Tólf ára fór Alda Agnes Gylfadóttir að vinna í saltfiski á Ólafsfirði. Átján ára lauk hún námi sem fiskiðnaðarmaður og síðar prófi í viðskiptalögfræði. Hún var tæp sex ár á frystitogurum og starfaði lengi í bankakerfinu. Síðustu tólf árin hefur hún verið hjá Einhamri Seafood í Grindavík og er þar framkvæmdastjóri. Alda er í skemmtilegu viðtali í jólablaði Fiskifrétta.