Í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni sagði Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, að þrátt fyrir efnahagslegan viðsnúning í sjávarútvegi á síðustu þremur áratugum og framúrskarandi rekstur njóti greinin ekki trausts í samfélaginu. Fyrirtæki í greininni þurfi að axla ábyrgð og ávinna sér traust. Það verði gert með því að auka gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali.
Guðmundur vék líka að mikilvægi skipulags í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Hann líkti þessu við knattspyrnu þar sem allir leika eftir sömu alþjóðlegu reglunum.
„Þegar Lars Lagerbäck kom til starfa sem landsliðsþjálfari Íslands setti hann upp ákveðið kerfi en innan alþjóðlegs kerfis því fótbolti fer eftir alþjóðareglum. Það geta allir orðið rangstæðir og það er dómari og línuverðir í leikjunum. Lars var ekki að biðja um sérreglur fyrir Íslendinga í skjóli þess að þeir væru svo litlir eða byggju úti á landi. Ég hef aldrei heyrt frá félögum mínum úti á landi að þeir vilji sérreglur í fótbolta. En ég heyri þetta oft þegar sjávarútvegsfyrirtæki eiga í hlut.“
Hvers vegna sérreglur um eignarhald í sjávarútvegi?
Guðmundur ræddi einnig um eignarhald í sjávarútvegsfyrirtækjum og spurði hvers vegna aðrar reglur eigi að gilda um eignarhald í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum. Sömu reglur ættu að gilda fyrir öll fyrirtæki á Íslandi, jafnt sjávarútvegsfyrirtæki, fyrirtæki í ferðaþjónustu og ýmiss konar innviðum sem byggja starfsemi sína á náttúruauðlindum.
„Af hverju eiga að vera sérreglur um Brim gagnvart öðrum skráðum fyrirtækjum sem eru líka að nýta náttúruauðlindir?“
Þorskígildisstuðll ónothæft stjórntæki
Guðmundur vék einnig að þeirri skoðun sinni að þorskígildisstuðull væri ónothæfur sem stjórntæki í sjávarútvegi og hann hefði verið þeirrar skoðunar í yfir 30 ár. Hann bendir á að þorskígildisstuðll loðnu þau ár sem engar loðnuveiðar hafa verið sé enginn en til að mynda árin 2021 og 2022 hafi stuðullinn verið feiknahár.
„Þá verður loðnan meira en einn þriðji af öllum þorskígildum. Þau fyrirtæki sem eru með stóran loðnukvóta fara þá langt upp úr þakinu og fá sex mánuði til þess að selja sig niður. Það sem ég segi er að það er ekki hægt að reka sjávarútveg með vitlausu mælaborði.“
Í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni sagði Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, að þrátt fyrir efnahagslegan viðsnúning í sjávarútvegi á síðustu þremur áratugum og framúrskarandi rekstur njóti greinin ekki trausts í samfélaginu. Fyrirtæki í greininni þurfi að axla ábyrgð og ávinna sér traust. Það verði gert með því að auka gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali.
Guðmundur vék líka að mikilvægi skipulags í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Hann líkti þessu við knattspyrnu þar sem allir leika eftir sömu alþjóðlegu reglunum.
„Þegar Lars Lagerbäck kom til starfa sem landsliðsþjálfari Íslands setti hann upp ákveðið kerfi en innan alþjóðlegs kerfis því fótbolti fer eftir alþjóðareglum. Það geta allir orðið rangstæðir og það er dómari og línuverðir í leikjunum. Lars var ekki að biðja um sérreglur fyrir Íslendinga í skjóli þess að þeir væru svo litlir eða byggju úti á landi. Ég hef aldrei heyrt frá félögum mínum úti á landi að þeir vilji sérreglur í fótbolta. En ég heyri þetta oft þegar sjávarútvegsfyrirtæki eiga í hlut.“
Hvers vegna sérreglur um eignarhald í sjávarútvegi?
Guðmundur ræddi einnig um eignarhald í sjávarútvegsfyrirtækjum og spurði hvers vegna aðrar reglur eigi að gilda um eignarhald í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugreinum. Sömu reglur ættu að gilda fyrir öll fyrirtæki á Íslandi, jafnt sjávarútvegsfyrirtæki, fyrirtæki í ferðaþjónustu og ýmiss konar innviðum sem byggja starfsemi sína á náttúruauðlindum.
„Af hverju eiga að vera sérreglur um Brim gagnvart öðrum skráðum fyrirtækjum sem eru líka að nýta náttúruauðlindir?“
Þorskígildisstuðll ónothæft stjórntæki
Guðmundur vék einnig að þeirri skoðun sinni að þorskígildisstuðull væri ónothæfur sem stjórntæki í sjávarútvegi og hann hefði verið þeirrar skoðunar í yfir 30 ár. Hann bendir á að þorskígildisstuðll loðnu þau ár sem engar loðnuveiðar hafa verið sé enginn en til að mynda árin 2021 og 2022 hafi stuðullinn verið feiknahár.
„Þá verður loðnan meira en einn þriðji af öllum þorskígildum. Þau fyrirtæki sem eru með stóran loðnukvóta fara þá langt upp úr þakinu og fá sex mánuði til þess að selja sig niður. Það sem ég segi er að það er ekki hægt að reka sjávarútveg með vitlausu mælaborði.“