„Veiðin hefur verið ágæt úti af Sandgerði en hefur reyndar var hún farin að minnka nú síðustu dagana og því kominn tími til að taka upp netin og skella sér i sumarfrí,” segir Ásgeir.
Ásgeir var á netaveiðum í vetur en segist hafa orðið var við skötusel í byrjun maí og í framhaldi af því hafi hann farið að tína út eina og eina skötuselstrossu. Það eru tuttugu net í hverri trossu sem Ásgeir leggur en netin eru fjórtán möskva djúp og með ellefu og
hálfs tommu riðil. Netin eru lögð á 45-50 faðma dýpi og látin liggja í sjó í þrjá til fjóra sólarhringa áður en vitjað er um.
Betri skötuveiði en í fyrra
„Meðalaflinn er þetta þrjú til fjögur tonn á viku og það er furðulítið um annan fisk en skötusel í netunum. Það má segja að netin séu alveg hrein hvað meðafla varðar, við erum að fá örfáa þorska í hverja trossu. Skötuselurinn sem við höfum fengið suður af skilunum úti af Stafnesinu er smærri en fiskurinn sem fæst norðar og við Sandgerði. Ég byrjaði á skötuselsveiðum haustið 2004 og hef því ekki mikinn samanburð við fyrri ár en mér finnst veiðin samt betri núna en í fyrra og árið þar á undan. Við reyndum
fyrir okkur í fyrrahaust fyrir vestan, úti af Bervíkinni, og veiðin þar var mjög fín,” segir Ásgeir.
Hann kannast vel við þær fullyrðingar að ýmsar fisktegundir þ.á.m. skötuselur
séu að færa sig norðar með hækkandi hita í sjó en bendir á að þrátt fyrir það sýni aflatölur að minna hafi veiðst af skötusel í kringum Snæfellsnes í ár heldur en í fyrra.
Himinhátt kvótaverð
Maggi Jóns KE er ekki með neinn skötuselskvóta en kaupandi aflans, Verslunarfélagið Ábót, sér honum og þremur öðrum bátum fyrir kvóta. Ásgeir tók sjálfur á leigu þrjátíu tonna skötuselskvóta síðastliðið haust en segir erfitt að fá leigukvóta í dag og að verðið sé mjög hátt.
„Leigan er kominn í 170 krónur sem er tóm steypa og ekki nokkur leið að láta enda ná saman með góðu móti á því verði, þegar maður er að fá um 300 krónur fyrir kílóið sjálfur,” segir Ásgeir.
Um mánaðarmótin maí og júní var Ásgeir og áhöfnin á Magga Jóns KE búin að veiða um tíu tonn af skötusel frá því að þeir byrjuðu um miðjan maí auk þrjátíu tonna sem þeir veiddu síðastliðið haust.
Engin rök fyrir kvótasetningu
Ásgeiri finnst engin rök mæla með því að skötuselur sé kvótasettur. „í fyrsta lagið virðist engin vita neitt um skötuselinn þar sem hann hefur nánast ekkert verið rannsakaður. Þetta gæti allt eins verið eitthvert kvikindi sem er að koma hingað í auknum mæli í skamman tíma vegna hlýnunar í sjó, að minnsta kosti hafa veiðar á
honum verið að aukast. Skötuselskvótinn var til dæmis aukinn um 500 tonn fyrir
nokkrum vikum vegna þess hve mikið veiðist af honum. Við nutum auðvitað einskis af því þar sem við eigum enga aflahlutdeild í skötusel,” segir Ásgeir.
Margir bræludagar í vetur
Ásgeir var inntur eftir netaveiðinni í vetur.
„Við byrjuðum á þorski 20. janúar og veiðin í vetur gekk ágætlega þegar gaf á sjó. Marsmánuður stóð reyndar upp úr þrátt fyrir marga bræludaga en við tókum eitthvað um hundrað tonn af slægðu á vertíðinni. Þorskurinn var líka skárri en í fyrra, bæði
stærri og feitari. Við eigum um tuttugu tonna þorskkvóta en kaupandinn, Fiskþurrkun í Garðinum, útvegaði okkur restina. Það er ekkert vit í að leigja þorskkvóta fyrir 160 krónur kílóið eins og verðið er í dag. Satt best að segja er erfitt að láta enda ná saman þegar maður þarf að leigja nánast allan kvótann. Við erum tveir sem eigum bátinn og erum hreint ekkert á neinum rosalaunum. Ástandið hefur ekki batnað þrátt fyrir að gengið hafi lækkað. Olían rauk bara upp úr öllu valdi í staðinn,” segir Ásgeir
Hilmarsson að lokum.
„Veiðin hefur verið ágæt úti af Sandgerði en hefur reyndar var hún farin að minnka nú síðustu dagana og því kominn tími til að taka upp netin og skella sér i sumarfrí,” segir Ásgeir.
Ásgeir var á netaveiðum í vetur en segist hafa orðið var við skötusel í byrjun maí og í framhaldi af því hafi hann farið að tína út eina og eina skötuselstrossu. Það eru tuttugu net í hverri trossu sem Ásgeir leggur en netin eru fjórtán möskva djúp og með ellefu og
hálfs tommu riðil. Netin eru lögð á 45-50 faðma dýpi og látin liggja í sjó í þrjá til fjóra sólarhringa áður en vitjað er um.
Betri skötuveiði en í fyrra
„Meðalaflinn er þetta þrjú til fjögur tonn á viku og það er furðulítið um annan fisk en skötusel í netunum. Það má segja að netin séu alveg hrein hvað meðafla varðar, við erum að fá örfáa þorska í hverja trossu. Skötuselurinn sem við höfum fengið suður af skilunum úti af Stafnesinu er smærri en fiskurinn sem fæst norðar og við Sandgerði. Ég byrjaði á skötuselsveiðum haustið 2004 og hef því ekki mikinn samanburð við fyrri ár en mér finnst veiðin samt betri núna en í fyrra og árið þar á undan. Við reyndum
fyrir okkur í fyrrahaust fyrir vestan, úti af Bervíkinni, og veiðin þar var mjög fín,” segir Ásgeir.
Hann kannast vel við þær fullyrðingar að ýmsar fisktegundir þ.á.m. skötuselur
séu að færa sig norðar með hækkandi hita í sjó en bendir á að þrátt fyrir það sýni aflatölur að minna hafi veiðst af skötusel í kringum Snæfellsnes í ár heldur en í fyrra.
Himinhátt kvótaverð
Maggi Jóns KE er ekki með neinn skötuselskvóta en kaupandi aflans, Verslunarfélagið Ábót, sér honum og þremur öðrum bátum fyrir kvóta. Ásgeir tók sjálfur á leigu þrjátíu tonna skötuselskvóta síðastliðið haust en segir erfitt að fá leigukvóta í dag og að verðið sé mjög hátt.
„Leigan er kominn í 170 krónur sem er tóm steypa og ekki nokkur leið að láta enda ná saman með góðu móti á því verði, þegar maður er að fá um 300 krónur fyrir kílóið sjálfur,” segir Ásgeir.
Um mánaðarmótin maí og júní var Ásgeir og áhöfnin á Magga Jóns KE búin að veiða um tíu tonn af skötusel frá því að þeir byrjuðu um miðjan maí auk þrjátíu tonna sem þeir veiddu síðastliðið haust.
Engin rök fyrir kvótasetningu
Ásgeiri finnst engin rök mæla með því að skötuselur sé kvótasettur. „í fyrsta lagið virðist engin vita neitt um skötuselinn þar sem hann hefur nánast ekkert verið rannsakaður. Þetta gæti allt eins verið eitthvert kvikindi sem er að koma hingað í auknum mæli í skamman tíma vegna hlýnunar í sjó, að minnsta kosti hafa veiðar á
honum verið að aukast. Skötuselskvótinn var til dæmis aukinn um 500 tonn fyrir
nokkrum vikum vegna þess hve mikið veiðist af honum. Við nutum auðvitað einskis af því þar sem við eigum enga aflahlutdeild í skötusel,” segir Ásgeir.
Margir bræludagar í vetur
Ásgeir var inntur eftir netaveiðinni í vetur.
„Við byrjuðum á þorski 20. janúar og veiðin í vetur gekk ágætlega þegar gaf á sjó. Marsmánuður stóð reyndar upp úr þrátt fyrir marga bræludaga en við tókum eitthvað um hundrað tonn af slægðu á vertíðinni. Þorskurinn var líka skárri en í fyrra, bæði
stærri og feitari. Við eigum um tuttugu tonna þorskkvóta en kaupandinn, Fiskþurrkun í Garðinum, útvegaði okkur restina. Það er ekkert vit í að leigja þorskkvóta fyrir 160 krónur kílóið eins og verðið er í dag. Satt best að segja er erfitt að láta enda ná saman þegar maður þarf að leigja nánast allan kvótann. Við erum tveir sem eigum bátinn og erum hreint ekkert á neinum rosalaunum. Ástandið hefur ekki batnað þrátt fyrir að gengið hafi lækkað. Olían rauk bara upp úr öllu valdi í staðinn,” segir Ásgeir
Hilmarsson að lokum.