Víkingur AK lagði af stað rétt fyrir hádegi í dag frá miðunum suður af Færeyjum með um 2.600 tonn af kolmunna.

Nú í morgun lauk áhöfnin veiðum með rúmlega 500 tonna hali. Víkingur hafði verið á veiðislóðinni frá því á mánudag eins og fram kom í spjalli við Albert Sveinsson skipstjóra í Fiskifréttum í gær og veiðarnar gengið vel.

Leiðinda veður var á miðunum í fyrrakvöld en í gær tók við sól og blíða.

Gert er ráð fyrir að Víkingur komi til hafnar á Vopnafirði aðfararnótt laugardags.

Víkingur AK lagði af stað rétt fyrir hádegi í dag frá miðunum suður af Færeyjum með um 2.600 tonn af kolmunna.

Nú í morgun lauk áhöfnin veiðum með rúmlega 500 tonna hali. Víkingur hafði verið á veiðislóðinni frá því á mánudag eins og fram kom í spjalli við Albert Sveinsson skipstjóra í Fiskifréttum í gær og veiðarnar gengið vel.

Leiðinda veður var á miðunum í fyrrakvöld en í gær tók við sól og blíða.

Gert er ráð fyrir að Víkingur komi til hafnar á Vopnafirði aðfararnótt laugardags.