Haraldur Arnar Einarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, flutti lykilræðu á fjölþjóðlegri ráðstefnu í Noregi um svokallaðar draugaveiðar. Ráðstefnan hófst í Arendal í Noregi síðastliðinn mánudag.

Ræðu sína flutti Haraldur undir liðnum veiðarfæratækni og endurnýting.

„Þetta er ekki bara íslenskt vandamál, þetta er vandamál um allan heim,“ segir Haraldur um vandann sem fylgir því að veiðarfæri tapast á hafi úti.

„Það er mikill fókus á þetta núna og það eru margir að reyna að finna leiðir. Þjóðir hér á Norður-Atlantshafinu eru að ná ágætis árangri í að koma flestum veiðarfærum og veiðarfærahlutum í endurnýtingu í hringrásarkerfi en við eigum  eftir að vinna meira í hvernig við kortleggjum töpuð veiðarfæri,“ segir Haraldur.

Plastið endingargott og allsráðandi

Að sögn Haraldar er megnið af veiðarfærum í dag úr plastefnum. Þau séu sterk og endingargóð, spari mikinn tíma, auki veiðina og minnki hættur við veiðarnar.

„Það er ekkert efni sem keppir við þetta plast en það hefur þá slæmu hlið að endast í náttúrunni í hundruð ára og eyðast mjög lítið, sérstaklega þegar það er í djúpu, ljóslausu og köldu hafi. Það brotnar kannski niður með bakteríum og öðru og fer þá inn í hringrás sem smáagnir og dreifist víða,“ lýsir Haraldur vandanum.

„Hluti af veiðarfærum sem tapast, alls ekki öll, halda áfram að veiða,“ útskýrir Haraldur og nefnir þar með aðalviðfangsefni ráðstefnunnar í Noregi; draugaveiðina. „Í verstu tilfellum geta þau verið að veiða árum saman eftir að þau tapast.“

En fleygt í sjóinn víða um heim

Haraldur segir að fyrir ekki svo löngu síðan hafi verið viðtekin venja að þegar menn voru á leiðinni í land tækju þeir netadræsur og annað drasl saman, settu eitthvað þungt í það og fleygðu í hafið.

„Menn voru bara ekkert að pæla í þessu. Það var heldur engin aðstaða á bryggjum eða höfnum til þess að taka á móti ruslinu og fyrirhöfn að losna við ónýt veiðarfæri. Þannig að þetta var einfaldlega lausnin og er það ennþá víða um heim,“ segir Haraldur.

Þetta sé  þó alls ekki staðan hjá hjá okkur í dag. „Flest öll veiðarfæri eru í góðum ferlum. Veiðarfæragerðir eins og Hampiðjan og Ísfell taka á móti sínum gömlu veiðarfærum og taka þau í sundur og senda áfram til endurnýtingar,“ segir Haraldur sem er í hálfu starfi hjá FAO í verkefnum sem tengjast veiðarfærum.

Aðstoðar þjóðir heims

„Ég er búinn að vera að aðstoða við að forma upplýsingarit fyrir þjóðir heims um hvernig á að minnka veiðar á spendýrum og öðru slíku í veiðarfærum og hef skrifað leiðbeiningarit um merkingar veiðarfæra,“ segir Haraldur.

Netadræsa í fjöru . Mynd/Haraldur Arnar Einarsson
Netadræsa í fjöru . Mynd/Haraldur Arnar Einarsson

Undanfarið hafi hann verði í verkefni sem tengist því að kortleggja töpuð veiðarfæri með könnunum meðal sjómanna um allan heim. Í erindi sínu í Arendal segir Haraldur að rætt sé út frá stöðunni í Norður-Atlantshafinu. Litið sé á hringrásarkerfi á veiðarfærum og hver hafi verið drifkrafturinn í þróun þeirra og hver hann gæti verið í framtíðinni.

„Síðan rýni ég í sjónarmið sjómanna og hvernig sjónarmið fiskneytenda speglast inn í umræðuna. Einnig horfi ég á þá möguleika sem við höfum í að þróa og nota efni í veiðarfæri sem eru sjálfbær inn í hringrásarkerfið.“

Lifum ekki í fullkomnum heimi

Hluta vandans varðandi endurnýtingu í hringrásarkerfi segir Haraldur vera íblöndun margra tegunda plastefna eða jafnvel annarra efna í veiðarfærum.

„Það gerir það mjög erfitt að koma því inn í hringrásarkerfið aftur. Dæmi um það er línan sem við notum hér á Íslandi. Það er nánast útilokað að endurnýta hana,“ segir Haraldur.

Engin lausn sé í sjónmáli nema þá að fara aftur í tímann og nota þá lakari línur. Það vilji menn ekki.

„Þau efni í veiðarfærum sem ekki eru endurnýtanleg enda sum í brennslu til orkunotkunar, sem er í rauninni endurnýting á vissan hátt og alls ekki slæm þó að það sé kannski ekki besti kosturinn,“ segir Haraldur.

Sísti kosturinn, sem eigi sérstaklega við um línu, sé urðun. „Það er þaðan sem okkur langar að komast. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og það verður alltaf eitthvað sem endar í jörðinni.“

Haraldur Arnar Einarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun og Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, flutti lykilræðu á fjölþjóðlegri ráðstefnu í Noregi um svokallaðar draugaveiðar. Ráðstefnan hófst í Arendal í Noregi síðastliðinn mánudag.

Ræðu sína flutti Haraldur undir liðnum veiðarfæratækni og endurnýting.

„Þetta er ekki bara íslenskt vandamál, þetta er vandamál um allan heim,“ segir Haraldur um vandann sem fylgir því að veiðarfæri tapast á hafi úti.

„Það er mikill fókus á þetta núna og það eru margir að reyna að finna leiðir. Þjóðir hér á Norður-Atlantshafinu eru að ná ágætis árangri í að koma flestum veiðarfærum og veiðarfærahlutum í endurnýtingu í hringrásarkerfi en við eigum  eftir að vinna meira í hvernig við kortleggjum töpuð veiðarfæri,“ segir Haraldur.

Plastið endingargott og allsráðandi

Að sögn Haraldar er megnið af veiðarfærum í dag úr plastefnum. Þau séu sterk og endingargóð, spari mikinn tíma, auki veiðina og minnki hættur við veiðarnar.

„Það er ekkert efni sem keppir við þetta plast en það hefur þá slæmu hlið að endast í náttúrunni í hundruð ára og eyðast mjög lítið, sérstaklega þegar það er í djúpu, ljóslausu og köldu hafi. Það brotnar kannski niður með bakteríum og öðru og fer þá inn í hringrás sem smáagnir og dreifist víða,“ lýsir Haraldur vandanum.

„Hluti af veiðarfærum sem tapast, alls ekki öll, halda áfram að veiða,“ útskýrir Haraldur og nefnir þar með aðalviðfangsefni ráðstefnunnar í Noregi; draugaveiðina. „Í verstu tilfellum geta þau verið að veiða árum saman eftir að þau tapast.“

En fleygt í sjóinn víða um heim

Haraldur segir að fyrir ekki svo löngu síðan hafi verið viðtekin venja að þegar menn voru á leiðinni í land tækju þeir netadræsur og annað drasl saman, settu eitthvað þungt í það og fleygðu í hafið.

„Menn voru bara ekkert að pæla í þessu. Það var heldur engin aðstaða á bryggjum eða höfnum til þess að taka á móti ruslinu og fyrirhöfn að losna við ónýt veiðarfæri. Þannig að þetta var einfaldlega lausnin og er það ennþá víða um heim,“ segir Haraldur.

Þetta sé  þó alls ekki staðan hjá hjá okkur í dag. „Flest öll veiðarfæri eru í góðum ferlum. Veiðarfæragerðir eins og Hampiðjan og Ísfell taka á móti sínum gömlu veiðarfærum og taka þau í sundur og senda áfram til endurnýtingar,“ segir Haraldur sem er í hálfu starfi hjá FAO í verkefnum sem tengjast veiðarfærum.

Aðstoðar þjóðir heims

„Ég er búinn að vera að aðstoða við að forma upplýsingarit fyrir þjóðir heims um hvernig á að minnka veiðar á spendýrum og öðru slíku í veiðarfærum og hef skrifað leiðbeiningarit um merkingar veiðarfæra,“ segir Haraldur.

Netadræsa í fjöru . Mynd/Haraldur Arnar Einarsson
Netadræsa í fjöru . Mynd/Haraldur Arnar Einarsson

Undanfarið hafi hann verði í verkefni sem tengist því að kortleggja töpuð veiðarfæri með könnunum meðal sjómanna um allan heim. Í erindi sínu í Arendal segir Haraldur að rætt sé út frá stöðunni í Norður-Atlantshafinu. Litið sé á hringrásarkerfi á veiðarfærum og hver hafi verið drifkrafturinn í þróun þeirra og hver hann gæti verið í framtíðinni.

„Síðan rýni ég í sjónarmið sjómanna og hvernig sjónarmið fiskneytenda speglast inn í umræðuna. Einnig horfi ég á þá möguleika sem við höfum í að þróa og nota efni í veiðarfæri sem eru sjálfbær inn í hringrásarkerfið.“

Lifum ekki í fullkomnum heimi

Hluta vandans varðandi endurnýtingu í hringrásarkerfi segir Haraldur vera íblöndun margra tegunda plastefna eða jafnvel annarra efna í veiðarfærum.

„Það gerir það mjög erfitt að koma því inn í hringrásarkerfið aftur. Dæmi um það er línan sem við notum hér á Íslandi. Það er nánast útilokað að endurnýta hana,“ segir Haraldur.

Engin lausn sé í sjónmáli nema þá að fara aftur í tímann og nota þá lakari línur. Það vilji menn ekki.

„Þau efni í veiðarfærum sem ekki eru endurnýtanleg enda sum í brennslu til orkunotkunar, sem er í rauninni endurnýting á vissan hátt og alls ekki slæm þó að það sé kannski ekki besti kosturinn,“ segir Haraldur.

Sísti kosturinn, sem eigi sérstaklega við um línu, sé urðun. „Það er þaðan sem okkur langar að komast. En við lifum ekki í fullkomnum heimi og það verður alltaf eitthvað sem endar í jörðinni.“