LS er með til skoðunar að kæra setningu laga um kvóta á grásleppuveiðar. Þetta hafði RÚV eftir Arthur Bogasyni formanni LS. Hann segir að frumvarpið hafi einungis fengið tvær umræður í stað þriggja sem er tilskilið.

„Það er um hreina eignaupptöku að ræða á veiðarfærum og tækjum til grásleppuveiða. Og svo eru ansi margir búnir að hafa samband eftir að þeir gerðu sér það ljóst að þessi viðmiðunartími, sem Alþingi ákvað á seinustu stundu að breyta, er með þeim hætti að margir sem héldu að þeir gætu ornað sé við góðan kvóta þeir eru jafnvel bara að fá niður í núll,“ sagði formaðurinn.