Útgerðarfélagið Nybonia Hav í Midsund í Noregi hefur fest kaup á línu- og netaskipinu Stormi HF og hyggst gera það út til veiða á hrefnu. Arnt Inge Nygård rekur útgerðina ásamt fjölskyldu sinni, og það gerir út þrjá báta með strandveiðileyfi og einn netabát. Og innan tíðar verður haldið á hrefnuveiðar á nýjasta skipinu í flotanum, Midsund M-4-M, áður Stormi HF.

Axel Jónsson, sem hefur verið skipstjóri Storms HF í átta ár, segir mesta söknuðinn þann að hafa aldrei haft tækifæri til að fara til veiða á skipinu. Skipið hefur legið við festar í Reykjavíkurhöfn síðan í desember 2017 en Axel sigldi því til Noregs í síðustu viku og með í för var Arnt Inge, Maria eiginkona hans, synir og dætur sem öll starfa hjá útgerðinni, alls níu manns.

Axel Jónsson skipstjóri í brúnni á Stormi. FF MYND/HAG
Axel Jónsson skipstjóri í brúnni á Stormi. FF MYND/HAG

Það var Steindór Sigurgeirsson, eigandi Storms Seafood sem keypti skipið ásamt erlendum viðskiptafélaga sínum af þrotabúi Landsbankans árið 2015. Kvótinn sem færður hafði verið á skipið var að endingu seldur m.a. vegna ákvæða um erlent eignarhald í sjávarútvegi. Steindór seldi síðan sinn hlut og félagið sem selur Nybonia skipið heitir Stormur ehf. 294 og er í eigu Breta sem búsettur er í Hong Kong.

Mikil frystigeta

Allt frá þeim tíma sem skrokkurinn var keyptur hefur Axel verið skipstjóri Storms. Hann sótti skipið til Nýfundnalands þar sem skrokkurinn var smíðaður og dró hann til Póllands þar sem skipinu var breytt og það lengt um 22 metra. Stormur HF er um margt byltingarkennt skip og hið fyrsta í fiskiskipaflota Íslendinga sem er með tvinnaflrás. Skrúfubúnaðurinn er knúinn af rafmótor og rafmagnið er framleitt með dísilvél. Orkunotkunin er sögð helmingi minni en í hefðbundnu skipi af sömu stærð. Auk þess er það með hliðarbrunni og með mikla frystigetu.

Lestin er engin smásmíði í Stormi. FF MYND/HAG
Lestin er engin smásmíði í Stormi. FF MYND/HAG

2019 bárust þær fréttir að kominn væri á samningur við kanadíska útgerð sem ætlaði að kaupa skipið á 14 milljónir evra. Kanadamennirnir stóðu hins vegar ekki við sinn hluta samningsins og tók það eigendur skipsins tvö og hálft ár að losa sig út úr þeirri flækju. Axel segir þetta allt langa sorgarsögu sem nú sjái loks fyrir endann á. Hann segir að alla þessa sögu megi rekja til rangra ákvarðana.

Hefði viljað prófa Storm við veiðar

Arnt Inge Nygård stofnaði Nybonia Hav AS árið 2017 og hefur gert út bátana Nystrøm og Midøy. Nú þegar Stormur bætist í flotann fær hann nafnið Midsund M-4-M. Arnt kom hingað til lands til að sækja skipið og við það tækifæri hitti hann Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., en báðir eru miklir talsmenn hvalveiða.

„Þetta er einstaklega góður sjóbátur og ódýrasti bátur í rekstri sem nokkurn tíma hefur verið á Íslandi. Það var djöfullegt að fá ekki að prófa hann á línu heima með allri þeirri tækni sem hann býr yfir,“ sagði Axel þegar náðist í hann í Midsund í byrjun vikunnar. Hann segir aðbúnaðinn um borð eins og hann gerist hvað bestur og skipið hljóðlátt.

Axel segir að margir hafi sýnt skipinu áhuga öll þessi ár sem það hefur verið bundið við bryggju í Reykjavík og á meðan leyst var úr ágreiningsmálum við kanadísku útgerðina. En vegna þeirra mála var ekki hægt að ganga frá sölu á skipinu til áhugasamra aðila. Nygård fjölskyldan hafði lengi haft augastað á skipinu og kom til Íslands í fyrra til að skoða það.

Nygård fjölskyldan tók á móti Stormi HF í Midsund. Hjónin Maria og Arnt Inge Nygård, lengst til vinstri, eiga fjórar dætur og fjóra syni og vinna þau flest við útgerðina. Mynd/Nybonia
Nygård fjölskyldan tók á móti Stormi HF í Midsund. Hjónin Maria og Arnt Inge Nygård, lengst til vinstri, eiga fjórar dætur og fjóra syni og vinna þau flest við útgerðina. Mynd/Nybonia

Eigum að stunda hvalveiðar af meiri festu

Arnt Inge Nygård útgerðarmaður í Noregi segir ætlunina að halda á hrefnuveiðar innan skamms á nýjum Midsund M-4-M, áður Stormi HF. Hann segir að hrefnan verði skorin um borð og fryst og seld á Japansmarkað. Skipið er með talsverða frystigetu. Lestin tekur um 400 tonn af frystri afurð. Arnt Inge segir innanlandsmarkað fyrir hrefnu fremur lítinn og hann mettist fljótt. Japanir greiði 90 norskar krónur fyrir kílóið, sem er um 1.150 ÍSK.

„Mér líst vel á bátinn og siglingin heim var yndisleg. Okkur hlakkar mikið til að hefja veiðar á skipinu. Við vonumst til þess að geta stækkað markaðinn fyrir hrefnuafurðir hér í Noregi en við horfum einnig til japanska markaðarins,“ segir Arnt Inge sem rekur ásamt fjölskyldu sinni útgerðina Nybonia í Midsund, skammt norðan Álasunds í Noregi. Hann óttast að verði ekki myndarlega staðið að hrefnuveiðum við strendur Noregs gæti svo farið að drægi úr veiðum á öðrum tegundum. Hvalastofnar fari stöðugt stækkandi og nauðsynlegt sé að halda jafnvægi í lífríkinu.

Sama verð og Kristján hefur verið að fá

„Við eigum að stunda hvalveiðar af mun meiri festu því við erum í harðri samkeppni við hvali um fæðu. Við höfum ekki veitt útgefinn hrefnukvóta og mín skoðun er sú að það þurfi að bæta í þær veiðar og veiða jafnframt aðrar tegundir hvala,“ segir Arnt Inge.

Arnt Inge Nygård útgerðarmaður.
Arnt Inge Nygård útgerðarmaður.

Uppistaðan í veiðum Nybonia útgerðarinnar hefur verið hvítfiskur og uppsjávartegundir eins og makríll og síld. Hann segir afrán hvala á þessum tegundum mikið og því ætli hann að leggja sitt af mörkum með öflugum hrefnuveiðum á nýja skipinu. „Það fæst líka gott verð í Japan fyrir hrefnukjötið. Mér skilst að meðalverðið sé 90 krónur norskar fyrir kílóið sem er sama verð og Kristján Loftsson hefur verið að fá fyrir sitt kjöt. Ég hitti Kristján þegar ég var á Íslandi. Hann er hvergi banginn og það er mín skoðun að ef það væru fleiri hans líkar í heiminum gætum við hugsanlega bjargað lífríki sjávar.“

Útgerðarfélagið Nybonia Hav í Midsund í Noregi hefur fest kaup á línu- og netaskipinu Stormi HF og hyggst gera það út til veiða á hrefnu. Arnt Inge Nygård rekur útgerðina ásamt fjölskyldu sinni, og það gerir út þrjá báta með strandveiðileyfi og einn netabát. Og innan tíðar verður haldið á hrefnuveiðar á nýjasta skipinu í flotanum, Midsund M-4-M, áður Stormi HF.

Axel Jónsson, sem hefur verið skipstjóri Storms HF í átta ár, segir mesta söknuðinn þann að hafa aldrei haft tækifæri til að fara til veiða á skipinu. Skipið hefur legið við festar í Reykjavíkurhöfn síðan í desember 2017 en Axel sigldi því til Noregs í síðustu viku og með í för var Arnt Inge, Maria eiginkona hans, synir og dætur sem öll starfa hjá útgerðinni, alls níu manns.

Axel Jónsson skipstjóri í brúnni á Stormi. FF MYND/HAG
Axel Jónsson skipstjóri í brúnni á Stormi. FF MYND/HAG

Það var Steindór Sigurgeirsson, eigandi Storms Seafood sem keypti skipið ásamt erlendum viðskiptafélaga sínum af þrotabúi Landsbankans árið 2015. Kvótinn sem færður hafði verið á skipið var að endingu seldur m.a. vegna ákvæða um erlent eignarhald í sjávarútvegi. Steindór seldi síðan sinn hlut og félagið sem selur Nybonia skipið heitir Stormur ehf. 294 og er í eigu Breta sem búsettur er í Hong Kong.

Mikil frystigeta

Allt frá þeim tíma sem skrokkurinn var keyptur hefur Axel verið skipstjóri Storms. Hann sótti skipið til Nýfundnalands þar sem skrokkurinn var smíðaður og dró hann til Póllands þar sem skipinu var breytt og það lengt um 22 metra. Stormur HF er um margt byltingarkennt skip og hið fyrsta í fiskiskipaflota Íslendinga sem er með tvinnaflrás. Skrúfubúnaðurinn er knúinn af rafmótor og rafmagnið er framleitt með dísilvél. Orkunotkunin er sögð helmingi minni en í hefðbundnu skipi af sömu stærð. Auk þess er það með hliðarbrunni og með mikla frystigetu.

Lestin er engin smásmíði í Stormi. FF MYND/HAG
Lestin er engin smásmíði í Stormi. FF MYND/HAG

2019 bárust þær fréttir að kominn væri á samningur við kanadíska útgerð sem ætlaði að kaupa skipið á 14 milljónir evra. Kanadamennirnir stóðu hins vegar ekki við sinn hluta samningsins og tók það eigendur skipsins tvö og hálft ár að losa sig út úr þeirri flækju. Axel segir þetta allt langa sorgarsögu sem nú sjái loks fyrir endann á. Hann segir að alla þessa sögu megi rekja til rangra ákvarðana.

Hefði viljað prófa Storm við veiðar

Arnt Inge Nygård stofnaði Nybonia Hav AS árið 2017 og hefur gert út bátana Nystrøm og Midøy. Nú þegar Stormur bætist í flotann fær hann nafnið Midsund M-4-M. Arnt kom hingað til lands til að sækja skipið og við það tækifæri hitti hann Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., en báðir eru miklir talsmenn hvalveiða.

„Þetta er einstaklega góður sjóbátur og ódýrasti bátur í rekstri sem nokkurn tíma hefur verið á Íslandi. Það var djöfullegt að fá ekki að prófa hann á línu heima með allri þeirri tækni sem hann býr yfir,“ sagði Axel þegar náðist í hann í Midsund í byrjun vikunnar. Hann segir aðbúnaðinn um borð eins og hann gerist hvað bestur og skipið hljóðlátt.

Axel segir að margir hafi sýnt skipinu áhuga öll þessi ár sem það hefur verið bundið við bryggju í Reykjavík og á meðan leyst var úr ágreiningsmálum við kanadísku útgerðina. En vegna þeirra mála var ekki hægt að ganga frá sölu á skipinu til áhugasamra aðila. Nygård fjölskyldan hafði lengi haft augastað á skipinu og kom til Íslands í fyrra til að skoða það.

Nygård fjölskyldan tók á móti Stormi HF í Midsund. Hjónin Maria og Arnt Inge Nygård, lengst til vinstri, eiga fjórar dætur og fjóra syni og vinna þau flest við útgerðina. Mynd/Nybonia
Nygård fjölskyldan tók á móti Stormi HF í Midsund. Hjónin Maria og Arnt Inge Nygård, lengst til vinstri, eiga fjórar dætur og fjóra syni og vinna þau flest við útgerðina. Mynd/Nybonia

Eigum að stunda hvalveiðar af meiri festu

Arnt Inge Nygård útgerðarmaður í Noregi segir ætlunina að halda á hrefnuveiðar innan skamms á nýjum Midsund M-4-M, áður Stormi HF. Hann segir að hrefnan verði skorin um borð og fryst og seld á Japansmarkað. Skipið er með talsverða frystigetu. Lestin tekur um 400 tonn af frystri afurð. Arnt Inge segir innanlandsmarkað fyrir hrefnu fremur lítinn og hann mettist fljótt. Japanir greiði 90 norskar krónur fyrir kílóið, sem er um 1.150 ÍSK.

„Mér líst vel á bátinn og siglingin heim var yndisleg. Okkur hlakkar mikið til að hefja veiðar á skipinu. Við vonumst til þess að geta stækkað markaðinn fyrir hrefnuafurðir hér í Noregi en við horfum einnig til japanska markaðarins,“ segir Arnt Inge sem rekur ásamt fjölskyldu sinni útgerðina Nybonia í Midsund, skammt norðan Álasunds í Noregi. Hann óttast að verði ekki myndarlega staðið að hrefnuveiðum við strendur Noregs gæti svo farið að drægi úr veiðum á öðrum tegundum. Hvalastofnar fari stöðugt stækkandi og nauðsynlegt sé að halda jafnvægi í lífríkinu.

Sama verð og Kristján hefur verið að fá

„Við eigum að stunda hvalveiðar af mun meiri festu því við erum í harðri samkeppni við hvali um fæðu. Við höfum ekki veitt útgefinn hrefnukvóta og mín skoðun er sú að það þurfi að bæta í þær veiðar og veiða jafnframt aðrar tegundir hvala,“ segir Arnt Inge.

Arnt Inge Nygård útgerðarmaður.
Arnt Inge Nygård útgerðarmaður.

Uppistaðan í veiðum Nybonia útgerðarinnar hefur verið hvítfiskur og uppsjávartegundir eins og makríll og síld. Hann segir afrán hvala á þessum tegundum mikið og því ætli hann að leggja sitt af mörkum með öflugum hrefnuveiðum á nýja skipinu. „Það fæst líka gott verð í Japan fyrir hrefnukjötið. Mér skilst að meðalverðið sé 90 krónur norskar fyrir kílóið sem er sama verð og Kristján Loftsson hefur verið að fá fyrir sitt kjöt. Ég hitti Kristján þegar ég var á Íslandi. Hann er hvergi banginn og það er mín skoðun að ef það væru fleiri hans líkar í heiminum gætum við hugsanlega bjargað lífríki sjávar.“