„Ef komandi vertíð verður eins og sú síðasta þá leggjast loðnuveiðar nær örugglega niður í einhvern tíma. Útgerðarmenn og sjómenn eru búnir að fá sig fullsadda á erfiðleikum í sambandi við loðnuveiðarnar,” sagði Ingi R. Einarsson, skipstjóri á loðnuskipinu Faxa RE, í , í Fiskifréttum 27. september 1991.
Frystitogarinn Guðmundur í Nesi RE landaði í síðustu viku eftir 33 daga veiðiferð og var aflaverðmætið um 87 milljónir króna. Aflinn var um 480- 490 tonn upp úr sjó, þar af 230 tonn af grálúðu en annar afli var aðallega djúpkarfi og gulllax. Frá þessu sagði í Fiskifréttum 30. nóvember 2007.