„Helstu tækifærin sem fólk sér í umhverfinu á staðnum liggja annars vegar í matvælaframleiðslu bæði til sjávar og sveita og hins vegar í ferðaþjónustu og svo í þeirri tengingu sem þar er á milli,” sagði Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Austurlands ehf., í samtali við Fiskifréttir.
„Forathugun á veiðum og vinnslu á lifandi leturhumri hófst á árinu 2004 og margt jákvætt kom fram í henni. Útflutningur á lifandi humri er dýr leið til að koma afurðinni á markað en menn fá líka borgað ríflega fyrir það, verðið getur þrefaldast. Við ætlum okkur að komast að því hvort sá ávinningur sé meiri en kostnaðurinn við að geyma og dreifa lifandi humri,” sagði Ari.
Í upphafi stóðu að þessu verkefni Frumkvöðlasetrið, Skinney-Þinganes, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og nemendur frá Tækniháskóla Íslands. Hafrannsóknastofnun og Sæplast hafa síðan bæst í hópinn. AVS-sjóðurinn hefur styrkt verkefnið fjárhagslega.
Halda þarf humrinum lifandi í hálft ár
Humarverkefnið hófst á ný um áramótin. Ætlunin er að prófa bæði togveiðar og veiðar í gildrur á humarvertíðinni með tilliti til þess að humrinum verði haldið lifandi. Jafnframt er ráðgert að yfirfæra þekkingu erlendis frá á því að geyma humarinn lifandi í landi á svokölluðum humarhótelum áður en hann er fluttur á markaðinn.
„Við ætlum að kanna alla þætti frá því humarinn er veiddur í Breiðamerkurdýpi og þar til hann er kominn lifandi til kaupenda við Miðjarðarhafið. Ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að geyma humarinn um ákveðinn tíma er sú að aðalmarkaðurinn fyrir lifandi humar er um jól og páska en aðalveiðitíminn hér er yfir sumarmánuðina. Við þurfum því að halda humrinum lifandi í allt að hálft ár eftir að hann veiðist,” sagði Ari.
Hver humar með sitt herbergi
Í humarhótelinu á hver humar sitt herbergi eða hólf öllu heldur þar sem hann liggur í sjóbaði þar til hann verður „tékkaður út” þegar að útflutningi kemur. Honum er komið í dvala en við það hægist á líkamsstarfseminni, svo mikið að ekki þarf að fóðra hann á meðan á dvölinni stendur. Hins vegar þarf að hugsa vel um hann og hreinsa reglulega út ammóníak í hólfinu hans og hleypa inn nýju súrefni.
Þrátt fyrir að humarinn liggi í dvala um lengri eða skemmri tíma eiga gæðin ekki að tapast. Ari sagði að ráðgert væri að setja upp tilraunavinnslu sem gæti afkastað einu tonni af lifandi humri. Hann gat þess jafnframt að humarhótel gæti orðið eins stórt og veiðistofn humarsins leyfði ef þessi leið reyndist vera hagkvæm og einhverjir vildu ráðast í það verkefni í framtíðinni.
„Stærsta humarhótelið sem ég þekki er inni í landi í Kanada. Það getur hýst um 3 þúsund tonn af lifandi humri sem er um tvöfaldur íslenski humarkvótinn!” sagði Ari.
Þarf að kanna málið
Fyrr í vetur kom fram í fréttum mat manna á því að ekki borgaði sig að flytja út lifandi humar frá íslandi. Ari sagði að slíkar fullyrðingar byggðust ekki á neinum viðhlítandi rannsóknum.
„Menn mega ekki gefa sér niðurstöðuna fyrir fram og ef auðvelt væri að flytja út lifandi humar þá væru menn að gera það og ekkert sérstakt tilraunaverkefni í gangi um málið. Þetta hefur ekki verið skoðað fyrir humarinn okkar og mér finnst að menn megi ekki sleppa því tækifæri að kanna málið. Fyrr er ekki hægt að fá úr þessu skorið. Á sama tíma byggja menn upp þekkingu varðandi vinnslu og dreifingu á lifandi sjávarafurðum. Á sínum tíma var allur humar slitinn um borð og honum landað þannig til vinnslu. Ég tók þátt í verkefni þar sem verið var að kanna hagkvæmni þess að landa heilum humri og vinna hann þannig til útflutnings. Menn höfðu ekki trú á þessari nýbreytni fyrst í stað en innan tíu ára voru flest allir farnir að landa humrinum heilum. Útflutningur á lifandi humri er langtímaverkefni og við skulum bíða og sjá til hvað setur,” sagði Ari
Humarinn er okkar sérstaða
Sjávarútvegur og ferðaþjónusta virðast í fljótu bragði vera tvær atvinnugreinar sem lítið eiga sameiginlegt. Ari sagði það vera á miklum misskilningi byggt. Ferðaþjónustan styddist mjög við sjávarútveginn og sérkenni hans á hverjum stað.
„Lífið við höfnina dregur ferðamenn að. Humarinn er okkar sérstaða. Fjöldi manns kemur
til Hafnar á humarhátíð okkar á sumrin og ferðaþjónustan nýtur góðs af. Þá skarta veitingastaðir hér í bænum humrinum á matseðlum sínum við flest tækifæri. Ef okkur tekst að koma hér á fót útflutningi á lifandi sjávardýrum eins og humri er ég sannfærður um að Höfn verður ennþá áhugaverðari viðkomustaður í augum margra,” sagði Ari Þorsteinsson.
„Helstu tækifærin sem fólk sér í umhverfinu á staðnum liggja annars vegar í matvælaframleiðslu bæði til sjávar og sveita og hins vegar í ferðaþjónustu og svo í þeirri tengingu sem þar er á milli,” sagði Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Austurlands ehf., í samtali við Fiskifréttir.
„Forathugun á veiðum og vinnslu á lifandi leturhumri hófst á árinu 2004 og margt jákvætt kom fram í henni. Útflutningur á lifandi humri er dýr leið til að koma afurðinni á markað en menn fá líka borgað ríflega fyrir það, verðið getur þrefaldast. Við ætlum okkur að komast að því hvort sá ávinningur sé meiri en kostnaðurinn við að geyma og dreifa lifandi humri,” sagði Ari.
Í upphafi stóðu að þessu verkefni Frumkvöðlasetrið, Skinney-Þinganes, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og nemendur frá Tækniháskóla Íslands. Hafrannsóknastofnun og Sæplast hafa síðan bæst í hópinn. AVS-sjóðurinn hefur styrkt verkefnið fjárhagslega.
Halda þarf humrinum lifandi í hálft ár
Humarverkefnið hófst á ný um áramótin. Ætlunin er að prófa bæði togveiðar og veiðar í gildrur á humarvertíðinni með tilliti til þess að humrinum verði haldið lifandi. Jafnframt er ráðgert að yfirfæra þekkingu erlendis frá á því að geyma humarinn lifandi í landi á svokölluðum humarhótelum áður en hann er fluttur á markaðinn.
„Við ætlum að kanna alla þætti frá því humarinn er veiddur í Breiðamerkurdýpi og þar til hann er kominn lifandi til kaupenda við Miðjarðarhafið. Ástæðan fyrir því að nauðsynlegt er að geyma humarinn um ákveðinn tíma er sú að aðalmarkaðurinn fyrir lifandi humar er um jól og páska en aðalveiðitíminn hér er yfir sumarmánuðina. Við þurfum því að halda humrinum lifandi í allt að hálft ár eftir að hann veiðist,” sagði Ari.
Hver humar með sitt herbergi
Í humarhótelinu á hver humar sitt herbergi eða hólf öllu heldur þar sem hann liggur í sjóbaði þar til hann verður „tékkaður út” þegar að útflutningi kemur. Honum er komið í dvala en við það hægist á líkamsstarfseminni, svo mikið að ekki þarf að fóðra hann á meðan á dvölinni stendur. Hins vegar þarf að hugsa vel um hann og hreinsa reglulega út ammóníak í hólfinu hans og hleypa inn nýju súrefni.
Þrátt fyrir að humarinn liggi í dvala um lengri eða skemmri tíma eiga gæðin ekki að tapast. Ari sagði að ráðgert væri að setja upp tilraunavinnslu sem gæti afkastað einu tonni af lifandi humri. Hann gat þess jafnframt að humarhótel gæti orðið eins stórt og veiðistofn humarsins leyfði ef þessi leið reyndist vera hagkvæm og einhverjir vildu ráðast í það verkefni í framtíðinni.
„Stærsta humarhótelið sem ég þekki er inni í landi í Kanada. Það getur hýst um 3 þúsund tonn af lifandi humri sem er um tvöfaldur íslenski humarkvótinn!” sagði Ari.
Þarf að kanna málið
Fyrr í vetur kom fram í fréttum mat manna á því að ekki borgaði sig að flytja út lifandi humar frá íslandi. Ari sagði að slíkar fullyrðingar byggðust ekki á neinum viðhlítandi rannsóknum.
„Menn mega ekki gefa sér niðurstöðuna fyrir fram og ef auðvelt væri að flytja út lifandi humar þá væru menn að gera það og ekkert sérstakt tilraunaverkefni í gangi um málið. Þetta hefur ekki verið skoðað fyrir humarinn okkar og mér finnst að menn megi ekki sleppa því tækifæri að kanna málið. Fyrr er ekki hægt að fá úr þessu skorið. Á sama tíma byggja menn upp þekkingu varðandi vinnslu og dreifingu á lifandi sjávarafurðum. Á sínum tíma var allur humar slitinn um borð og honum landað þannig til vinnslu. Ég tók þátt í verkefni þar sem verið var að kanna hagkvæmni þess að landa heilum humri og vinna hann þannig til útflutnings. Menn höfðu ekki trú á þessari nýbreytni fyrst í stað en innan tíu ára voru flest allir farnir að landa humrinum heilum. Útflutningur á lifandi humri er langtímaverkefni og við skulum bíða og sjá til hvað setur,” sagði Ari
Humarinn er okkar sérstaða
Sjávarútvegur og ferðaþjónusta virðast í fljótu bragði vera tvær atvinnugreinar sem lítið eiga sameiginlegt. Ari sagði það vera á miklum misskilningi byggt. Ferðaþjónustan styddist mjög við sjávarútveginn og sérkenni hans á hverjum stað.
„Lífið við höfnina dregur ferðamenn að. Humarinn er okkar sérstaða. Fjöldi manns kemur
til Hafnar á humarhátíð okkar á sumrin og ferðaþjónustan nýtur góðs af. Þá skarta veitingastaðir hér í bænum humrinum á matseðlum sínum við flest tækifæri. Ef okkur tekst að koma hér á fót útflutningi á lifandi sjávardýrum eins og humri er ég sannfærður um að Höfn verður ennþá áhugaverðari viðkomustaður í augum margra,” sagði Ari Þorsteinsson.