Sníkjudýr sem nefnist kudoa hefur fundist í þorski við Noreg í fyrsta sinn. Frá þessu segir Fiskeribladet norska í dag.
Þar segir að vísindamennirnir Arne Levsen og Lucilla Giulietti hjá Sjávarrannsóknastofnun Noregs hafi fundið kudoa í þorski nærri ströndinn við Helgeland. Sníkjudýrið gæti orðið að meiri háttar vandamáli nái það útbreiðslu meðfram strandlengjunni.
Kom afar mikið á óvart
Haft er eftir Levsen, sem er sníkjudýrafræðingur, að þessi uppgötvun sem gerð hafi verið í fyrrahaust hafi komið mjög mikið á óvart. Þetta sé í fyrsta sinn sem kudoa finnist í strandþorski. „Við þurfum að vita aðeins meira um hversu útbreitt þetta er áður en við hringjum viðvörunarbjöllum,“ er haft eftir Levsen.
Kudoa er erfitt sníkjudýr viðfangs. Engin leið er sögð vera að koma auga á það og sjómenn eða aðrir geti ekkert gert til að hindra að kudoa berist í fisk.
Lífsferilinn ekki þekktur
„Það er snjallt sníkjudýr sem blekkir hýsilinn til að skipta sér ekki af því. Það er fyrst þegar fiskurinn er dauður sem það verður virkt,“ er áfram haft eftir Levsen sem kveður vísindamenn ekki þekkja lífsferil kudoa þótt einhverjar rannsóknir hafi þegar verið gerðar í Kanada þar sem fiskeldisrisinn Mowi hafi átt í erfiðleikum með kudoa í laxi. Erfitt sé að bregðast við á meaðan lífsferilinn sé enn ekki þekktur.
Fyrst var talið að sníkjudýrið kæmi frá suðlægari slóðum en nú væri talið að kudoa væri orðið staðbundið við Noreg, mögulega vegna loftslagsbreytinga. Levsen segir grun leika á að kvikindið hafi borist með makrílgöngu.
Leysir holdið upp
Áhrif kudoa koma sem fyrr segir ekki fram fyrir en eftir að fiskurinn er dauður. „Þá gefur það frá sér sterk ensím sem leysa upp hold fisksins svo kjötið eyðist smám saman upp,“ segir Levsen. Fiskurinn verði því slepjulegur og ekkert sé til ráða, til dæmis dugi frysting ekki til að vinna bug á kudoa.
Nokkur tími líður frá því fiskurinn drepst þar áhrif kudoa verða sjáanleg og því getur sýktur fiskur ratað á markað og byrjað að rotna þar.
Sníkjudýr sem nefnist kudoa hefur fundist í þorski við Noreg í fyrsta sinn. Frá þessu segir Fiskeribladet norska í dag.
Þar segir að vísindamennirnir Arne Levsen og Lucilla Giulietti hjá Sjávarrannsóknastofnun Noregs hafi fundið kudoa í þorski nærri ströndinn við Helgeland. Sníkjudýrið gæti orðið að meiri háttar vandamáli nái það útbreiðslu meðfram strandlengjunni.
Kom afar mikið á óvart
Haft er eftir Levsen, sem er sníkjudýrafræðingur, að þessi uppgötvun sem gerð hafi verið í fyrrahaust hafi komið mjög mikið á óvart. Þetta sé í fyrsta sinn sem kudoa finnist í strandþorski. „Við þurfum að vita aðeins meira um hversu útbreitt þetta er áður en við hringjum viðvörunarbjöllum,“ er haft eftir Levsen.
Kudoa er erfitt sníkjudýr viðfangs. Engin leið er sögð vera að koma auga á það og sjómenn eða aðrir geti ekkert gert til að hindra að kudoa berist í fisk.
Lífsferilinn ekki þekktur
„Það er snjallt sníkjudýr sem blekkir hýsilinn til að skipta sér ekki af því. Það er fyrst þegar fiskurinn er dauður sem það verður virkt,“ er áfram haft eftir Levsen sem kveður vísindamenn ekki þekkja lífsferil kudoa þótt einhverjar rannsóknir hafi þegar verið gerðar í Kanada þar sem fiskeldisrisinn Mowi hafi átt í erfiðleikum með kudoa í laxi. Erfitt sé að bregðast við á meaðan lífsferilinn sé enn ekki þekktur.
Fyrst var talið að sníkjudýrið kæmi frá suðlægari slóðum en nú væri talið að kudoa væri orðið staðbundið við Noreg, mögulega vegna loftslagsbreytinga. Levsen segir grun leika á að kvikindið hafi borist með makrílgöngu.
Leysir holdið upp
Áhrif kudoa koma sem fyrr segir ekki fram fyrir en eftir að fiskurinn er dauður. „Þá gefur það frá sér sterk ensím sem leysa upp hold fisksins svo kjötið eyðist smám saman upp,“ segir Levsen. Fiskurinn verði því slepjulegur og ekkert sé til ráða, til dæmis dugi frysting ekki til að vinna bug á kudoa.
Nokkur tími líður frá því fiskurinn drepst þar áhrif kudoa verða sjáanleg og því getur sýktur fiskur ratað á markað og byrjað að rotna þar.