Þann 5. desember 1985 var Landssamband smábátaeigenda stofnað. Samtökin eru því 39 ára í dag. Í tilefni af því er smá upprifjun á vef LS. Þar segir að við stofnun hafi afli smábáta verið um 20 þúsund tonn. Á síðasta fiskveiðiári veiddu smábátar hins vegar 78 þúsund tonn sem skilaði 29,9 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð.
Fyrsta janúar 1991 voru allir smábátar 6 brúttólestir og stærri kvótasettir, 950 bátar alls. Aðrir smábátar, 1.100 talsins, fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta þar sem hlutdeild þeirra var 2,18% – krókabátar.
Fyrsta september 2024 var aflahlutdeild krókabáta í þorski 17,5%. Til viðbótar kemur afli strandveiðibáta á síðastliðnu sumri sem var 11.885 tonn. Alls voru smábátar því með 22,9% af heildarþorskafla fiskveiðiársins 2023/2024.