Verð á norskum eldislaxi er nú í sögulegum hæðum á öllum flokkum nema allra stærsta fiskinum. Rekja má verðhækkanir til minna framboðs á mörkuðum.

„Verðið er afar hátt. Það er lítið framboð af fiski og stór hluti þess sem er slátrað er „framleiðslufiskur“,“ segir einn útflytjandi í samtali við vefmiðilinn Intrafish.

Norskur eldislax fellur í þrjár flokka; stór (superior), venjulegur (ordinary) og framleiðslufiskur (production fish). Í venjulegu árferði er yfir 90% af öllum slátruðum laxi stór lax.

Núna er staðan hins vegar sú að gæðaminni lax, sem nefndur er framleiðslulax, er yfir 30% allrar sölunnar á þessum vetri. Venjulega er mikið verðbil milli stórs lax og framleiðslufisks en það er óvenjulágt um þessar mundir, og segja kaupendur nú muna 50-60 NOK sem minna er greitt fyrir hvert kíló af framleiðslufiski.

Í venjulegu árferði er, sem fyrr segir, innan við 10% af eldisfiskinum framleiðslufiskur en hlutfallið er mun hærra nú vegna hærri tíðni sára á fiskinum og af öðrum ástæðum.

Norðmenn hafa þurft að vinna allan framleiðslufiskinn heima fyrir áður en hann er sendur á erlenda markaði. Það felur meðal annars í sér að sár og afmyndanir eru fjarlægðar af fiskinum.