„Fjórar kynslóðir og aðeins einn farist til sjós, við verðum að telja okkur heppin,“ segir Michael Bartle, breskur stýrimaður á eftirlaunum, sem kom til Íslands fyrr í þessum mánuði ásamt bróður sínum til að votta langafa sínum virðingu. Sá fórst í Halaveðrinu við Ísland fyrir hundrað árum.