Það getur borgað sig fyrir fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi að taka þátt í sjávarútvegsýningum sem eru fjölmargar um allan heim á hverju ári. Það er alla vega raunin hjá fjölskyldufyrirtækinu Beiti ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd sem framleiðir línu-, dekkbúnað og netaspil úr ryðfríu stáli svo fátt eitt sé nefnt. Hjónin og eigendurnir Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir reka fyrirtækið ásamt syni þeirra, Jónasi Braga og dætrunum Hrafnhildi og Brynhildi.

Verkefni langt fram á vor

Beitir hefur í gegnum tíðina sótt sjávarútvegssýningunni í Álaborg í Danmörku. Hafsteinn átti ekki heimangengt að þessu sinni og stóð því ekki til að fara á sýninguna. Úr varð samt að Þóra fór utan. Þar tókust kynni við fulltrúa úr samtökum sjómanna og veiðimanna í Grænlandi, KNAPK, sem nú hafa leitt til verkefna fyrir Beiti langt fram á næsta vor.

„Við vissum að við gætum náð góðu sambandi við Grænlendinga og við höfum svo sem alltaf verið í góðum tengslum við þá,“ segir Hafsteinn sem hefur margoft sótt landið heim og hrifist af landi og þjóð.

Þóra náði svo góðum tengslum við grænlenska hópinn suður í Álaborg að hann ákvað að breyta ferðaplönum sínum og koma við í Vogum á Vatnsleysuströnd áður en haldið yrði aftur til Grænlands.

Hafa báta en vantar búnað

„Málin voru rædd fram og til baka og þeir bölvuðu hressilega yfir fiskverðinu hjá sér. Ég hef í mörg ár verið að þvælast í Grænlandi og get ekki séð að fiskverð hafi hækkað neitt undanfarin ár. Smábátasjómenn þar fá ekki nema 7 krónur danskar fyrir kílóið af þorski eða um 140 ÍSK.“

Frá móttöku grænlensku gestanna í smiðju Beitis í Vogum.
Frá móttöku grænlensku gestanna í smiðju Beitis í Vogum.

Smábátaútgerðin í Grænlandi byggist að mestu á einyrkjum á litlum jullum. Heimastjórnin hefur samt verið að kaupa báta, samkvæmt byggðarsjónarmiðum, og deila þeim út til sjómanna og þá vantar búnað í þá. Þar kemur Beitir til skjalanna.

„Við fórum á sýningu í Juleanehab í fyrra eftir að við höfðum selt þangað eitt netaspil. Til þess að gera langa sögu stutta þá seldum við tólf netaspil á sýningunni. Við þurftum að leggja dag við nótt við smíðina,“ segir Hafsteinn.

Grálúða á 2.500 metra dýpi

Hann segir grænlenska smábátaflotann langmest að veiðum innan fjarða þar sem jafnan hafi veiðst vel af grálúðu í net. Svo hafi dregið úr veiðinni á hefðbundnum slóðum þar til menn fóru að reyna fyrir sér á mun meira dýpi, allt að 2.500 metrum.

„Þar var alveg bullandi veiði en þeir gátu bara ekki dregið netin. Þeir voru með dönsk netaspil sem voru ekki með rifflum og þeir höfðu ekki heldur kynnst svokölluðum kúlukarli sem dregur af netaskífunni. Núna voru þeir að panta netaspil frá okkur og það verður verkefni fyrir okkur langt fram á vor að smíða þetta allt,“ segir Hafsteinn.

Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir á góðum degi í Nuuk. Mynd/aðsend.
Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir á góðum degi í Nuuk. Mynd/aðsend.

Hann segir veiðarnar fara fram við það sem flestir myndu kalla mjög krefjandi aðstæður því allt að 60% fjarðanna eru ísilagðir. Grænlendingarnir kippi sér ekkert upp við þetta enda engu öðru vanir. Verstur viðureignar sé glæri ísinn sem sjáist illa í sjónum en hann getur valdið usla keyri bátarnir upp á hann.

Hafsteinn segir að það megi orða það þannig að hér heima eigi allir bíl en í Grænlandi eigi allir bát en engin bíl. Bátaflotinn er því stór á Grænlandi og viðskiptatækifærin sömuleiðis. Veiðar smábátaflotans eru tiltölulega frjálsar og ekkert í líkingu við það sem er á Íslandi.

Það getur borgað sig fyrir fyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi að taka þátt í sjávarútvegsýningum sem eru fjölmargar um allan heim á hverju ári. Það er alla vega raunin hjá fjölskyldufyrirtækinu Beiti ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd sem framleiðir línu-, dekkbúnað og netaspil úr ryðfríu stáli svo fátt eitt sé nefnt. Hjónin og eigendurnir Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir reka fyrirtækið ásamt syni þeirra, Jónasi Braga og dætrunum Hrafnhildi og Brynhildi.

Verkefni langt fram á vor

Beitir hefur í gegnum tíðina sótt sjávarútvegssýningunni í Álaborg í Danmörku. Hafsteinn átti ekki heimangengt að þessu sinni og stóð því ekki til að fara á sýninguna. Úr varð samt að Þóra fór utan. Þar tókust kynni við fulltrúa úr samtökum sjómanna og veiðimanna í Grænlandi, KNAPK, sem nú hafa leitt til verkefna fyrir Beiti langt fram á næsta vor.

„Við vissum að við gætum náð góðu sambandi við Grænlendinga og við höfum svo sem alltaf verið í góðum tengslum við þá,“ segir Hafsteinn sem hefur margoft sótt landið heim og hrifist af landi og þjóð.

Þóra náði svo góðum tengslum við grænlenska hópinn suður í Álaborg að hann ákvað að breyta ferðaplönum sínum og koma við í Vogum á Vatnsleysuströnd áður en haldið yrði aftur til Grænlands.

Hafa báta en vantar búnað

„Málin voru rædd fram og til baka og þeir bölvuðu hressilega yfir fiskverðinu hjá sér. Ég hef í mörg ár verið að þvælast í Grænlandi og get ekki séð að fiskverð hafi hækkað neitt undanfarin ár. Smábátasjómenn þar fá ekki nema 7 krónur danskar fyrir kílóið af þorski eða um 140 ÍSK.“

Frá móttöku grænlensku gestanna í smiðju Beitis í Vogum.
Frá móttöku grænlensku gestanna í smiðju Beitis í Vogum.

Smábátaútgerðin í Grænlandi byggist að mestu á einyrkjum á litlum jullum. Heimastjórnin hefur samt verið að kaupa báta, samkvæmt byggðarsjónarmiðum, og deila þeim út til sjómanna og þá vantar búnað í þá. Þar kemur Beitir til skjalanna.

„Við fórum á sýningu í Juleanehab í fyrra eftir að við höfðum selt þangað eitt netaspil. Til þess að gera langa sögu stutta þá seldum við tólf netaspil á sýningunni. Við þurftum að leggja dag við nótt við smíðina,“ segir Hafsteinn.

Grálúða á 2.500 metra dýpi

Hann segir grænlenska smábátaflotann langmest að veiðum innan fjarða þar sem jafnan hafi veiðst vel af grálúðu í net. Svo hafi dregið úr veiðinni á hefðbundnum slóðum þar til menn fóru að reyna fyrir sér á mun meira dýpi, allt að 2.500 metrum.

„Þar var alveg bullandi veiði en þeir gátu bara ekki dregið netin. Þeir voru með dönsk netaspil sem voru ekki með rifflum og þeir höfðu ekki heldur kynnst svokölluðum kúlukarli sem dregur af netaskífunni. Núna voru þeir að panta netaspil frá okkur og það verður verkefni fyrir okkur langt fram á vor að smíða þetta allt,“ segir Hafsteinn.

Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir á góðum degi í Nuuk. Mynd/aðsend.
Hafsteinn Ólafsson og Þóra Bragadóttir á góðum degi í Nuuk. Mynd/aðsend.

Hann segir veiðarnar fara fram við það sem flestir myndu kalla mjög krefjandi aðstæður því allt að 60% fjarðanna eru ísilagðir. Grænlendingarnir kippi sér ekkert upp við þetta enda engu öðru vanir. Verstur viðureignar sé glæri ísinn sem sjáist illa í sjónum en hann getur valdið usla keyri bátarnir upp á hann.

Hafsteinn segir að það megi orða það þannig að hér heima eigi allir bíl en í Grænlandi eigi allir bát en engin bíl. Bátaflotinn er því stór á Grænlandi og viðskiptatækifærin sömuleiðis. Veiðar smábátaflotans eru tiltölulega frjálsar og ekkert í líkingu við það sem er á Íslandi.