Danska sjóslysanefndin hefur sent frá sér stöðuskýrslu vegna rannsóknar á því þegar fiskiskipið Kambur sökk við Færeyjar 6. febrúar síðastliðinn.

Fram kemur að klukkan sjö um morguninn hafi skyndilega komið öflug slagsíða á Kamb er skipið var 17 sjómílur suður af Suðurey. Áhöfnin hafi sent út neyðarkall og strax farið í björgunargalla og reynt að setja út báta. Það hafi ekki tekist og mannskapurinn því komið sér fyrir á hlið skipsins.

Þegar björgunarþyrlan kom á slysstað lá skipið í sjónum með 90 gráðu slagsíðu og strax var hafist handa við að bjarga áhafnarmeðlimum. Fjórtán á 14 áhafnarmeðlimum var bjargað. Tveggja áhafnarmeðlima er saknað. Kambur sökk síðar sama dag,“ segir í tilkynningu sjóslysanefndarinnar.

Myndin að ofan var tekin skömmu áður en Kambur sökk í djúpið.