Starfsstöð Matís í Neskaupstað kynnti nýverið nýjan tækjabúnað sem eykur mjög þá þjónustu sem stöðin getur veitt viðskiptavinum sínum. Annars vegar er um að ræða svonefnda PCR-tækni sem notuð er til örverumælinga í fóðri og matvælum og hins vegar HPLC-tæki sem mælir rótamin í mjöli. Tilkoma beggja þessara tækja skiptir miklu máli, ekki síst fyrir uppsjávariðnaðinn.
Rætt er við Dr. Stefán Þór Eysteinsson, forstöðumann starfsstöðvarinnar í Neskaupstað, á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður um helstu verkefni stöðvarinnar og hvaða áhrif hinn nýi tækjabúnaður myndi hafa.
Úr þremur í sjö starfsmenn
„Helstu verkefni stöðvarinnar í Neskaupstað snúa að uppsjávariðnaðinum og eru efna- og örverumælingar í mjöli og lýsi mikilvægasti þátturinn. Hér eru einnig framkvæmdar örveru- og efnamælingar á frystum uppsjávarafurðum og eins þjónustar stöðin Heilbrigðiseftirlit Austurlands og ALCOA-Fjarðaál. Starfsstöðin tekur á móti nánast öllum sýnum frá uppsjávarfyrirtækjum á landinu og á það einnig við um útflutningssýni. Verkefni starfsstöðvarinnar hafa aukist mjög. Við fluttum í nýsköpunar- og skrifstofuklasann Múlann árið 2021 og fyrir þann tíma voru þrír starfsmenn í starfsstöðinni en nú eru þeir sjö talsins. Núverandi húsnæði er miklu betra en það húsnæði sem áður var notast við og skapar meiri möguleika auk þess sem allt vinnuumhverfið í Múlanum er frábært. Nú er húsnæðið algjörlega fullnýtt og aftur orðið heldur þröngt um starfsemina,“ segir Stefán.
Vilja stækka enn frekar við sig
„Matís hefur áhuga á að stækka við sig hér og þá verður unnt að bæta enn frekar við verkefnum. Áformað er að byggja við Múlann og vonast er til að framkvæmdir við stækkunina hefjist í ár. Gert er ráð fyrir að Matís fái þá meira athafnarými og veitir ekki af. Þessi nýju tæki, sem verið var að taka í notkun, breyta miklu. PCR-tækin gera okkur mögulegt að vinna sýni hraðar og betur en áður var unnt. Heildargreiningatími fyrir salmonellu styttist til dæmis úr fjórum sólarhringum í einn og fyrir listeriu úr sex sólarhringum í tvo. Það skiptir miklu máli fyrir viðskiptavinina að sem stystur tími fari í greiningar svo unnt sé að bregðast við sem fyrst ef þörf er á. HPLC-tækið gerir okkur kleift að mæla rótamín í mjöli en rótamín hafa verið notuð til að meta gæði fiskimjöls. Fiskimjölsiðnaðurinn hefur kallað á rótamínmælingar hjá starfsstöðinni í Neskaupstað og nú er orðið við því. Það er okkur mikið ánægjuefni að geta þjónað viðskiptavinum okkar betur en áður og ég er sannfærður um að haldið verður áfram á þeirri braut,” segir Stefán.
Á eftir að breyta heilmiklu
Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar, segir að það sé afar jákvætt að Matís sé að bæta þjónustu sína.
„Samstarfið við Matís hefur alla tíð verið afskaplega gott og starfsstöðin í Neskaupstað hefur þjónað iðnaðinum mjög vel. Þessi nýi tækjabúnaður á eftir að breyta heilmiklu. Það skiptir miklu máli að fá niðurstöður mælinga á mjölinu eins fljótt og mögulegt er þannig að sem fyrst sé hægt að gera viðeigandi ráðstafanir þegar þörf er á. Nú erum við til dæmis að stækka fiskmjölsverksmiðjuna í Neskaupstað mikið og þá verður enn mikilvægara en áður að fá mælinganiðurstöður sem fyrst í hendur,” segir Hafþór.
Starfsstöð Matís í Neskaupstað kynnti nýverið nýjan tækjabúnað sem eykur mjög þá þjónustu sem stöðin getur veitt viðskiptavinum sínum. Annars vegar er um að ræða svonefnda PCR-tækni sem notuð er til örverumælinga í fóðri og matvælum og hins vegar HPLC-tæki sem mælir rótamin í mjöli. Tilkoma beggja þessara tækja skiptir miklu máli, ekki síst fyrir uppsjávariðnaðinn.
Rætt er við Dr. Stefán Þór Eysteinsson, forstöðumann starfsstöðvarinnar í Neskaupstað, á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann spurður um helstu verkefni stöðvarinnar og hvaða áhrif hinn nýi tækjabúnaður myndi hafa.
Úr þremur í sjö starfsmenn
„Helstu verkefni stöðvarinnar í Neskaupstað snúa að uppsjávariðnaðinum og eru efna- og örverumælingar í mjöli og lýsi mikilvægasti þátturinn. Hér eru einnig framkvæmdar örveru- og efnamælingar á frystum uppsjávarafurðum og eins þjónustar stöðin Heilbrigðiseftirlit Austurlands og ALCOA-Fjarðaál. Starfsstöðin tekur á móti nánast öllum sýnum frá uppsjávarfyrirtækjum á landinu og á það einnig við um útflutningssýni. Verkefni starfsstöðvarinnar hafa aukist mjög. Við fluttum í nýsköpunar- og skrifstofuklasann Múlann árið 2021 og fyrir þann tíma voru þrír starfsmenn í starfsstöðinni en nú eru þeir sjö talsins. Núverandi húsnæði er miklu betra en það húsnæði sem áður var notast við og skapar meiri möguleika auk þess sem allt vinnuumhverfið í Múlanum er frábært. Nú er húsnæðið algjörlega fullnýtt og aftur orðið heldur þröngt um starfsemina,“ segir Stefán.
Vilja stækka enn frekar við sig
„Matís hefur áhuga á að stækka við sig hér og þá verður unnt að bæta enn frekar við verkefnum. Áformað er að byggja við Múlann og vonast er til að framkvæmdir við stækkunina hefjist í ár. Gert er ráð fyrir að Matís fái þá meira athafnarými og veitir ekki af. Þessi nýju tæki, sem verið var að taka í notkun, breyta miklu. PCR-tækin gera okkur mögulegt að vinna sýni hraðar og betur en áður var unnt. Heildargreiningatími fyrir salmonellu styttist til dæmis úr fjórum sólarhringum í einn og fyrir listeriu úr sex sólarhringum í tvo. Það skiptir miklu máli fyrir viðskiptavinina að sem stystur tími fari í greiningar svo unnt sé að bregðast við sem fyrst ef þörf er á. HPLC-tækið gerir okkur kleift að mæla rótamín í mjöli en rótamín hafa verið notuð til að meta gæði fiskimjöls. Fiskimjölsiðnaðurinn hefur kallað á rótamínmælingar hjá starfsstöðinni í Neskaupstað og nú er orðið við því. Það er okkur mikið ánægjuefni að geta þjónað viðskiptavinum okkar betur en áður og ég er sannfærður um að haldið verður áfram á þeirri braut,” segir Stefán.
Á eftir að breyta heilmiklu
Hafþór Eiríksson, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar, segir að það sé afar jákvætt að Matís sé að bæta þjónustu sína.
„Samstarfið við Matís hefur alla tíð verið afskaplega gott og starfsstöðin í Neskaupstað hefur þjónað iðnaðinum mjög vel. Þessi nýi tækjabúnaður á eftir að breyta heilmiklu. Það skiptir miklu máli að fá niðurstöður mælinga á mjölinu eins fljótt og mögulegt er þannig að sem fyrst sé hægt að gera viðeigandi ráðstafanir þegar þörf er á. Nú erum við til dæmis að stækka fiskmjölsverksmiðjuna í Neskaupstað mikið og þá verður enn mikilvægara en áður að fá mælinganiðurstöður sem fyrst í hendur,” segir Hafþór.