Ekki sér fyrir endann á deilum strandríkja um stjórnun á veiðum á uppsjávartegundum í Norðaustur-Atlantshafi. Gríðarleg ofveiði hefur verið allt frá 2010 til dagsins í dag, ekki síst á makríl. Fjallað var um málið á Seafoodsource.com nýlega.
Ósamkomulag hefur verið um makrílveiðar í Norðaustur-Atlantshafi allt frá árinu 2010. Frá þeim tíma hafa strandríkin ekki komið sér saman um heildarveiðina á þessu hafsvæði. Þó var samningur í gildi milli Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja á árunum 2014 til 2020 en hann rann út þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Sá sögulegi atburður hefur síðan torveldað enn frekari tilraunir til samkomulags milli þjóðanna.
Jafnvel þótt strandríkin viðurkenni vísindalegar niðurstöður um stöðu stofnanna sýna gögn að veiðarnar fara reglulega langt fram úr ráðlagðri heildarveiði Alþjóða hafrannsóknaráðsins.
Vandamál er að þótt strandríkin séu almennt samþykk ráðlagðri heildarveiði koma þau sér ekki saman um hvernig eigi að skipta kvótanum sín á milli. Frá 2010 til 2022 veiddu Norðmenn, Færeyingar, Íslendingar og Evrópusambandið á milli 66 til 86 prósent umfram ráðlagða heildarveiði. Vísindamenn hafa áhyggjur af framtíð stofnanna haldi veiðarnar áfram að fara langt fram úr ráðgjöfinni.
Til sífelldrar skoðunar í matvælaráðuneytinu
ESB hefur lýst því yfir að einhliða kvótaaukning Norðmanna og Færeyinga sér til handa feli í sér skref aftur á bak í sjálfbærri nýtingu á makrílstofninum. Íslendingar, Bretar og Evrópusambandið hafi verið varkárari í sínum gjörðum. Norðmenn og Færeyingar hafi hegðað sér með óábyrgum hætti og eigi beinlínis sök á því að makríll í Norðaustur-Atlantshafi hafi misst MSC vottun um sjálfbærar veiðar. Þjóðirnar skaði því alla aðra með framgangi sínum. Norðmenn og Færeyingar hafi hafnað ákalli um farið verði eftir vísindalegum ráðleggingum.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, segir í samtali við Fiskifréttir að hún líti þetta mál alvarlegum augum:
„Í ráðuneytinu hefur það verið rætt að það sé mjög mikilvægt að það fari ekki fram þessi ofveiði sem tíðkast hefur allt of lengi. Þess vegna er mikilvægt að þjóðirnar séu í sífelldu samtali að reyna að ná fram niðurstöðu því það verður engum til hagsbóta ef stofninn hverfur,“ segir Bjarkey.
Ekki sér fyrir endann á deilum strandríkja um stjórnun á veiðum á uppsjávartegundum í Norðaustur-Atlantshafi. Gríðarleg ofveiði hefur verið allt frá 2010 til dagsins í dag, ekki síst á makríl. Fjallað var um málið á Seafoodsource.com nýlega.
Ósamkomulag hefur verið um makrílveiðar í Norðaustur-Atlantshafi allt frá árinu 2010. Frá þeim tíma hafa strandríkin ekki komið sér saman um heildarveiðina á þessu hafsvæði. Þó var samningur í gildi milli Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja á árunum 2014 til 2020 en hann rann út þegar Bretland gekk úr Evrópusambandinu. Sá sögulegi atburður hefur síðan torveldað enn frekari tilraunir til samkomulags milli þjóðanna.
Jafnvel þótt strandríkin viðurkenni vísindalegar niðurstöður um stöðu stofnanna sýna gögn að veiðarnar fara reglulega langt fram úr ráðlagðri heildarveiði Alþjóða hafrannsóknaráðsins.
Vandamál er að þótt strandríkin séu almennt samþykk ráðlagðri heildarveiði koma þau sér ekki saman um hvernig eigi að skipta kvótanum sín á milli. Frá 2010 til 2022 veiddu Norðmenn, Færeyingar, Íslendingar og Evrópusambandið á milli 66 til 86 prósent umfram ráðlagða heildarveiði. Vísindamenn hafa áhyggjur af framtíð stofnanna haldi veiðarnar áfram að fara langt fram úr ráðgjöfinni.
Til sífelldrar skoðunar í matvælaráðuneytinu
ESB hefur lýst því yfir að einhliða kvótaaukning Norðmanna og Færeyinga sér til handa feli í sér skref aftur á bak í sjálfbærri nýtingu á makrílstofninum. Íslendingar, Bretar og Evrópusambandið hafi verið varkárari í sínum gjörðum. Norðmenn og Færeyingar hafi hegðað sér með óábyrgum hætti og eigi beinlínis sök á því að makríll í Norðaustur-Atlantshafi hafi misst MSC vottun um sjálfbærar veiðar. Þjóðirnar skaði því alla aðra með framgangi sínum. Norðmenn og Færeyingar hafi hafnað ákalli um farið verði eftir vísindalegum ráðleggingum.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, segir í samtali við Fiskifréttir að hún líti þetta mál alvarlegum augum:
„Í ráðuneytinu hefur það verið rætt að það sé mjög mikilvægt að það fari ekki fram þessi ofveiði sem tíðkast hefur allt of lengi. Þess vegna er mikilvægt að þjóðirnar séu í sífelldu samtali að reyna að ná fram niðurstöðu því það verður engum til hagsbóta ef stofninn hverfur,“ segir Bjarkey.