Grænlenski togarinn Tasermiut hefur verið í Reykjavíkurhöfn að undanförnu en fyrir helgi var verið að hífa veiðarfæri um borð í skipið. Áður hét togarinn Tuukkaq og var gerður út af Royal Greenland. Vorið 2023 keypti Brim hf. skipið og var það tekið í slipp á Akureyri, fékk nafnið Þerney RE 3 og stóð til að gera það út á óhefðbundnar veiðar. Bann við botnvörpuveiðum úti af Norðvesturlandi sem átti að draga úr líkum á meðafla djúpkarfa og sett var haustið 2023, varð til þess að Brim seldi skipið strax aftur til Grænlands í lok síðasta árs.