Hefðbundin fiskveiðistjórnun er mun öflugra stjórntæki fyrir fiskveiðar en verndarsvæði í hafinu.
Þetta segir í nýrri umhverfisskýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir árið 2024, Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi.
„Hefðbundin fiskveiðistjórnun með hámarksafla, takmörkun á notkun ákveðinna veiðarfæra og svo framvegis er mun öflugra stjórntæki fyrir fiskveiðar en verndarsvæði í hafi og tryggir betur fæðuöryggi og hagkvæmni veiða sem og að vera ekki síðri í að vernda líffræðilegan fjölbreytileika en verndarsvæði í hafi,“ segir í skýrslu SFS í sérstökum kafla um verndarsvæði í hafi.
Vanda þurfi til verka
„Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögð áhersla á svokölluð verndarsvæði í hafi (e. Marine Protected Areas). Í dag eru í gildi fjölmargar réttarreglur sem byggja á tæknilegum verndarráðstöfunum og hafa reynst vel í íslenskri fiskveiðistjórn um árabil, hvort sem það varðar nýtingu fiskistofna eða vernd viðkvæmra vistkerfa, svo eftir er tekið,“ segir í skýrslunni.
Sagt er að skilgreining og verndun svæða í hafi til verndar líffræðilegri fjölbreytni sé eitt stærsta verkefni þjóða sem byggja lífsviðurværi sitt á fiskveiðum. Það sé því mikilvægt að vandað sé til verka þegar ráðist sé í að afmarka verndarsvæði í hafi.
Ríki hafi svigrúm
„Nauðsynlegt er að nýta víðtæka þekkingu á hafinu úr ólíkum áttum, til dæmis þeirra sem teljast hagaðilar í þessu samhengi,“ er undirstrikað í skýrslunni. „Þá er mikilvægt að ríki hafi áfram svigrúm að landsrétti til að útfæra reglur í þessum efnum, ekki síst þar sem aðstæður og réttarreglur eru ólíkar milli ríkja.“
Þá er sagt að verndarsvæði í hafi séu talin hafa ýmsa jákvæða kosti, eins og að vernda líffræðilegan fjölbreytileika og viðkvæm búsvæði, draga úr veiðiálagi, auka framleiðni og þar með nýliðun nytjastofna.
Betri leiðir til vegna fiskveiða
Vitnað er til skrifa Rays Hilborn, prófessors við Seattle háskóla, um gagnsemi verndarsvæða. Hilborn bendir á að ógn við líffræðilegan fjölbreytileika hafsins og framleiðni sé margvísleg. Eru þar nefndar loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, olíuslys, rusl af ýmsu tagi, örplast, orkuframleiðsla og ýmislegt fleira.
„Lykilatriðið í málflutningi Hilborn er að það eina sem verndarsvæði í hafi gera vel er að stöðva löglegar veiðar. Lítill sem enginn annar ávinningur er af slíkum svæðum,“ segir í skýrslunni. Hilborn bendir á að það séu margar aðrar og betri leiðir til að stjórna fiskveiðum en lokun svæða.
Álagið færist einfaldlega
„Staðreyndin er sú að verndarsvæði í hafi minnka ekki veiðiálag heldur einfaldlega færa það annað. Engar rannsóknir hafa staðfest að verndarsvæði leiði til stækkunar fiskistofna utan verndarsvæðanna þó hún verði innan svæðanna,“ segir í skýrslunni.
Ef farið yrði í það að skilgreina 30 prósent af hafsvæðum heims sem verndarsvæði myndi það þýða að 70 prósent yrðu fyrir utan svæðin og veiðiálag myndi einfaldlega færast þangað og er þá áfram vitnað í Hilborn.
Minni þéttleiki fiskistofna
„Afleiðingar þess yrðu að líffræðilegur fjölbreytileiki á opnu svæðunum myndi minnka, þéttleiki fiskistofna minnka og veiðar yrðu erfiðari (óhagkvæmari),“ segir í skýrslunni.
Niðurstaða Hilborn sé því að ef beita eigi verndarsvæðum í hafi sem tæki til fiskveiðistjórnunar og verndunar líffræðilegs fjölbreytileika þá ættu þau að tryggja fæðuöryggi á hagkvæmari hátt en önnur fiskveiðistjórnun. „Ef það er hætta á ofveiði þá veita verndarsvæði ekki mikla vörn því álagið einfaldlega færist annað.“
Hefðbundin fiskveiðistjórnun er mun öflugra stjórntæki fyrir fiskveiðar en verndarsvæði í hafinu.
Þetta segir í nýrri umhverfisskýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir árið 2024, Íslenskur sjávarútvegur í fararbroddi.
„Hefðbundin fiskveiðistjórnun með hámarksafla, takmörkun á notkun ákveðinna veiðarfæra og svo framvegis er mun öflugra stjórntæki fyrir fiskveiðar en verndarsvæði í hafi og tryggir betur fæðuöryggi og hagkvæmni veiða sem og að vera ekki síðri í að vernda líffræðilegan fjölbreytileika en verndarsvæði í hafi,“ segir í skýrslu SFS í sérstökum kafla um verndarsvæði í hafi.
Vanda þurfi til verka
„Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur verið lögð áhersla á svokölluð verndarsvæði í hafi (e. Marine Protected Areas). Í dag eru í gildi fjölmargar réttarreglur sem byggja á tæknilegum verndarráðstöfunum og hafa reynst vel í íslenskri fiskveiðistjórn um árabil, hvort sem það varðar nýtingu fiskistofna eða vernd viðkvæmra vistkerfa, svo eftir er tekið,“ segir í skýrslunni.
Sagt er að skilgreining og verndun svæða í hafi til verndar líffræðilegri fjölbreytni sé eitt stærsta verkefni þjóða sem byggja lífsviðurværi sitt á fiskveiðum. Það sé því mikilvægt að vandað sé til verka þegar ráðist sé í að afmarka verndarsvæði í hafi.
Ríki hafi svigrúm
„Nauðsynlegt er að nýta víðtæka þekkingu á hafinu úr ólíkum áttum, til dæmis þeirra sem teljast hagaðilar í þessu samhengi,“ er undirstrikað í skýrslunni. „Þá er mikilvægt að ríki hafi áfram svigrúm að landsrétti til að útfæra reglur í þessum efnum, ekki síst þar sem aðstæður og réttarreglur eru ólíkar milli ríkja.“
Þá er sagt að verndarsvæði í hafi séu talin hafa ýmsa jákvæða kosti, eins og að vernda líffræðilegan fjölbreytileika og viðkvæm búsvæði, draga úr veiðiálagi, auka framleiðni og þar með nýliðun nytjastofna.
Betri leiðir til vegna fiskveiða
Vitnað er til skrifa Rays Hilborn, prófessors við Seattle háskóla, um gagnsemi verndarsvæða. Hilborn bendir á að ógn við líffræðilegan fjölbreytileika hafsins og framleiðni sé margvísleg. Eru þar nefndar loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, olíuslys, rusl af ýmsu tagi, örplast, orkuframleiðsla og ýmislegt fleira.
„Lykilatriðið í málflutningi Hilborn er að það eina sem verndarsvæði í hafi gera vel er að stöðva löglegar veiðar. Lítill sem enginn annar ávinningur er af slíkum svæðum,“ segir í skýrslunni. Hilborn bendir á að það séu margar aðrar og betri leiðir til að stjórna fiskveiðum en lokun svæða.
Álagið færist einfaldlega
„Staðreyndin er sú að verndarsvæði í hafi minnka ekki veiðiálag heldur einfaldlega færa það annað. Engar rannsóknir hafa staðfest að verndarsvæði leiði til stækkunar fiskistofna utan verndarsvæðanna þó hún verði innan svæðanna,“ segir í skýrslunni.
Ef farið yrði í það að skilgreina 30 prósent af hafsvæðum heims sem verndarsvæði myndi það þýða að 70 prósent yrðu fyrir utan svæðin og veiðiálag myndi einfaldlega færast þangað og er þá áfram vitnað í Hilborn.
Minni þéttleiki fiskistofna
„Afleiðingar þess yrðu að líffræðilegur fjölbreytileiki á opnu svæðunum myndi minnka, þéttleiki fiskistofna minnka og veiðar yrðu erfiðari (óhagkvæmari),“ segir í skýrslunni.
Niðurstaða Hilborn sé því að ef beita eigi verndarsvæðum í hafi sem tæki til fiskveiðistjórnunar og verndunar líffræðilegs fjölbreytileika þá ættu þau að tryggja fæðuöryggi á hagkvæmari hátt en önnur fiskveiðistjórnun. „Ef það er hætta á ofveiði þá veita verndarsvæði ekki mikla vörn því álagið einfaldlega færist annað.“