Eitt af stærstu álitamálunum á borði Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um þessar mundir er umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum í sumar.

„Ráðuneytið er búið að vera að safna saman margs konar upplýsingum og gögnum og ég vona að ég fari að fá einhvern botn í það mál fljótlega þannig að ég geti tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Bjarkey í viðtali við Fiskifréttir sem út komu í gær.

Bjarke segir starfshóp eiga eftir að skila tillögum um breytt lagaumhverfi varðandi hvalveiðar með tilliti til annarra laga. Þá hafi skýrslur um veiðarnar í fyrra verið að berast núna og séu enn aðeins í drögum.

Engra hagur að tefja

„Leyfin eru útrunnin. Af því að við erum á þeim tímapunkti finnst mér að mér beri skylda til þess að hafa eins góð gögn í höndunum og ég get til þess að ákveða næstu skref,“ segir Bjarkey, sem kveður ákvörðun „að sjálfsögðu“ munu liggja fyrir í tæka tíð fyrir Hval hf.

„Það er engra hagur að tefja slík mál. Það er ekki mín hugsun í þessu. Ég vil bara viðhafa góða stjórnsýslu, það er fyrst og fremst það sem er undir,“ segir ráðherra.

Fyrir matvælaráðuneytinu liggur reyndar einnig, eftir tveggja ára veiðihlé, ein beiðni um leyfi til hrefnuveiða eins og fram hefur komið í Fiskifréttum.

Bjarkey segir báðar þessar umsóknir lúta sömu reglum. „Það er ekki nóg að veita leyfi, allur aðbúnaður þarf að vera til staðar. Ég hugsa að ég reyni að afgreiða þessa hluti samtímis,“ segir ráðherra í viðtalinu í Fiskifréttum þar sem hún ræðir einnig ýmis önnur álitaefni sem tengjast sjávarútvegi og heyra undir ráðuneyti hennar.

Eitt af stærstu álitamálunum á borði Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra um þessar mundir er umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum í sumar.

„Ráðuneytið er búið að vera að safna saman margs konar upplýsingum og gögnum og ég vona að ég fari að fá einhvern botn í það mál fljótlega þannig að ég geti tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Bjarkey í viðtali við Fiskifréttir sem út komu í gær.

Bjarke segir starfshóp eiga eftir að skila tillögum um breytt lagaumhverfi varðandi hvalveiðar með tilliti til annarra laga. Þá hafi skýrslur um veiðarnar í fyrra verið að berast núna og séu enn aðeins í drögum.

Engra hagur að tefja

„Leyfin eru útrunnin. Af því að við erum á þeim tímapunkti finnst mér að mér beri skylda til þess að hafa eins góð gögn í höndunum og ég get til þess að ákveða næstu skref,“ segir Bjarkey, sem kveður ákvörðun „að sjálfsögðu“ munu liggja fyrir í tæka tíð fyrir Hval hf.

„Það er engra hagur að tefja slík mál. Það er ekki mín hugsun í þessu. Ég vil bara viðhafa góða stjórnsýslu, það er fyrst og fremst það sem er undir,“ segir ráðherra.

Fyrir matvælaráðuneytinu liggur reyndar einnig, eftir tveggja ára veiðihlé, ein beiðni um leyfi til hrefnuveiða eins og fram hefur komið í Fiskifréttum.

Bjarkey segir báðar þessar umsóknir lúta sömu reglum. „Það er ekki nóg að veita leyfi, allur aðbúnaður þarf að vera til staðar. Ég hugsa að ég reyni að afgreiða þessa hluti samtímis,“ segir ráðherra í viðtalinu í Fiskifréttum þar sem hún ræðir einnig ýmis önnur álitaefni sem tengjast sjávarútvegi og heyra undir ráðuneyti hennar.