Fyrir níu dögum var byrjað að skera niður stál í nýtt uppsjávarskip Skinneyjar-Þinganess. Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins.

Þegar samið var um smíði á skipinu var áætlað að það yrði afhent í mars á næsta ári en henni hefur verið seinkað um átta mánuði. Eins og fram hefur í Fiskifréttum komið er sams konar skip nú í smíðum fyrir útgerðarfélagið Gjögur. Hér má nánar lesa um gerð og búnað skipanna.

„Skipið, sem fær nafnið Ásgrímur Halldórsson SF 250, er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Karstens Skibsværft A/S í Póllandi og verður síðan dregið til Danmerkur í maí 2025 þar sem lokið verður við smíði skipsins. Nokkur seinkun hefur orðið á smíði skipsins en áætluð afhending er í nóvember 2025,“ segir á vefsíðu Skinneyjar-Þinganess.

Ásgrímur Halldórsson SF 250 í smíðum teikning
Ásgrímur Halldórsson SF 250 í smíðum teikning