„Við viljum reyna skipið á djúpu hafsvæði, en á okkar heimaslóðum, Eystrasalti, er sjór 460 metrar þar sem dýpst er,“ sagði dr. Paavo  Tulkki sem hafði orð fyrir finnsku vísindamönnunum borð er Fiskifréttir skoðuðu skipið.

Flann sagði, að jafnframt hefðu þeir viljað komast í tæri við hafís, en að undanförnu hefur skipið verið fyrir norðan Ísland og á svæðinu milli Íslands og Grænlands.

Aranda er sérstaklega styrkt til siglinga í ís en er þó ekki ísbrjótur. Að sögn skipstjórnarmanna getur skipið aðeins siglt í gegnum hálfs metra þykkan fastan ís en hins vegar er það vel til þess fallið að fylgja ísbrjóti eftir hvert sem vera skal. Aranda leysir af hólmi eldra rannsóknaskip með sama nafni og er eina hafrannsóknaskip Finna sem stundað getur rannsóknir á úthafinu. Það er í eigu finnsku hafrannsóknastofnunarinnar, en auk þess gerir stofnunin út smærri skip sem sinna rannsóknum við strendur Finnlands.

Til Suðurpólsins

Sem áður sagði er Íslandsferð skipsins eins konar æfing fyrir förina til Suðurheimskautsins í nóvember. Ætlunin er að skipið verði fimm mánuði í burtu, þar af tekur siglingin til Suðurpólsins einn mánuð hvora leið og sjálfar rannsóknirnar þrjá mánuði. En hvað eru Finnar að gera til Suðurheimskautsins?

r. Paavo Tulkki (t.h.) og Henrik  Sandler líffræðingur.
r. Paavo Tulkki (t.h.) og Henrik Sandler líffræðingur.

„Þetta er ekki gert í landvinningaskyni af okkar hálfu,“ sagði dr. Paavo Tulkki og brosti, „heldur í þágu rannsókna í friðsamlegum tilgangi.“ Fram kom í máli hans, að þjóðir sem telja sig eiga sneið af þeirri köku sem Suðurskautslandið er, hafi gert með sér sáttmála um rannsóknir á þessu svæði.

Síðan hafi fleiri þjóðir bæst við, þeirra á meðal Finnar, sem ekki séu beinir aðilar að þessum sáttmála en vilji taka þátt í rannsóknastarfinu eigi að síður. Finnar reka vísindastöð á Suðurheimskautslandinu og sömuleiðis Svíar.

Kostaði einn milljarð

Aranda er á stærð við íslenskan skuttogara af lengri gerðinni. Málin eru 59,6 metrar á lengd og 13,8 metrar á breidd. Dýptin er 5 metrar. Brúin er hins vegar há, eða 12 metrar frá sjólínu og 25 metrar upp í efsta loftnet.

Og verð skipsins er nokkru hærra en á meðal skuttogara því það kostaði fullbúið 73 milljónir finnskra marka eða jafnvirði eins milljarðs íslenskra króna. En þetta er heldur ekkert venjulegt skip heldur miklu fremur fljótandi rannsóknarstofur, einar þrettán talsins, fyrir eðlis-, efna og líffræðirannsóknir.

Um sama leyti og Fiskifréttir skoðuðu skipið voru þar vísindamenn frá Hafrannsóknastofnuninni. Sagði Svend-Aage Malmberg haffræðingur, að ekki væri hægt að líkja saman starfsaðstöðunni um borð í þessu skipi og íslenskum rannsóknaskipum, svo miklu fremri væri hún í finnska skipinu, enda væri það splunkunýtt og öllu sérstaklega haganlega fyrir komið.

Fiskifréttir 18. ágúst 1989.
Fiskifréttir 18. ágúst 1989.

Svend-Aage benti þó á, að Aranda væri fyrst og fremst smíðuð fyrir sjórannsóknir og setmælingar en ekki fyrir beinar fiskirannsóknir. Skipið væri ekki búið til veiða með botntrolli en hægt væri að stunda einhverjar tilraunaveiðar á uppsjávarfiski.

Þyrlur og dvergkafbátur

Í máli skipstjórans á Aranda, Pekka Honkanen, kom fram að þrettán manna áhöfn væri á skipinu og rými fyrir 24 vísindamenn að auki, en venjulega yrðu 10-15 vísindamenn um borð í senn.

Eins og nærri má geta eru öll nýjustu tæki um borð í skipinu, þar á meðal eru sex mismunandi tæki til staðarákvörðunar. Þá er um borð eins metra langur dvergkafbátur sem hægt er að senda 300 metra niður, en með honum á að vera hægt að skoða botnlög, skipsflök o.s.frv.

Tvær Wartsilaa aðalvélar knýja skipið og eru þær samtals 4.000 hestöfl. Skipið  er smíðað í Wartsilaa skipasmíðastöðinni í Helsinki. Þyrlupallur er á skipinu og skýli fyrir tvær þyrlur.

Þegar Aranda kemur úr ferðinni til Suðurpólsins bíða hennar verkefni í Eystrasalti við sjórannsóknir ýmiss konar, meðal annars mengunarrannsóknir.