Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, varpaði fram þeirri hugmynd að fiskvinnslustöðvarnar fengju kvótana til ráðstöfunar í stað skipanna.
Fiskifréttir leituðu álits nokkurra útvegsmanna og fiskverkenda á þessum ummælum forstjóra SH.
„Fráleitt“
„Þetta er einhver sú mesta ósvífni sem sett hefur verið fram í garð útgerðar í langan tíma,“ sagði Valdimar Bragason útgerðarstjóri á Dalvík.
„Ég tel alveg fráleitt að gera útgerðina að viðhengi við fiskvinnsluna. Þegar menn gefa sér sem forsendu að fiskvinnslan eigi að stjórna fiskveiðunum, þá hlýtur það jafnframt að vera markmið að borga sem allra minnst fyrir fiskinn. Það leiðir ekki til hagkvæmni og framfara í þessari atvinnugrein.“
En hvað með það sjónarmið að útvegsmönnum og sjómönnum séu afhentar auðlindir sjávarins án þess að nokkrar skyldur fylgi með?
„Útgerðarmenn og sjómenn hafa sýnt að þeim er fyllilega treystandi fyrir þessari auðlind. Upphafið að þessum umræðum er sala á gámafiski á erlendan markað, en menn verða að gæta að því að sá fiskur sem þannig er fluttur út er innan við 5% af heildaraflanum og þar af hefur vinnslan sjálf, eða eigendur báta sem jafnframt eiga fiskvinnslufyrirtæki, átt verulegan hluta.“
„Tímabært“
„Þessi ummæli Friðriks Pálssonar eru algjörlega tímabær og það hefur ekki verið annað þarfara sagt í langan tíma,“ sagði Soffanías Cecilsson í Grundarfirði, formaður Sambands fiskvinnslustöðvanna.
„Ef sú skipan mála sem Friðrik leggur til, það er að segja kvóti á fiskvinnslustöðvar, væri í gildi, sætum við Grundfirðingar ekki eftir með sárt ennið núna, þótt við hefðum misst togarann úr plássinu. Við þurfum ekki skip til viðbótar – við þurfum meiri afla á skipin sem fyrir eru, þau liggja hér bundin allt upp í sjö mánuði á ári,“ sagði Soffanías Cecilsson.
Þá sagði Soffanías rétt hjá Friðriki að núverandi fyrirkomulag nálgaðist það að Bretinn væri kominn inn í landhelgina aftur.
„Íslenskur útgerðarmaður sem ætti kvóta gæti farið til Bretlands og fengið þar skip fjármagnað af Bretum, mannað það íslenskri og breskri áhöfn til helminga, og borgað greiðasemina með fiski úr íslenskri landhelgi. Fiskurinn er auðlind sem öll þjóðin á. Það er algjör lágmarkskrafa að henni sé skipt til helminga milli fiskvinnslu og sjómanna.“
„Ekki framkvæmanlegt“
„Ég held að Friðrik hafi sett þetta fram til þess að skapa umræðu, og án þess að deila á hann, þá sé ég ekki að þessar hugmyndir um kvóta á fiskvinnslustöðvar séu framkvæmanlegar,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hraðfrystihúss Þórkötlustaða hf. í Grindavík, en hann rekur bæði útgerð og fiskvinnslu.
„Við höfum smjörþefinn af þessu hérna fyrir sunnan. Eldeyjarrækjunni er skipt milli rækjustöðvanna hérna á þennan hátt. Þetta hefur ekki lukkast vel og verið eilíft ósamkomulag milli báta og stöðva. Með því að fiskvinnslustöðvar hefðu kvótana gætu þær dregið greiðslur til útgerðar og sjómanna og hagað sér eins og þeim sýndist.“
„Kvótann burt“
„Ég er yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins og vil að það verði afnumið, en meðan við erum með kvótann á annað borð væri ekki óeðlilegt að hann skiptist milli fiskvinnslu og útgerðar,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri, en hann flutti á síðasta Fiskiþingi tillögu í þessa átt, en hún náði ekki fram að ganga.
„Ég tel að fiskstofnarnir þoli það að kvótakerfið verði afnumið. Það á að leita leiða til þess að flýta fyrir afnámi kvótans og ef sú hugmynd að færa hluta hans til fiskvinnslustöðvanna getur stuðlað að lausn vandans, þá er ég fylgjandi því.“
Leggjumst ekki á fjórar fætur
„Þú getur skilað því til Friðriks að hann þurfi ekkert að láta sjá sig hér í Vestmannaeyjum næsta árið. Hér er mikið um einkaútgerðir og þessi ummæli hans féllu vægast sagt í mjög grýttan jarðveg,“ sagði Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Bergur-Huginn sf. í Vestmannaeyjum.
„Við erum ekki tilbúnir til þess að Ieggjast á fjórar fætur fyrir fiskvinnslustöðvunum og spyrjast fyrir um, hvort við megum fá kvóta. Við erum ekki neinir þjónustuaðilar fyrir frystihúsin, það er út í hött. Við myndum ekki einu sinni taka þátt í viðræðum um vona hugmyndir. Við erum ósköp sáttir við kvótakerfið eins og það er nú, þótt við vildum náttúrlega fá meiri þorsk í okkar hlut.“
Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, varpaði fram þeirri hugmynd að fiskvinnslustöðvarnar fengju kvótana til ráðstöfunar í stað skipanna.
Fiskifréttir leituðu álits nokkurra útvegsmanna og fiskverkenda á þessum ummælum forstjóra SH.
„Fráleitt“
„Þetta er einhver sú mesta ósvífni sem sett hefur verið fram í garð útgerðar í langan tíma,“ sagði Valdimar Bragason útgerðarstjóri á Dalvík.
„Ég tel alveg fráleitt að gera útgerðina að viðhengi við fiskvinnsluna. Þegar menn gefa sér sem forsendu að fiskvinnslan eigi að stjórna fiskveiðunum, þá hlýtur það jafnframt að vera markmið að borga sem allra minnst fyrir fiskinn. Það leiðir ekki til hagkvæmni og framfara í þessari atvinnugrein.“
En hvað með það sjónarmið að útvegsmönnum og sjómönnum séu afhentar auðlindir sjávarins án þess að nokkrar skyldur fylgi með?
„Útgerðarmenn og sjómenn hafa sýnt að þeim er fyllilega treystandi fyrir þessari auðlind. Upphafið að þessum umræðum er sala á gámafiski á erlendan markað, en menn verða að gæta að því að sá fiskur sem þannig er fluttur út er innan við 5% af heildaraflanum og þar af hefur vinnslan sjálf, eða eigendur báta sem jafnframt eiga fiskvinnslufyrirtæki, átt verulegan hluta.“
„Tímabært“
„Þessi ummæli Friðriks Pálssonar eru algjörlega tímabær og það hefur ekki verið annað þarfara sagt í langan tíma,“ sagði Soffanías Cecilsson í Grundarfirði, formaður Sambands fiskvinnslustöðvanna.
„Ef sú skipan mála sem Friðrik leggur til, það er að segja kvóti á fiskvinnslustöðvar, væri í gildi, sætum við Grundfirðingar ekki eftir með sárt ennið núna, þótt við hefðum misst togarann úr plássinu. Við þurfum ekki skip til viðbótar – við þurfum meiri afla á skipin sem fyrir eru, þau liggja hér bundin allt upp í sjö mánuði á ári,“ sagði Soffanías Cecilsson.
Þá sagði Soffanías rétt hjá Friðriki að núverandi fyrirkomulag nálgaðist það að Bretinn væri kominn inn í landhelgina aftur.
„Íslenskur útgerðarmaður sem ætti kvóta gæti farið til Bretlands og fengið þar skip fjármagnað af Bretum, mannað það íslenskri og breskri áhöfn til helminga, og borgað greiðasemina með fiski úr íslenskri landhelgi. Fiskurinn er auðlind sem öll þjóðin á. Það er algjör lágmarkskrafa að henni sé skipt til helminga milli fiskvinnslu og sjómanna.“
„Ekki framkvæmanlegt“
„Ég held að Friðrik hafi sett þetta fram til þess að skapa umræðu, og án þess að deila á hann, þá sé ég ekki að þessar hugmyndir um kvóta á fiskvinnslustöðvar séu framkvæmanlegar,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hraðfrystihúss Þórkötlustaða hf. í Grindavík, en hann rekur bæði útgerð og fiskvinnslu.
„Við höfum smjörþefinn af þessu hérna fyrir sunnan. Eldeyjarrækjunni er skipt milli rækjustöðvanna hérna á þennan hátt. Þetta hefur ekki lukkast vel og verið eilíft ósamkomulag milli báta og stöðva. Með því að fiskvinnslustöðvar hefðu kvótana gætu þær dregið greiðslur til útgerðar og sjómanna og hagað sér eins og þeim sýndist.“
„Kvótann burt“
„Ég er yfirlýstur andstæðingur kvótakerfisins og vil að það verði afnumið, en meðan við erum með kvótann á annað borð væri ekki óeðlilegt að hann skiptist milli fiskvinnslu og útgerðar,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri, en hann flutti á síðasta Fiskiþingi tillögu í þessa átt, en hún náði ekki fram að ganga.
„Ég tel að fiskstofnarnir þoli það að kvótakerfið verði afnumið. Það á að leita leiða til þess að flýta fyrir afnámi kvótans og ef sú hugmynd að færa hluta hans til fiskvinnslustöðvanna getur stuðlað að lausn vandans, þá er ég fylgjandi því.“
Leggjumst ekki á fjórar fætur
„Þú getur skilað því til Friðriks að hann þurfi ekkert að láta sjá sig hér í Vestmannaeyjum næsta árið. Hér er mikið um einkaútgerðir og þessi ummæli hans féllu vægast sagt í mjög grýttan jarðveg,“ sagði Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Bergur-Huginn sf. í Vestmannaeyjum.
„Við erum ekki tilbúnir til þess að Ieggjast á fjórar fætur fyrir fiskvinnslustöðvunum og spyrjast fyrir um, hvort við megum fá kvóta. Við erum ekki neinir þjónustuaðilar fyrir frystihúsin, það er út í hött. Við myndum ekki einu sinni taka þátt í viðræðum um vona hugmyndir. Við erum ósköp sáttir við kvótakerfið eins og það er nú, þótt við vildum náttúrlega fá meiri þorsk í okkar hlut.“