„Við erum stopp í bili. Við erum eina svona framleiðslan á landinu og getum ekki verið annars staðar,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Marine Collagen í Grindavík sem framleiðir gelatín og kollagen úr fiskiroði.
„Ég er að reyna að halda viðskiptavinum góðum og halda okkar viðskiptasamböndum en nú er ég að klára allt sem ég á. Við höfum ekkert unnið síðan 10. nóvember af því að við vorum með sólarhringsframleiðslu,“ segir Erla. Það gagnist ekki rekstri Marine Collagen að fá aðeins að komast á staðinn afmarkaðan fjölda klukkustunda á hverjum degi.
Framleiðslan ónýtt af rýma þarf í skyndi
„Við erum með svo mikið í pípunum og það fellur bara í gólfið ef það er skyndirýming,“ segir Erla sem fór í gær, þriðjudag, til að kanna aðstæður á húsnæði fyrirtækisins í fyrsta sinn síðan gaus við bæinn um miðjan janúar.
„Við erum við hliðina á Stakkavík þannig að við erum við sprungu. Það eru orðnar skemmdir á húsinu hjá okkur og halli kominn á búnað þannig að við getum ekkert haldið áfram eins og er,“ segir Erla.
Horfa á suðvesturhornið
Aðeins nokkrum dögum áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember hafði Marine Collagen fengið samþykkt að fara í nýtt deiliskipulag til þess að geta meira en tvöfaldað núverandi húsnæði.
„Við erum með lagerinn annars staðar og ætluðum að taka hann inn og bara gefa í,“ segir Erla. Nú sé hugað að nýrri staðsetningu. „Við erum mest að horfa á suðvesturhornið. Þar fellur til mest af roðinu sem við notum.“
Erla gagnrýnir takmarkað aðgengi að fyrirtækjum í Grindavík. „Sérstaklega af því að það var talað um að reyna að halda einhverju gangandi til að það haldist líf í bænum og von um hægt verði að byggja upp aftur.“
Veltan hálfur milljarður
Afurðirnar eru seldar til Evrópu, Bandaríkjanna og Asíu. Erla segir um að ræða nýsköpunarfyrirtæki sem hafi þróast og vaxið í þrjú og hálft ár og velti um hálfum milljarði króna.
„Við viljum náttúrlega ekki að þetta glatist og ætlum ekkert að leggja árar í bát en þessi óvissa og bið er ofsalega erfið. Það væri gott að vita hvort þarf að breyta um kúrs því þá bara gerir maður það og heldur áfram.“
„Við erum stopp í bili. Við erum eina svona framleiðslan á landinu og getum ekki verið annars staðar,“ segir Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Marine Collagen í Grindavík sem framleiðir gelatín og kollagen úr fiskiroði.
„Ég er að reyna að halda viðskiptavinum góðum og halda okkar viðskiptasamböndum en nú er ég að klára allt sem ég á. Við höfum ekkert unnið síðan 10. nóvember af því að við vorum með sólarhringsframleiðslu,“ segir Erla. Það gagnist ekki rekstri Marine Collagen að fá aðeins að komast á staðinn afmarkaðan fjölda klukkustunda á hverjum degi.
Framleiðslan ónýtt af rýma þarf í skyndi
„Við erum með svo mikið í pípunum og það fellur bara í gólfið ef það er skyndirýming,“ segir Erla sem fór í gær, þriðjudag, til að kanna aðstæður á húsnæði fyrirtækisins í fyrsta sinn síðan gaus við bæinn um miðjan janúar.
„Við erum við hliðina á Stakkavík þannig að við erum við sprungu. Það eru orðnar skemmdir á húsinu hjá okkur og halli kominn á búnað þannig að við getum ekkert haldið áfram eins og er,“ segir Erla.
Horfa á suðvesturhornið
Aðeins nokkrum dögum áður en Grindavík var rýmd 10. nóvember hafði Marine Collagen fengið samþykkt að fara í nýtt deiliskipulag til þess að geta meira en tvöfaldað núverandi húsnæði.
„Við erum með lagerinn annars staðar og ætluðum að taka hann inn og bara gefa í,“ segir Erla. Nú sé hugað að nýrri staðsetningu. „Við erum mest að horfa á suðvesturhornið. Þar fellur til mest af roðinu sem við notum.“
Erla gagnrýnir takmarkað aðgengi að fyrirtækjum í Grindavík. „Sérstaklega af því að það var talað um að reyna að halda einhverju gangandi til að það haldist líf í bænum og von um hægt verði að byggja upp aftur.“
Veltan hálfur milljarður
Afurðirnar eru seldar til Evrópu, Bandaríkjanna og Asíu. Erla segir um að ræða nýsköpunarfyrirtæki sem hafi þróast og vaxið í þrjú og hálft ár og velti um hálfum milljarði króna.
„Við viljum náttúrlega ekki að þetta glatist og ætlum ekkert að leggja árar í bát en þessi óvissa og bið er ofsalega erfið. Það væri gott að vita hvort þarf að breyta um kúrs því þá bara gerir maður það og heldur áfram.“