Lögreglu í Síle hefur nú tekist að endurheimta 76 vörubretti af eldislaxi sem stolið var í vopnuðu ráni fyrir tveimur vikum.
Að því er kemur fram í salmonbusiness.com var það þann 20. mars sem að minnsta kosti tíu vopnaðir menn réðust til atlögu í kæligeymslu einni í bænum San Antonio. Þar yfirbuguðu ræningjarnir fimmtán starfsmenn og læstu þá inn á skrifstofu og höfðu síðan á brott með sér 76 bretti af laxaflökum sem þeir komu fyrir í fjórum vörubílum.
Feðgar handteknir
Andvirði þýfisins er sagt hafa verið um 600 milljónir pesóa, sem er jafnvirði um 85 milljóna íslenskra króna. Um var að ræða úrvals laxaflök ætluð til útflutnings og setti ránið þau plön að sjálfsögðu úr skorðum enda átti fiskurinn að seljast um páskana.
Lögregla mun þegar hafa handtekið þrjá menn vegna rannsóknar málsins. Fyrst var einn maður handsamaður og 54 bretti af laxi endurheimt áður en tveir feðgar voru einng teknir höndum. Lagt var hald á skotvopn og skotfæri auk annarra hluta sem taldir eru tengjast ráninu.
„Aðgerð Santo Salmon“
Með upplýsingum frá hinum handteknu fannst laxinn í tveimur gámum í vöruhúsi í borginni Casablanca sem er nokkuð norður af San Antonio.
Rannsókn lögreglu á þessu máli er sögð vera hluti „Aðgerðar Santo Salmon“ sem beinist að ólöglegum viðskiptum með dýrar vörur, eins og lax, sérstaklega á þeim tímum sem eftirspurn eftir viðkomandi vöru er mikil.
Lögreglu í Síle hefur nú tekist að endurheimta 76 vörubretti af eldislaxi sem stolið var í vopnuðu ráni fyrir tveimur vikum.
Að því er kemur fram í salmonbusiness.com var það þann 20. mars sem að minnsta kosti tíu vopnaðir menn réðust til atlögu í kæligeymslu einni í bænum San Antonio. Þar yfirbuguðu ræningjarnir fimmtán starfsmenn og læstu þá inn á skrifstofu og höfðu síðan á brott með sér 76 bretti af laxaflökum sem þeir komu fyrir í fjórum vörubílum.
Feðgar handteknir
Andvirði þýfisins er sagt hafa verið um 600 milljónir pesóa, sem er jafnvirði um 85 milljóna íslenskra króna. Um var að ræða úrvals laxaflök ætluð til útflutnings og setti ránið þau plön að sjálfsögðu úr skorðum enda átti fiskurinn að seljast um páskana.
Lögregla mun þegar hafa handtekið þrjá menn vegna rannsóknar málsins. Fyrst var einn maður handsamaður og 54 bretti af laxi endurheimt áður en tveir feðgar voru einng teknir höndum. Lagt var hald á skotvopn og skotfæri auk annarra hluta sem taldir eru tengjast ráninu.
„Aðgerð Santo Salmon“
Með upplýsingum frá hinum handteknu fannst laxinn í tveimur gámum í vöruhúsi í borginni Casablanca sem er nokkuð norður af San Antonio.
Rannsókn lögreglu á þessu máli er sögð vera hluti „Aðgerðar Santo Salmon“ sem beinist að ólöglegum viðskiptum með dýrar vörur, eins og lax, sérstaklega á þeim tímum sem eftirspurn eftir viðkomandi vöru er mikil.