Veiðar á ýsu á bátum yfir 11 metrum voru stöðvaðar norðan við 62° í Noregi í byrjun vikunnar þar sem kvótastaðan innan almanaksársins leyfir ekki meiri veiðar. Þetta hefur leitt til stöðvunar hjá fiskvinnslufyrirtækjum á þessum slóðum sem hafa byggt starfsemi sína að miklu leyti á ýsu, þar á meðal Íslendingafélaginu Gamvik Seafood og útgerðarhluta fyrirtækisins Gamvik Kystfiske. Þetta leiðir til talsvert alvarlegrar stöðu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja í Finnmörku sem eru fjölmörg.

Framkvæmdastjóri Gamvik Seafood er Vera Björk Hraundal og hjá fyrirtækinu starfa fleiri Íslendingar, eins og Páll Sigurðsson sem er á einum af bátum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækjunum starfa samtals 60-70 manns. Rætt var við Pál í Fiskifréttum í mars síðastliðnum.

Eigendur fyrirtækisins eru Albert Már Eggertsson og Haraldur Árni Haraldsson sem hafa byggt upp Gamvik Kystfiske og Gamvik Seafood á undanförnum árum. Gamvik er eitt af nyrstu byggðu bólum Noregs og segir vefmiðillinn ifinnmark.no að 60-70 manns á útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu verði fyrir áhrifum vegna stöðvunar á ýsuveiðum.

Albert Már Eggertsson og Vera Björk Hraundal. Mynd/Mia Kanstad Kulseng
Albert Már Eggertsson og Vera Björk Hraundal. Mynd/Mia Kanstad Kulseng

Vefmiðillinn ræðir við Veru Björk Hraundal, framkvæmdastjóra Gamvik Seafood, sem segir að stöðvun ýsuveiðanna þýði að grundvöllur fyrir útgerð bátanna sé hruninn. Bátar Gamvik Kystfisk hafa séð vinnslunni fyrir hráefni og þar með sé grundvöllurinn fyrir rekstri Gamvik Seafood ekki heldur lengur til staðar.

Fiskeribladet norska var með úttekt á rekstrarafkomu 20 fiskvinnslufyrirtækja í Finnmörku árið 2022. Í úttektinni var Gamvik Seafood meðal þeirra fyrirtækja sem best stóðu sig. Fyrirtækið framleiðir ýsuflök úr sínu hráefni og var eitt af fáum sem skilaði hagnaði.

Jákvæð afkoma

Gamvik Seafood velti á síðasta ári 129,1 milljón NOK, 1.650 milljónum ÍSK, og rekstrarhagnaður nam rúmum 14 milljónum NOK, 180 milljónum ÍSK. Hagnaður fyrir skatta endaði í rúmlega 14,4 milljónum NOK, 185 milljónum ÍSK.

Ýmsir hafa lýst áhyggjum vegna kvótastöðvunar í hvítfiskiðnaði í Norður-Noregi. Í síðustu viku talaði Roger Hansen hjá Nord Fiskarlag meðal annars fyrir því að hugað verði að endurúthlutun til að halda uppi ákveðnum umsvifum fram yfir haustið, bæði fyrir bátaflotann og greinina.

Synnøve Liabø, sérfræðingur í norsku sjómannasamtökunum, hefur einnig sagt að þetta sé ný staða fyrir fiskiskipaflotann, eftir margra ára mjög rausnarlegar úthlutanir á ýsu.

„Líklega þarf að fara aftur til ársins 2008 til að finna jafn lítinn ýsukvóta á landsvísu. Það verður erfitt að stunda veiðarnar og fáir kostir fyrir flotann.“ Hún sagði að þessi staða muni hafa áhrif á arðsemi fyrirtækja á þessu ári og gæti leitt til þess að útgerðarfyrirtæki þurfi að draga úr rekstri, fækka starfsmönnum eða huga að uppsögnum.

Veiðar á ýsu á bátum yfir 11 metrum voru stöðvaðar norðan við 62° í Noregi í byrjun vikunnar þar sem kvótastaðan innan almanaksársins leyfir ekki meiri veiðar. Þetta hefur leitt til stöðvunar hjá fiskvinnslufyrirtækjum á þessum slóðum sem hafa byggt starfsemi sína að miklu leyti á ýsu, þar á meðal Íslendingafélaginu Gamvik Seafood og útgerðarhluta fyrirtækisins Gamvik Kystfiske. Þetta leiðir til talsvert alvarlegrar stöðu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja í Finnmörku sem eru fjölmörg.

Framkvæmdastjóri Gamvik Seafood er Vera Björk Hraundal og hjá fyrirtækinu starfa fleiri Íslendingar, eins og Páll Sigurðsson sem er á einum af bátum fyrirtækisins. Hjá fyrirtækjunum starfa samtals 60-70 manns. Rætt var við Pál í Fiskifréttum í mars síðastliðnum.

Eigendur fyrirtækisins eru Albert Már Eggertsson og Haraldur Árni Haraldsson sem hafa byggt upp Gamvik Kystfiske og Gamvik Seafood á undanförnum árum. Gamvik er eitt af nyrstu byggðu bólum Noregs og segir vefmiðillinn ifinnmark.no að 60-70 manns á útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu verði fyrir áhrifum vegna stöðvunar á ýsuveiðum.

Albert Már Eggertsson og Vera Björk Hraundal. Mynd/Mia Kanstad Kulseng
Albert Már Eggertsson og Vera Björk Hraundal. Mynd/Mia Kanstad Kulseng

Vefmiðillinn ræðir við Veru Björk Hraundal, framkvæmdastjóra Gamvik Seafood, sem segir að stöðvun ýsuveiðanna þýði að grundvöllur fyrir útgerð bátanna sé hruninn. Bátar Gamvik Kystfisk hafa séð vinnslunni fyrir hráefni og þar með sé grundvöllurinn fyrir rekstri Gamvik Seafood ekki heldur lengur til staðar.

Fiskeribladet norska var með úttekt á rekstrarafkomu 20 fiskvinnslufyrirtækja í Finnmörku árið 2022. Í úttektinni var Gamvik Seafood meðal þeirra fyrirtækja sem best stóðu sig. Fyrirtækið framleiðir ýsuflök úr sínu hráefni og var eitt af fáum sem skilaði hagnaði.

Jákvæð afkoma

Gamvik Seafood velti á síðasta ári 129,1 milljón NOK, 1.650 milljónum ÍSK, og rekstrarhagnaður nam rúmum 14 milljónum NOK, 180 milljónum ÍSK. Hagnaður fyrir skatta endaði í rúmlega 14,4 milljónum NOK, 185 milljónum ÍSK.

Ýmsir hafa lýst áhyggjum vegna kvótastöðvunar í hvítfiskiðnaði í Norður-Noregi. Í síðustu viku talaði Roger Hansen hjá Nord Fiskarlag meðal annars fyrir því að hugað verði að endurúthlutun til að halda uppi ákveðnum umsvifum fram yfir haustið, bæði fyrir bátaflotann og greinina.

Synnøve Liabø, sérfræðingur í norsku sjómannasamtökunum, hefur einnig sagt að þetta sé ný staða fyrir fiskiskipaflotann, eftir margra ára mjög rausnarlegar úthlutanir á ýsu.

„Líklega þarf að fara aftur til ársins 2008 til að finna jafn lítinn ýsukvóta á landsvísu. Það verður erfitt að stunda veiðarnar og fáir kostir fyrir flotann.“ Hún sagði að þessi staða muni hafa áhrif á arðsemi fyrirtækja á þessu ári og gæti leitt til þess að útgerðarfyrirtæki þurfi að draga úr rekstri, fækka starfsmönnum eða huga að uppsögnum.