Benda grásleppukarlarnir á að hrognkelsi úr netum séu yfirleitt ósködduð eftir allt að fjórar nætur og því sé hægt að sleppa þeim lifandi í sjóinn aftur ef þau slæðast í þorskanet.
Í mörgum tilfellum gildi hið sama um hrognkelsi úr trolli og dragnót. Með því að koma með aflann að landi séu þessir sjómenn hins vegar að keppa við grásleppukarla á sama tíma og hrognamarkaðurinn sé í djúpri lægð.
Umkvartanir í þessa veru komust í hámæli snemma á síðasta ári og þá sendi Fiskistofa út viðvörun til þeirra skipa sem landað höfðu yfir 500 kílóum af grásleppu hver úr þorskanetum í janúar og febrúar.
Alls fengu nálægt 30 skip viðvörunarbréf, þar af tveir togarar sem landað höfðu tveimur tonnum hvor af grásleppu, en algengt var að viðkomandi bátar væru með frá hálfu og upp í eitt og hálft tonn af grásleppu á þessu tímabili.
Í bréfi Fiskistofu var vísað til lagaákvæða þess efnis að allar veiðar á grásleppu væru bannaðar öðrum en þeim sem hefðu til þess tilskilin leyfi. Brot á þessu lagaákvæði gæti leitt til veiðileyfissviptingar og kæru til lögreglu. Jafnframt var vísað til þess að þeir sem kæmu með ólöglegan afla að landi yrðu að greiða sérstakt gjald.
Í bréfinu voru viðkomandi útgerðir hvattar til þess að haga veiðum þannig að grásleppuafli yrði í lágmarki. Fylgst yrði með viðkomandi bátum og gripið til aðgerða ef ástæða þætti til.
Lögfræðilega snúið mál og spurning um líf og dauða
Sigurjón Aðalsteinsson á Fiskistofu tjáði Fiskifréttum að viðbrögðin við bréfunum í fyrra hefðu verið hörð. Viðkomandi útgerðarmenn hefðu fullyrt að grásleppan kæmi í þennan stóra riðil hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Þeir gætu ekki keypt aflaheimildir fyrir þessum meðafla og bannað væri samkvæmt lögum að kasta afla fyrir borð. Því væri eina færa leiðin að koma með aflann að landi. Auk þess væru skiptar skoðanir um það hvort hrognkelsin væru lifandi eða dauð þegar þau væru komin um borð í bátana.
„Þetta mál er lögfræðilega séð mjög snúið því samkvæmt núgildandi lögum er bannað henda fiski nema um sé að ræða lifandi smáfisk sem veiddur er á króka. Fiskur veiddur í net eða önnur veiðarfæri á allur að koma að landi,“ sagði Sigurjón.
Fiskistofa er nú að taka saman upplýsingar um það hversu mikil grásleppa hafi komið sem meðafli á þorskveiðum það sem af er þessu ári. Að því loknu verður tekið afstaða til þess hvort gripið verði til einhverra aðgerða.
Jafnræðis ekki gætt
Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda lýsti í samtali við Fiskifréttir yfir óánægju sinni með það, að Fiskistofa skyldi ekki hafa sektað þá sem landað hefðu grásleppu án þess að hafa grásleppuveiðileyfi. Þar með hefði ekki verið gætt jafnræðis við verndun atvinnuréttar veiðiréttarhafa.
Að sögn Arnar nam seldur grásleppuafli á fiskmörkuðunum frá áramótum til 20. mars síðastliðinn um 73 tonnum á móti 60 tonnum á sama tímabili í fyrra. Aukningin væri 21 prósent milli ára og gæfi vísbendingu um að þessar ólöglegu veiðar færu síst minnkandi.
Fram kom í máli Arnar að fyrir þinglok hefði legið fyrir Alþingi frumvarp Gísla S. Einarssonar um breytingu á fiskveiðistjórnarlögunum þar sem bannað væri að koma með grásleppu sem meðafla að landi. Ekki hefði hins vegar tekist að ljúka málinu í sjávarútvegsnefnd að þessu sinniþ
Benda grásleppukarlarnir á að hrognkelsi úr netum séu yfirleitt ósködduð eftir allt að fjórar nætur og því sé hægt að sleppa þeim lifandi í sjóinn aftur ef þau slæðast í þorskanet.
Í mörgum tilfellum gildi hið sama um hrognkelsi úr trolli og dragnót. Með því að koma með aflann að landi séu þessir sjómenn hins vegar að keppa við grásleppukarla á sama tíma og hrognamarkaðurinn sé í djúpri lægð.
Umkvartanir í þessa veru komust í hámæli snemma á síðasta ári og þá sendi Fiskistofa út viðvörun til þeirra skipa sem landað höfðu yfir 500 kílóum af grásleppu hver úr þorskanetum í janúar og febrúar.
Alls fengu nálægt 30 skip viðvörunarbréf, þar af tveir togarar sem landað höfðu tveimur tonnum hvor af grásleppu, en algengt var að viðkomandi bátar væru með frá hálfu og upp í eitt og hálft tonn af grásleppu á þessu tímabili.
Í bréfi Fiskistofu var vísað til lagaákvæða þess efnis að allar veiðar á grásleppu væru bannaðar öðrum en þeim sem hefðu til þess tilskilin leyfi. Brot á þessu lagaákvæði gæti leitt til veiðileyfissviptingar og kæru til lögreglu. Jafnframt var vísað til þess að þeir sem kæmu með ólöglegan afla að landi yrðu að greiða sérstakt gjald.
Í bréfinu voru viðkomandi útgerðir hvattar til þess að haga veiðum þannig að grásleppuafli yrði í lágmarki. Fylgst yrði með viðkomandi bátum og gripið til aðgerða ef ástæða þætti til.
Lögfræðilega snúið mál og spurning um líf og dauða
Sigurjón Aðalsteinsson á Fiskistofu tjáði Fiskifréttum að viðbrögðin við bréfunum í fyrra hefðu verið hörð. Viðkomandi útgerðarmenn hefðu fullyrt að grásleppan kæmi í þennan stóra riðil hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. Þeir gætu ekki keypt aflaheimildir fyrir þessum meðafla og bannað væri samkvæmt lögum að kasta afla fyrir borð. Því væri eina færa leiðin að koma með aflann að landi. Auk þess væru skiptar skoðanir um það hvort hrognkelsin væru lifandi eða dauð þegar þau væru komin um borð í bátana.
„Þetta mál er lögfræðilega séð mjög snúið því samkvæmt núgildandi lögum er bannað henda fiski nema um sé að ræða lifandi smáfisk sem veiddur er á króka. Fiskur veiddur í net eða önnur veiðarfæri á allur að koma að landi,“ sagði Sigurjón.
Fiskistofa er nú að taka saman upplýsingar um það hversu mikil grásleppa hafi komið sem meðafli á þorskveiðum það sem af er þessu ári. Að því loknu verður tekið afstaða til þess hvort gripið verði til einhverra aðgerða.
Jafnræðis ekki gætt
Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda lýsti í samtali við Fiskifréttir yfir óánægju sinni með það, að Fiskistofa skyldi ekki hafa sektað þá sem landað hefðu grásleppu án þess að hafa grásleppuveiðileyfi. Þar með hefði ekki verið gætt jafnræðis við verndun atvinnuréttar veiðiréttarhafa.
Að sögn Arnar nam seldur grásleppuafli á fiskmörkuðunum frá áramótum til 20. mars síðastliðinn um 73 tonnum á móti 60 tonnum á sama tímabili í fyrra. Aukningin væri 21 prósent milli ára og gæfi vísbendingu um að þessar ólöglegu veiðar færu síst minnkandi.
Fram kom í máli Arnar að fyrir þinglok hefði legið fyrir Alþingi frumvarp Gísla S. Einarssonar um breytingu á fiskveiðistjórnarlögunum þar sem bannað væri að koma með grásleppu sem meðafla að landi. Ekki hefði hins vegar tekist að ljúka málinu í sjávarútvegsnefnd að þessu sinniþ