Laxaréttakeppnin Salmond fór fram í annað sinn á laugardaginn var. Keppnin dregur nafn sitt af Hammond orgelhátíðinni sem haldin hefur verið á Djúpavogi um árabil og fór einnig fram um helgina.
Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var Berglind Einarsdóttir sem rekur matarvagn á Djúpavogi og umsvifamikla ferðaþjónustu í kringum skemmtiferðaskipin sem hleypa fólki í land í þorpinu.
Berglind segir keppnina vera mjög skemmtilega og áhugavert að hafa hana samtímis Hammondhátíðinni. „Mér fannst þetta mjög gott framtak hjá Búlandstindi,“ segir hún en það eru fiskvinnslufyrirtækið Búlandstindur og fiskeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sem standa fyrir Salmond keppninni.
Krækiberjagrafinn sporður
Leiðarljósið í keppninni segir Berglind annars vegar hafa verið að nýta allan fiskinn og hins vegar að nota sem mest af hráefnum úr heimabyggð.
„Ég var með þrjá litla rétti sem ég hugsaði sem pinnamat eða forrétti,“ segir Berglind. Meðal þess sem hún gerði var að djúpsteikja roð tvisvar og nota í staðinn fyrir snittubrauð, nota bæði innmat og haus í laxamús, krækiberjagrafa sporðinn og léttgrilla hnakkana með gasi.
Hélt að Milena myndi vinna
Meðal annarra hráefna hjá Berglindi voru Lefever-sósa og sinnep sem framleitt er á Djúpavogi, salt frá Hafsalti, krækiber og krækiberjasaft og fíflahunang sem kona ein á Djúpavogi býr til.
„Laxinn er spennandi hráefni og hann er mjög góður sem verið er að vinna hér,“ segir Berglind sem kveðst ekki hafa átt von á að bera sigur úr býtum. Keppnin hafi verið hörð og margir spennandi réttir á boðstólum.
„Það var ótrúlega margt fólk og við fengum allar mjög góð viðbrögð. Ég hélt að hún Milena Gutowska sem vann í fyrra myndi hafa þetta því hún er matartæknir frá Póllandi og var með ofboðslega flotta og fallega rétti og faglega í allri framsetningu. Ég held að ég hafi unnið á því að ég nýtti allan fiskinn,“ segir Berglind.
Orgelgestir á laxakeppni
Ágústa Margrét Arnardóttir, sem skipulagði hátíðina og var mannauðsstjóri hjá Búlandstindi og Ice Fish Farm í þrjú ár, segir ávallt allt iða af lífi á Djúpavogi í kringum Hammondhátíðina og það hafi skilað sér í laxakeppnina. „Það voru jafn margir heimamenn og aðkomufólk á keppninni,“ segir hún um aðsóknina.
Ágústa segir að hjá Búlandstindi hafi lengi verið löngun til þess að opna dyr Búlandstinds og fiskeldisins fyrir fólki og kynna starfsemina á einhvern skemmtilegan hátt. Keppnin hafi vakið mikla hrifningu.
„Þeir sem reka fimm stjörnu veitingahús hér fyrir austan áttu ekki orð yfir hvernig Berglindi datt þetta í hug. Allir voru sammála um að þetta var nýsköpun og fullnýting heimsmælikvarða,“ segir Ágústa um framlag sigurvegarans.
Stærri keppni á næsta ári
Að sögn Ágústu má bóka að keppnin verði haldin aftur að ári. „Þetta verður miklu stærra. Við erum strax komin í samtöl við matreiðslufólk og aðra sem eru orðnir áhugasamir.“
Ágústa kveður frásagnir af keppninni mundu eiga skilið að rata í fréttir erlendis. „Ég held að þetta sé eina laxamatreiðslukeppnin sem haldin er. Hugmyndin er fengin úr saltfiskkeppni sem Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, var fenginn til að vera dómari í fyrir tveimur árum.“
Að sögn Ágústu bjóða allir veitingastaðirnir á svæðinu upp á lax frá Búlandstindi og Ice Fish Farm. „Hér er matreiðslufólkið á veitingastöðunum alltaf að hugsa um að fullnýta og nota ferskasta hráefnið beint frá bændum, bátum og fiskeldinu. Bæði þeir sem eru í rekstri og íbúarnir hér eru mjög ánægðir og stoltir af hráefninu.“
Áhugi á fiskeldinu
Ágústa segir að í Berufirði, skammt frá þorpinu í Djúpavogi, séu tvö fiskeldi. Þar nærri leggi skemmtiferðaskip við akkeri og skjóti fólki í þúsundatali í land í léttabátum. Þetta fólk rati í hendurnar á Berglindi sem reki ferðaþjónustu sem býður ferðir með leiðsögumönnum úr röðum heimafólks.
„Ég hef heyrt að þetta fólk sem kemur í land í gönguferðir sé mjög áhugasamt um fiskeldið og atvinnulífið í kringum það. Það er kannski ekki síst þess vegna sem Berglind tók þátt í keppninni, hana langar að geta boðið upp á matarupplifun á litlum smakkbitum,“ segir Ágústa og vísar til þess að Berglind rekur matarvagninn sem áður er nefndur.
„Hér er búinn að vera þvílíkur vöxtur af því að við erum með fiskeldið hér. Við erum með atvinnu fyrir miklu fleira fólk,“ segir Ágústa um stöðu atvinnumála á Djúpavogi.
Sérfræðingar í eigin þorpi
„Þegar Vísir fór héðan fyrir sjö eða átta árum voru um 25 starfsmenn í Búlandstindi. Í dag er þetta alltaf á bilinu 70 til 80 manns. Það er út af laxinum. Svo eru allir sem vinna í laxeldinu sjálfu og síðan afleiddu störfin. Meira að segja ferðaþjónustan getur nýtt sér þetta og tvinnað inn. Ferðamennirnir vilja vita á hverjum við lifum og hvernig við förum að öllu,“ segir Ágústa.
Berglind segir að þrátt fyrir mikinn fjölda ráði heimamenn við að taka á móti gestunum í skemmtiferðaskipunum. „Það voru yfir átta hundruð ferðir í fyrra en það verður ekki eins
mikið í sumar,“ segir hún. Allir leiðsögumennirnir séu heimafólk.
„Þegar þetta var að byrja vildu ferðaskrifstofurnar flytja inn leiðsögumenn frá Reykjavík. og ég sagði bara nei við því. Við erum kannski ekki sérfræðingar í jarðfræði eða náttúrufræði en við erum sérfræðingar í okkar þorpi, það tekur það enginn frá okkur,“ segir Berglind.
Umdeilanalegur áhugi á kvótakerfinu
Ferðamennirnir hafa að sögn Berglindar fyrst og fremst áhuga á högum íbúanna á Djúpavogi. Þótt ferðirnar sé að hluta byggðar á fyrirfram skrifuðu handriti fá leiðsögumennirnir einnig lausan tauminn með sína hópa.
„Maðurinn minn til dæmis er á strandveiðum og hann bendir á trilluna sína. Hann heldur að fólk hafi áhuga á kvótakerfinu en við hin efumst nú stórlega um það,“ segir Berglind og hlær. „En af því að hann hefur svo mikinn áhuga á þessu þá hrífur hann fólk með sér.“
Af sigurmatseðli Berglindar
- Laxamús (laxahaus, bein og afskurður) vafin í reyktan lax með Beru-mæjó-sósu, steinselju og pikluðum Lefever-pipar.
- Krækiberja og Hafsaltgrafinn laxasporður á laufabrauði með sólberja-fíflahunangs-Lefeversinnepssósu og pikkluðum Lefever-radísum.
- Marineraðir laxahnakkará djúpsteiktu laxaroði með sítrónusósu
Laxaréttakeppnin Salmond fór fram í annað sinn á laugardaginn var. Keppnin dregur nafn sitt af Hammond orgelhátíðinni sem haldin hefur verið á Djúpavogi um árabil og fór einnig fram um helgina.
Sigurvegari keppninnar að þessu sinni var Berglind Einarsdóttir sem rekur matarvagn á Djúpavogi og umsvifamikla ferðaþjónustu í kringum skemmtiferðaskipin sem hleypa fólki í land í þorpinu.
Berglind segir keppnina vera mjög skemmtilega og áhugavert að hafa hana samtímis Hammondhátíðinni. „Mér fannst þetta mjög gott framtak hjá Búlandstindi,“ segir hún en það eru fiskvinnslufyrirtækið Búlandstindur og fiskeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sem standa fyrir Salmond keppninni.
Krækiberjagrafinn sporður
Leiðarljósið í keppninni segir Berglind annars vegar hafa verið að nýta allan fiskinn og hins vegar að nota sem mest af hráefnum úr heimabyggð.
„Ég var með þrjá litla rétti sem ég hugsaði sem pinnamat eða forrétti,“ segir Berglind. Meðal þess sem hún gerði var að djúpsteikja roð tvisvar og nota í staðinn fyrir snittubrauð, nota bæði innmat og haus í laxamús, krækiberjagrafa sporðinn og léttgrilla hnakkana með gasi.
Hélt að Milena myndi vinna
Meðal annarra hráefna hjá Berglindi voru Lefever-sósa og sinnep sem framleitt er á Djúpavogi, salt frá Hafsalti, krækiber og krækiberjasaft og fíflahunang sem kona ein á Djúpavogi býr til.
„Laxinn er spennandi hráefni og hann er mjög góður sem verið er að vinna hér,“ segir Berglind sem kveðst ekki hafa átt von á að bera sigur úr býtum. Keppnin hafi verið hörð og margir spennandi réttir á boðstólum.
„Það var ótrúlega margt fólk og við fengum allar mjög góð viðbrögð. Ég hélt að hún Milena Gutowska sem vann í fyrra myndi hafa þetta því hún er matartæknir frá Póllandi og var með ofboðslega flotta og fallega rétti og faglega í allri framsetningu. Ég held að ég hafi unnið á því að ég nýtti allan fiskinn,“ segir Berglind.
Orgelgestir á laxakeppni
Ágústa Margrét Arnardóttir, sem skipulagði hátíðina og var mannauðsstjóri hjá Búlandstindi og Ice Fish Farm í þrjú ár, segir ávallt allt iða af lífi á Djúpavogi í kringum Hammondhátíðina og það hafi skilað sér í laxakeppnina. „Það voru jafn margir heimamenn og aðkomufólk á keppninni,“ segir hún um aðsóknina.
Ágústa segir að hjá Búlandstindi hafi lengi verið löngun til þess að opna dyr Búlandstinds og fiskeldisins fyrir fólki og kynna starfsemina á einhvern skemmtilegan hátt. Keppnin hafi vakið mikla hrifningu.
„Þeir sem reka fimm stjörnu veitingahús hér fyrir austan áttu ekki orð yfir hvernig Berglindi datt þetta í hug. Allir voru sammála um að þetta var nýsköpun og fullnýting heimsmælikvarða,“ segir Ágústa um framlag sigurvegarans.
Stærri keppni á næsta ári
Að sögn Ágústu má bóka að keppnin verði haldin aftur að ári. „Þetta verður miklu stærra. Við erum strax komin í samtöl við matreiðslufólk og aðra sem eru orðnir áhugasamir.“
Ágústa kveður frásagnir af keppninni mundu eiga skilið að rata í fréttir erlendis. „Ég held að þetta sé eina laxamatreiðslukeppnin sem haldin er. Hugmyndin er fengin úr saltfiskkeppni sem Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, var fenginn til að vera dómari í fyrir tveimur árum.“
Að sögn Ágústu bjóða allir veitingastaðirnir á svæðinu upp á lax frá Búlandstindi og Ice Fish Farm. „Hér er matreiðslufólkið á veitingastöðunum alltaf að hugsa um að fullnýta og nota ferskasta hráefnið beint frá bændum, bátum og fiskeldinu. Bæði þeir sem eru í rekstri og íbúarnir hér eru mjög ánægðir og stoltir af hráefninu.“
Áhugi á fiskeldinu
Ágústa segir að í Berufirði, skammt frá þorpinu í Djúpavogi, séu tvö fiskeldi. Þar nærri leggi skemmtiferðaskip við akkeri og skjóti fólki í þúsundatali í land í léttabátum. Þetta fólk rati í hendurnar á Berglindi sem reki ferðaþjónustu sem býður ferðir með leiðsögumönnum úr röðum heimafólks.
„Ég hef heyrt að þetta fólk sem kemur í land í gönguferðir sé mjög áhugasamt um fiskeldið og atvinnulífið í kringum það. Það er kannski ekki síst þess vegna sem Berglind tók þátt í keppninni, hana langar að geta boðið upp á matarupplifun á litlum smakkbitum,“ segir Ágústa og vísar til þess að Berglind rekur matarvagninn sem áður er nefndur.
„Hér er búinn að vera þvílíkur vöxtur af því að við erum með fiskeldið hér. Við erum með atvinnu fyrir miklu fleira fólk,“ segir Ágústa um stöðu atvinnumála á Djúpavogi.
Sérfræðingar í eigin þorpi
„Þegar Vísir fór héðan fyrir sjö eða átta árum voru um 25 starfsmenn í Búlandstindi. Í dag er þetta alltaf á bilinu 70 til 80 manns. Það er út af laxinum. Svo eru allir sem vinna í laxeldinu sjálfu og síðan afleiddu störfin. Meira að segja ferðaþjónustan getur nýtt sér þetta og tvinnað inn. Ferðamennirnir vilja vita á hverjum við lifum og hvernig við förum að öllu,“ segir Ágústa.
Berglind segir að þrátt fyrir mikinn fjölda ráði heimamenn við að taka á móti gestunum í skemmtiferðaskipunum. „Það voru yfir átta hundruð ferðir í fyrra en það verður ekki eins
mikið í sumar,“ segir hún. Allir leiðsögumennirnir séu heimafólk.
„Þegar þetta var að byrja vildu ferðaskrifstofurnar flytja inn leiðsögumenn frá Reykjavík. og ég sagði bara nei við því. Við erum kannski ekki sérfræðingar í jarðfræði eða náttúrufræði en við erum sérfræðingar í okkar þorpi, það tekur það enginn frá okkur,“ segir Berglind.
Umdeilanalegur áhugi á kvótakerfinu
Ferðamennirnir hafa að sögn Berglindar fyrst og fremst áhuga á högum íbúanna á Djúpavogi. Þótt ferðirnar sé að hluta byggðar á fyrirfram skrifuðu handriti fá leiðsögumennirnir einnig lausan tauminn með sína hópa.
„Maðurinn minn til dæmis er á strandveiðum og hann bendir á trilluna sína. Hann heldur að fólk hafi áhuga á kvótakerfinu en við hin efumst nú stórlega um það,“ segir Berglind og hlær. „En af því að hann hefur svo mikinn áhuga á þessu þá hrífur hann fólk með sér.“
Af sigurmatseðli Berglindar
- Laxamús (laxahaus, bein og afskurður) vafin í reyktan lax með Beru-mæjó-sósu, steinselju og pikluðum Lefever-pipar.
- Krækiberja og Hafsaltgrafinn laxasporður á laufabrauði með sólberja-fíflahunangs-Lefeversinnepssósu og pikkluðum Lefever-radísum.
- Marineraðir laxahnakkará djúpsteiktu laxaroði með sítrónusósu