Hér er gömul mynd úr safninu af Eymari Einarssyni sjómanni á Akranesi með ógnvænlega vel tenntan og gapandi skötusel sem kom í netin á Ebba AK. Eymar gerir sitt besta til að ná svipbrigðunum og tekst það bara nokkuð vel.