafnið segir nánast allt,“ segir Saulius um viðfangsefnið. Markmiðið sé að sprauta efni með sjálfvirkum hætti í laxahrogn þannig að fiskurinn verði ekki kynþroska og þar með ófrjór.

„Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er að selja hrogn hér á Íslandi hefur verið nokkur ár í rannsóknum sem beinast að því að finna leið til að gera lax ófrjóan. Þeir hafa fundið aðferð sem mætti kalla genablokkeringu á íslensku. Vandamálið er að það tekur heilan dag fyrir manneskju að sprauta þúsund hrogn handvirkt og þau selja milljón hrogn á dag. Það kemur í veg fyrir að þau geti notað þessa aðferð til að selja ófrjóan lax af því að þau eru ekki með vél til að gera þetta,“ útskýrir Saulius.

Þarf að gerast hratt

Að því er Saulius segir hefur Benchmark fengið styrki og þróað fyrrnefnda aðferð sína í nokkur ár ásamt Háskóla Íslands. Á markaðnum sé hins vegar engin græja sem komist nálægt því að geta leyst hið mikilvæga sjálfvirknimál.

Þarna ætla þeir Saulius og Adrian, sem nú hafa stofnað félagið um 10x Lausnir utan um þetta verkefni, að koma til skjalanna.

„Það þarf einhverja græju sem getur tekið mikið magn af hrognum og sundrað og snúið þeim rétt og svo sprautað. Allt þetta þarf að gerast mjög hratt,“ segir Saulius sem kveður þá Adrian þegar hafa hugsað mikið um mögulegar aðferðir og séu komnir með ákveðna hugmynd að lausn.

Þörfin fyrir hendi

„Nú erum við að byrja á að gera prótótýpu. Svo er bara að sjá hvernig gengur með þá frumgerð en styrkurinn er einmitt til að búa til frumgerð af þessari græju,“ segir Saulius.

Takist þeim ætlunarverk sitt má segja að um yrði að ræða byltingarkennda nýjung. „Það er að minnsta kosti þörf fyrir þetta miðað við það sem segir í fréttum,“ segir Saulius og vísar þar vitanlega í kröfur til laxeldis um að fiskurinn sé ófrjór og geti þar af leiðandi ekki blandast náttúrulegum stofnum sleppi hann úr kvíum sínum.

Að sögn Saulius eru nú þegar til nokkrar leiðir til að gera lax ófrjóan. „En þær eru misgóðar og þess vegna eru þær ekki orðnar útbreiddar í iðnaðinum. Þetta á að vera lausnin,“ segir hann.

Fá hrogn frá Benchmark

Þótt þegar liggi fyrir einhverjar teikningar að frumgerð vélarinnar segir Saulius ótímabært að sýna þær opinberlega.

Sem fyrr segir fékk verkefnið rúmlega 23 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Spurður um fjármögnun að öðru leyti segir Saulius þá einnig hafa fengið 20 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Heildarkostnað við verkefnið segir hann áætlaðan 60 milljónir. „Benchmark styður okkur með því að gefa aðgengi að hrognum. Þau verða síðan líka væntanlega fyrst til að nýta vélina.“

Bjartsýnn á árangur

Varðandi tímarammann segir Saulius þá reikna með að frumgerðin verði tilbúin eftir eitt og hálft ár. Eitt til eitt og hálft ár eftir það muni síðan taka þar til endanleg gerð liggi fyrir; vél sem er tilbúin í fjöldaframleiðslu og sölu.

Saulius kveðst bjartsýnn á góðan árangur.

„Þetta er bara verkefni sem þarf að gera. Við Adrian höfum áður unnið saman í að búa til sjálfvirkar hátæknilausnir og samanlagt höfum við alla þá reynslu og þekkingu sem þarf til að leysa flókin sjálfvirknivandamál, þar sem Adrian er vélaverkfræðingur og  ég er rafmagns- og hugbúnaðarverkfræðingur,“ undirstrikar Saulius.

Gæti einnig nýst í laxalúsavarnir og bólusetningar

„Verkefnið felst í að þróa frumgerð af sjálfvirkri hrognasprautunarvél fyrir eldislax til þess að koma í veg fyrir því að hann verði kynþroska. Í kynþroskaferli eldislaxa verða orku- og eðlisbreytingar sem hægja á vaxtarferli fisksins, ýta undir veikindi og dregur úr vexti. Sleppingar úr sjókvíum með geldfisk eykur öryggi erfðablöndunar við villta stofna. Lausnin mun því nýtast hrognaframleiðendum, laxaframleiðendum og samfélaginu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Benchmark Genetics Iceland, sem er leiðandi í heimsframleiðslu á laxahrognum, og hefur nýlega þróað líftæknina við geldingu í samstarfi við Háskóla Íslands. En vélin býður einnig upp á áframhaldandi þróun á laxalúsavörnum og bólusetningum með CRISPR/Cas9.

Meðhöndla þarf hrognið til þess að staðsetja það nákvæmlega fyrir sprautuna. Vélin nýtir svo tölvusjón til að staðsetja stofnfrumu innan hrognsins til sjálfvirkrar sprautunar. Lausnin sameinar því hátækni vélahönnun, hugbúnaðargerð og líftækni.“

Úr samantekt um verkefni Saulius og Adrians.

„Við ætlum að smíða vél sem getur sprautað hrogn á miklum hraða og við iðnaðaraðstæður,“ segir Saulius Genutis sem ásamt samstarfsmanni sínum, Adrian Frey Rodriguez, fékk 23.250.000 króna styrk úr Matvælasjóði í úthlutun þessa árs.

Verkefni þeirra ber yfirskriftina: Sjálfvirk hrognasprautunarvél fyrir eldislax.

„Nafnið segir nánast allt,“ segir Saulius um viðfangsefnið. Markmiðið sé að sprauta efni með sjálfvirkum hætti í laxahrogn þannig að fiskurinn verði ekki kynþroska og þar með ófrjór.

„Benchmark Genetics Iceland, áður Stofnfiskur, sem er að selja hrogn hér á Íslandi hefur verið nokkur ár í rannsóknum sem beinast að því að finna leið til að gera lax ófrjóan. Þeir hafa fundið aðferð sem mætti kalla genablokkeringu á íslensku. Vandamálið er að það tekur heilan dag fyrir manneskju að sprauta þúsund hrogn handvirkt og þau selja milljón hrogn á dag. Það kemur í veg fyrir að þau geti notað þessa aðferð til að selja ófrjóan lax af því að þau eru ekki með vél til að gera þetta,“ útskýrir Saulius.

Þarf að gerast hratt

Að því er Saulius segir hefur Benchmark fengið styrki og þróað fyrrnefnda aðferð sína í nokkur ár ásamt Háskóla Íslands. Á markaðnum sé hins vegar engin græja sem komist nálægt því að geta leyst hið mikilvæga sjálfvirknimál.

Þarna ætla þeir Saulius og Adrian, sem nú hafa stofnað félagið um 10x Lausnir utan um þetta verkefni, að koma til skjalanna.

„Það þarf einhverja græju sem getur tekið mikið magn af hrognum og sundrað og snúið þeim rétt og svo sprautað. Allt þetta þarf að gerast mjög hratt,“ segir Saulius sem kveður þá Adrian þegar hafa hugsað mikið um mögulegar aðferðir og séu komnir með ákveðna hugmynd að lausn.

Þörfin fyrir hendi

„Nú erum við að byrja á að gera prótótýpu. Svo er bara að sjá hvernig gengur með þá frumgerð en styrkurinn er einmitt til að búa til frumgerð af þessari græju,“ segir Saulius.

Takist þeim ætlunarverk sitt má segja að um yrði að ræða byltingarkennda nýjung. „Það er að minnsta kosti þörf fyrir þetta miðað við það sem segir í fréttum,“ segir Saulius og vísar þar vitanlega í kröfur til laxeldis um að fiskurinn sé ófrjór og geti þar af leiðandi ekki blandast náttúrulegum stofnum sleppi hann úr kvíum sínum.

Að sögn Saulius eru nú þegar til nokkrar leiðir til að gera lax ófrjóan. „En þær eru misgóðar og þess vegna eru þær ekki orðnar útbreiddar í iðnaðinum. Þetta á að vera lausnin,“ segir hann.

Fá hrogn frá Benchmark

Þótt þegar liggi fyrir einhverjar teikningar að frumgerð vélarinnar segir Saulius ótímabært að sýna þær opinberlega.

Sem fyrr segir fékk verkefnið rúmlega 23 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Spurður um fjármögnun að öðru leyti segir Saulius þá einnig hafa fengið 20 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís. Heildarkostnað við verkefnið segir hann áætlaðan 60 milljónir. „Benchmark styður okkur með því að gefa aðgengi að hrognum. Þau verða síðan líka væntanlega fyrst til að nýta vélina.“

Bjartsýnn á árangur

Varðandi tímarammann segir Saulius þá reikna með að frumgerðin verði tilbúin eftir eitt og hálft ár. Eitt til eitt og hálft ár eftir það muni síðan taka þar til endanleg gerð liggi fyrir; vél sem er tilbúin í fjöldaframleiðslu og sölu.

Saulius kveðst bjartsýnn á góðan árangur.

„Þetta er bara verkefni sem þarf að gera. Við Adrian höfum áður unnið saman í að búa til sjálfvirkar hátæknilausnir og samanlagt höfum við alla þá reynslu og þekkingu sem þarf til að leysa flókin sjálfvirknivandamál, þar sem Adrian er vélaverkfræðingur og  ég er rafmagns- og hugbúnaðarverkfræðingur,“ undirstrikar Saulius.

Gæti einnig nýst í laxalúsavarnir og bólusetningar

„Verkefnið felst í að þróa frumgerð af sjálfvirkri hrognasprautunarvél fyrir eldislax til þess að koma í veg fyrir því að hann verði kynþroska. Í kynþroskaferli eldislaxa verða orku- og eðlisbreytingar sem hægja á vaxtarferli fisksins, ýta undir veikindi og dregur úr vexti. Sleppingar úr sjókvíum með geldfisk eykur öryggi erfðablöndunar við villta stofna. Lausnin mun því nýtast hrognaframleiðendum, laxaframleiðendum og samfélaginu.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Benchmark Genetics Iceland, sem er leiðandi í heimsframleiðslu á laxahrognum, og hefur nýlega þróað líftæknina við geldingu í samstarfi við Háskóla Íslands. En vélin býður einnig upp á áframhaldandi þróun á laxalúsavörnum og bólusetningum með CRISPR/Cas9.

Meðhöndla þarf hrognið til þess að staðsetja það nákvæmlega fyrir sprautuna. Vélin nýtir svo tölvusjón til að staðsetja stofnfrumu innan hrognsins til sjálfvirkrar sprautunar. Lausnin sameinar því hátækni vélahönnun, hugbúnaðargerð og líftækni.“

Úr samantekt um verkefni Saulius og Adrians.