Svo virðist sem skemdir séu á perustefni flutningaskipsins Longdawn sem er nú í höfn í Vestmannaeyjum þar sem lögreglan tekur skýrslu af skipstjóranum.

Eins og fram hefur komið var flutningaskipið á sömu slóðum og strandveiðibáturinn sem sökk sex mílur undan Garðskagavita í nótt. Leki koma að veiðibátnum eftir að hann lenti í árekstri. Er það þakkað snarræði skipstjóra nálægs strandveiðibáts að manni sem kominn var í björgunargalla var bjargað úr sjónum.

Um er að ræða Sómabát sem smíðaður var hjá Víkingbátum í fyrra.

Longdawn er 129 metra langt skip og er á leið til Rotterdam í Hollandi.