Mannbjörg varð er strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar.

„Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan 02:42 þess efnis að bátur í grenndinni væri að sökkva um 6 sjómílur norðvestur af Garðskagavita. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út á hæsta forgangi ásamt sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum. Þá voru nálæg fiskiskip og bátar beðin um að halda á staðinn,“ segir á lhg.is.

Fram kemur að skömmu eftir að neyðarkallið barst Landhelgisgæslunni hafi tilkynnandi aftur haft samband og sagt varðstjórum í stjórnstöð að hann væri búinn að bjarga manninum úr sjónum og bátsverjanum hafi tekist að komast í björgunargalla áður en bátur hans sökk.

„Maðurinn var kaldur eftir veruna í sjónum og var ákveðið að sjúkrabíll biði hans á bryggjunni á Sandgerði. Sá sem bjargaði manninum sigldi með hann þangað. Báturinn marar í hálfu kafi og munu sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar freista þess að draga hann til hafnar,“ segir vef Landhelgisgæslunnar sem þakkar skipstjóra strandveiðibátsins sérstaklega fyrir að hafa sýnt mikið snarræði við björgun mannsins. Einnig er öðrum viðbragðaðilum þakkað fyrir að hafa brugðist við með skjótum og fumlausum hætti.

Mannbjörg varð er strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar.

„Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan 02:42 þess efnis að bátur í grenndinni væri að sökkva um 6 sjómílur norðvestur af Garðskagavita. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út á hæsta forgangi ásamt sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum. Þá voru nálæg fiskiskip og bátar beðin um að halda á staðinn,“ segir á lhg.is.

Fram kemur að skömmu eftir að neyðarkallið barst Landhelgisgæslunni hafi tilkynnandi aftur haft samband og sagt varðstjórum í stjórnstöð að hann væri búinn að bjarga manninum úr sjónum og bátsverjanum hafi tekist að komast í björgunargalla áður en bátur hans sökk.

„Maðurinn var kaldur eftir veruna í sjónum og var ákveðið að sjúkrabíll biði hans á bryggjunni á Sandgerði. Sá sem bjargaði manninum sigldi með hann þangað. Báturinn marar í hálfu kafi og munu sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar freista þess að draga hann til hafnar,“ segir vef Landhelgisgæslunnar sem þakkar skipstjóra strandveiðibátsins sérstaklega fyrir að hafa sýnt mikið snarræði við björgun mannsins. Einnig er öðrum viðbragðaðilum þakkað fyrir að hafa brugðist við með skjótum og fumlausum hætti.